Mikill áhugi á kröftum Arnórs sem hefur farið á kostum Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 10:05 Arnór í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Næstu vikur hjá Arnóri Sigurðssyni verða fróðlegar. Mikill áhugi er á leikmanninum, sem hefur farið á kostum með IFK Norrköping í Svíþjóð á láni frá rússneska félaginu CSKA Moskvu í Rússlandi. Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) greindi frá því í gær að erlendir leikmenn sem eru á mála hjá rússneskum og úkraínskum félögum gætu enn á ný, vegna innrásar Rússa í Úkraínu, gert hlé á samningum sínum við umrædd félagslið sín yfir tímabilið 2023/2024. Arnór Sigurðsson er einn þeirra leikmanna sem hefur nýtt sér þetta úrræði FIFA en hann hefur, síðan í júlí árið 2022, verið á láni hjá IFK Norrköping í Svíþjóð þar sem hann hefur slegið í gegn. Forráðamenn IFK Norrköping segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að reyna halda í Íslendinginn knáa en gera sér þó grein fyrir því að fleiri lið eru um hituna. Arnór hefur verið einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar undanfarið. „Við bjuggumst við þessari ákvörðun FIFA,“ segir Tony Martinsson, íþróttastjóri IFK Norrköping, í samtali við Expressen í Svíþjóð. „Við sjáum hvar við stöndum varðandi Arnór innan nokkurra vikna. Ég get ekki gefið ykkur líkurnar á því að hann verði áfram í prósentum. Það er mikill áhugi á kröftum hans, hann nýtur sín hér hjá okkur og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda í hann.“ Frá 1. júlí geta erlendir leikmenn á samningum hjá rússneskum og úkraínskum knattspyrnufélögum gert hlé á umræddum samningum sínum fram til júní árið 2024. Arnór tjáði sig í samtali við Expressen eftir leik Norrköping í gær. Hann segist vera með fulla einbeitingu á næstu þremur leikjum Norrköping áður en landsleikjahlé tekur við. „Ég nýt hvers leiks með IFK Norrköping og það er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið að snúa aftur hingað. Ég er þakklátur félaginu en hef ekki tekið ákvörðun um framhaldið á þessari stundu.“ Hann viðurkennir að það sé mikill áhugi á kröftum sínum. „Ég hef spilað mikið hérna síðan að ég sneri aftur til Svíþjóðar og það er mikill áhugi. Maður vill spila á hæsta gæðastigi. Ég hef gert það áður og vil gera það aftur. Það væri eitthvað skrýtið ef ég vildi ekki stefna þangað aftur.“ Aðspurður hvort hann hefði dálæti á einhverri ákveðinni deild fremur en annarri hafði Arnór þetta að segja: „Ég hef spilað áður í Serie A á Ítalíu og þekki fótboltann þar vel. Þá horfir maður til Þýskalands og á aðrar stórar deildir. En ég hef einnig talað við forráðamenn IFK Norrköping, sjáum hvað setur.“ Sænski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) greindi frá því í gær að erlendir leikmenn sem eru á mála hjá rússneskum og úkraínskum félögum gætu enn á ný, vegna innrásar Rússa í Úkraínu, gert hlé á samningum sínum við umrædd félagslið sín yfir tímabilið 2023/2024. Arnór Sigurðsson er einn þeirra leikmanna sem hefur nýtt sér þetta úrræði FIFA en hann hefur, síðan í júlí árið 2022, verið á láni hjá IFK Norrköping í Svíþjóð þar sem hann hefur slegið í gegn. Forráðamenn IFK Norrköping segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að reyna halda í Íslendinginn knáa en gera sér þó grein fyrir því að fleiri lið eru um hituna. Arnór hefur verið einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar undanfarið. „Við bjuggumst við þessari ákvörðun FIFA,“ segir Tony Martinsson, íþróttastjóri IFK Norrköping, í samtali við Expressen í Svíþjóð. „Við sjáum hvar við stöndum varðandi Arnór innan nokkurra vikna. Ég get ekki gefið ykkur líkurnar á því að hann verði áfram í prósentum. Það er mikill áhugi á kröftum hans, hann nýtur sín hér hjá okkur og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda í hann.“ Frá 1. júlí geta erlendir leikmenn á samningum hjá rússneskum og úkraínskum knattspyrnufélögum gert hlé á umræddum samningum sínum fram til júní árið 2024. Arnór tjáði sig í samtali við Expressen eftir leik Norrköping í gær. Hann segist vera með fulla einbeitingu á næstu þremur leikjum Norrköping áður en landsleikjahlé tekur við. „Ég nýt hvers leiks með IFK Norrköping og það er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið að snúa aftur hingað. Ég er þakklátur félaginu en hef ekki tekið ákvörðun um framhaldið á þessari stundu.“ Hann viðurkennir að það sé mikill áhugi á kröftum sínum. „Ég hef spilað mikið hérna síðan að ég sneri aftur til Svíþjóðar og það er mikill áhugi. Maður vill spila á hæsta gæðastigi. Ég hef gert það áður og vil gera það aftur. Það væri eitthvað skrýtið ef ég vildi ekki stefna þangað aftur.“ Aðspurður hvort hann hefði dálæti á einhverri ákveðinni deild fremur en annarri hafði Arnór þetta að segja: „Ég hef spilað áður í Serie A á Ítalíu og þekki fótboltann þar vel. Þá horfir maður til Þýskalands og á aðrar stórar deildir. En ég hef einnig talað við forráðamenn IFK Norrköping, sjáum hvað setur.“
Sænski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira