Reyna að bjarga Colorado-fljóti Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2023 14:01 Lítið vatn er í Lake Mead, uppistöðulóni Hoover Dam í Nevada, um þessar mundir. Getty/RJ Sangosti Yfirvöld í Kaliforníu, Arisóna og Nevada hafa komst að samkomulagi um að draga úr notkun vatns úr Colorado-fljóti. Vatnshæð fljótsins hefur lækkað mjög en vatn úr fljótinu er gífurlega mikilvægt íbúum stórra borga eins og Phoenix og Los Angeles og nauðsynlegt umfangsmiklum landbúnaði í vesturhluta Bandaríkjanna. Um fjörutíu milljónir manna í sjö ríkjum Bandaríkjanna og í Mexíkó drekka vatn úr fljótinu og það er notað til að veita vatni á um 2,2 milljónir hektara af ræktunarlandi. Fljótið sér einnig milljónum heimila og fyrirtækja fyrir rafmagni. Samkomulagið var opinberað í gær en forsvarsmenn ríkjanna hafa deilt um samkomulagið í nokkur ár. Það felur í sér að alríkisstjórn Bandaríkjanna mun verja 1,2 milljarði dala í áveitur og aðra innviði í skiptum fyrir það að dregið verði úr vatnsnotkun í byggðum bólum landshlutans. New York Times segir að draga eigi úr vatnsnotkun um þrettán prósent og það muni að öllum líkindum leiða til verulegra takmarkana á notkun vatns í bæjum og við landbúnað. Wall Street Journal segir suðvesturhluta Bandaríkjanna hafa gengið í gegnum tveggja áratuga langt þurrkatímabil og ástandið hafi líklega ekki verið verra í um 1.200 ár, samkvæmt vísindamönnum. Ekki er búist við því að ástandið muni skána í bráð en vandinn hefur verið rakinn til Klettafjallanna og þess að dregið hefur úr snjókomu þar og hún minna áreiðanleg en áður. Mest allt vatn Colorado-fljóts kemur úr þeim fjöllum. Hér að neðan má sjá svokallað timelapse sem sýnir gervihnattamyndir af Lake Meade, sem er annað uppistöðulón Colorado-fljóts og er nærri Las Vegas. Myndirnar ná frá 1984 til 2020 og sýna glögglega að vatnshæð í lóninu hefur lækkað töluvert. Ástandið hefur versnað frá 2020. Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Um fjörutíu milljónir manna í sjö ríkjum Bandaríkjanna og í Mexíkó drekka vatn úr fljótinu og það er notað til að veita vatni á um 2,2 milljónir hektara af ræktunarlandi. Fljótið sér einnig milljónum heimila og fyrirtækja fyrir rafmagni. Samkomulagið var opinberað í gær en forsvarsmenn ríkjanna hafa deilt um samkomulagið í nokkur ár. Það felur í sér að alríkisstjórn Bandaríkjanna mun verja 1,2 milljarði dala í áveitur og aðra innviði í skiptum fyrir það að dregið verði úr vatnsnotkun í byggðum bólum landshlutans. New York Times segir að draga eigi úr vatnsnotkun um þrettán prósent og það muni að öllum líkindum leiða til verulegra takmarkana á notkun vatns í bæjum og við landbúnað. Wall Street Journal segir suðvesturhluta Bandaríkjanna hafa gengið í gegnum tveggja áratuga langt þurrkatímabil og ástandið hafi líklega ekki verið verra í um 1.200 ár, samkvæmt vísindamönnum. Ekki er búist við því að ástandið muni skána í bráð en vandinn hefur verið rakinn til Klettafjallanna og þess að dregið hefur úr snjókomu þar og hún minna áreiðanleg en áður. Mest allt vatn Colorado-fljóts kemur úr þeim fjöllum. Hér að neðan má sjá svokallað timelapse sem sýnir gervihnattamyndir af Lake Meade, sem er annað uppistöðulón Colorado-fljóts og er nærri Las Vegas. Myndirnar ná frá 1984 til 2020 og sýna glögglega að vatnshæð í lóninu hefur lækkað töluvert. Ástandið hefur versnað frá 2020.
Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira