Epstein sagður hafa hótað Bill Gates Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2023 09:16 Epstein (t.h.) virðist hafa viljað ná sér niðri á Gates (t.v.) vegna þess að sá síðarnefndi tók ekki þátt í góðgerðarsjóði þess fyrrnefnda. Vísir/samsett Jeffrey Epstein, látni auðkýfingurinn og kynferðisbrotamaðurinn, er sagður hafa hótað Bill Gates, stofnanda tæknirisans Microsoft, með upplýsingum um framhjáhald Gates með rússneskum briddsspilara fyrir nokkrum árum. Ljóstrað hefur verið upp um tengsl Epstein við fjölda áhrifamanna að undanförnu. Wall Street Journal, sem hefur dagatöl Epsteins undir höndum, segir að Epstein hafi sent Gates tölvupóst árið 2017 þar sem hann minntist á meint framhjáhald auðjöfursins með Milu Antonovu sem átti sér stað mörgum árum áður á ógnandi hátt. Talskona Gates, sem skildi við eiginkonu sína til meira en aldarfjórðungs árið 2021, segir að Epstein hafi reynt, án árangurs, að notfæra sér fyrra samband til þess að ógna Gates. Antonova vildi ekki tjá sig um Gates. Epstein stytti sér aldur í fangelsi í New York árið 2019 eftir að hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot. Greiddi fyrir forritunarnámið Gates er sagður hafa kynnst Antonovu þegar þau kepptu hvort við annað á briddsmóti árið 2010. Hún var þá á þrítugsaldri en hann á sextugsaldri. Seinna sóttist Antonova eftir aðstoð Gates þegar hún vildi búa til netkennslu í bridds. Náinn ráðgjafi Gates hafi þá komið henni í samband við Epstein. Epstein styrkti ekki verkefni Antonovu en greiddi hins vegar fyrir forritunarnám og húsnæði fyrir hana. Antonova segist ekki vita hvers vegna hann gerði það. Hann hafi sagst vera ríkur og vilja hjálpa fólki þegar hann gæti. Skýringin á því kann að felast í að á sama tíma reyndi Epstein að koma á fót góðgerðarsjóði til þess að lappa upp á mannorð sitt eftir að hann var dæmdur fyrir að falast eftir vændi frá ólögráða stúlku árið 2008. Til þess reyndi hann að fá ýmsa auðkýfinga eins og Gates til þess að leggja sjóðnum til fé. Þegar Epstein sendi Gates tölvupóstinn þar sem hann minntist á samband hans við Antonovu óskaði hann eftir því að Gates endurgreiddi sér fyrir forritunarnám hennar. Noam Chomsky er einn áhrifamesti málvísindamaður allra tíma. Hann er einnig afar skoðanaglaður um stjórnmál.Vísir/EPA Flutti tugi milljóna fyrir Chomsky Bandaríski málvísindamaðurinn og stjórnmálaspekingurinn Noam Chomsky er á meðal þekktra fræðimanna sem blönduðu geði við Epstein jafnvel eftir að hann var skráður kynferðisbrotamaður eftir dóminn árið 2008 samkvæmt dagatölunum. Epstein flutti meðal annars háar fjárhæðir fyrir Chomsky. Chomsky er heiðursprófessor í málvísindum við MIT-háskóla í Massachusetts en skrif hans um stjórnmál hafa verið áhrifamikil innan ýmissa róttæklingakreðsna eins og andkapítalista, friðarsinna og andheimsvaldasinna. Hann sagði WSJ að samband hans við Epstein kæmi engum við en staðfesti engu að síður að hann hefði þekkt auðkýfinginn og hitt hann við og við. Hjá Epstein sat Chomsky með öðrum fyrirmennum, þar á meðal Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. Chomsky er harður gagnrýnandi ísraelskra stjórnvalda. Chomsky sagði WSJ að hann hefði tekið þátt í fundunum þrátt fyrir að hann vissi að Epstein væri á skrá yfir kynferðisbrotamenn vegna þess að hann hefði afplánað sína refsingu og væri því með hreinan skjöld samkvæmt bandarískum lögum. Chomsky, sem er 94 ára gamall, segist hafa beðið Epstein um fjármálaráðgjöf eftir að fyrsta eiginkona hans lést. Í kjölfarið hafi Epstein séð um að færa 270.000 dollara, jafnvirði tæpra 38 milljóna íslenskra króna, fyrir aldna fræðimanninn. Hann hafi þó aldrei þegið fé frá Epstein. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Microsoft Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Wall Street Journal, sem hefur dagatöl Epsteins undir höndum, segir að Epstein hafi sent Gates tölvupóst árið 2017 þar sem hann minntist á meint framhjáhald auðjöfursins með Milu Antonovu sem átti sér stað mörgum árum áður á ógnandi hátt. Talskona Gates, sem skildi við eiginkonu sína til meira en aldarfjórðungs árið 2021, segir að Epstein hafi reynt, án árangurs, að notfæra sér fyrra samband til þess að ógna Gates. Antonova vildi ekki tjá sig um Gates. Epstein stytti sér aldur í fangelsi í New York árið 2019 eftir að hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot. Greiddi fyrir forritunarnámið Gates er sagður hafa kynnst Antonovu þegar þau kepptu hvort við annað á briddsmóti árið 2010. Hún var þá á þrítugsaldri en hann á sextugsaldri. Seinna sóttist Antonova eftir aðstoð Gates þegar hún vildi búa til netkennslu í bridds. Náinn ráðgjafi Gates hafi þá komið henni í samband við Epstein. Epstein styrkti ekki verkefni Antonovu en greiddi hins vegar fyrir forritunarnám og húsnæði fyrir hana. Antonova segist ekki vita hvers vegna hann gerði það. Hann hafi sagst vera ríkur og vilja hjálpa fólki þegar hann gæti. Skýringin á því kann að felast í að á sama tíma reyndi Epstein að koma á fót góðgerðarsjóði til þess að lappa upp á mannorð sitt eftir að hann var dæmdur fyrir að falast eftir vændi frá ólögráða stúlku árið 2008. Til þess reyndi hann að fá ýmsa auðkýfinga eins og Gates til þess að leggja sjóðnum til fé. Þegar Epstein sendi Gates tölvupóstinn þar sem hann minntist á samband hans við Antonovu óskaði hann eftir því að Gates endurgreiddi sér fyrir forritunarnám hennar. Noam Chomsky er einn áhrifamesti málvísindamaður allra tíma. Hann er einnig afar skoðanaglaður um stjórnmál.Vísir/EPA Flutti tugi milljóna fyrir Chomsky Bandaríski málvísindamaðurinn og stjórnmálaspekingurinn Noam Chomsky er á meðal þekktra fræðimanna sem blönduðu geði við Epstein jafnvel eftir að hann var skráður kynferðisbrotamaður eftir dóminn árið 2008 samkvæmt dagatölunum. Epstein flutti meðal annars háar fjárhæðir fyrir Chomsky. Chomsky er heiðursprófessor í málvísindum við MIT-háskóla í Massachusetts en skrif hans um stjórnmál hafa verið áhrifamikil innan ýmissa róttæklingakreðsna eins og andkapítalista, friðarsinna og andheimsvaldasinna. Hann sagði WSJ að samband hans við Epstein kæmi engum við en staðfesti engu að síður að hann hefði þekkt auðkýfinginn og hitt hann við og við. Hjá Epstein sat Chomsky með öðrum fyrirmennum, þar á meðal Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. Chomsky er harður gagnrýnandi ísraelskra stjórnvalda. Chomsky sagði WSJ að hann hefði tekið þátt í fundunum þrátt fyrir að hann vissi að Epstein væri á skrá yfir kynferðisbrotamenn vegna þess að hann hefði afplánað sína refsingu og væri því með hreinan skjöld samkvæmt bandarískum lögum. Chomsky, sem er 94 ára gamall, segist hafa beðið Epstein um fjármálaráðgjöf eftir að fyrsta eiginkona hans lést. Í kjölfarið hafi Epstein séð um að færa 270.000 dollara, jafnvirði tæpra 38 milljóna íslenskra króna, fyrir aldna fræðimanninn. Hann hafi þó aldrei þegið fé frá Epstein.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Microsoft Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira