„Við erum gapandi á þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2023 20:34 Feðginin Margrét Lillý og Einar Björn vilja tryggja að ekkert barn upplifi það sem Margrét þurfti að ganga í gegnum í æsku. vísir/bjarni Faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi segir sýknudóm yfir bænum hafa komið verulega á óvart. Standi dómurinn sé ljóst að einstaklingar í baráttu við kerfið, eigi ekki séns þegar kemur að dómstólum. Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Feðginin höfðuðu mál á hendur Seltjarnarnesbæ og var dómur kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem bærinn var sýknaður af tólf milljóna króna skaðabótakröfu. „Viðbrögðin eru bara mjög skrítin, við erum gapandi á þessu og áttum engan veginn von á þessu,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar. Halda baráttunni áfram Feðginin geti ekki geta unað niðurstöðunni og því muni þau áfrýja málinu til Landsréttar. „Því þetta er galið, að fólk komist upp með þetta. Sérstaklega fólk sem vinnur með börnunum okkar. Það er galið að þau geti brotið á þeim trekk í trekk, eins og í þessu tilviki.“ „Við áfrýjum og áfrýjum og höldum okkar baráttu áfram. Það er alveg með ólíkindum að einstaklingar eins og ég og dóttir mín þurfum að standa í þessu til að fá réttlæti og maður kemur alls staðar að lokuðum dyrum.“ Í dómnum, sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ekki sé ástæða til að efast um að Margrét hafi búið við erfiðar aðstæður vegna veikinda móður en að ekki sé hægt að álykta að þeir erfiðleikar séu afleiðingar af ólögmætri og saknæmri háttsemi starfsmanna bæjarins. Jafnframt segir að ekki sé hægt að staðhæfa að atburðarásin og uppeldisaðstæður hennar hefðu farið á annan og betri veg ef öllum formreglum hefði verið fylgt. „Ef þetta er niðurstaðan þá er dómskerfið ekki eitthvað sem einstaklingar geta treyst á, sýnist mér.“ Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Feðginin höfðuðu mál á hendur Seltjarnarnesbæ og var dómur kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem bærinn var sýknaður af tólf milljóna króna skaðabótakröfu. „Viðbrögðin eru bara mjög skrítin, við erum gapandi á þessu og áttum engan veginn von á þessu,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar. Halda baráttunni áfram Feðginin geti ekki geta unað niðurstöðunni og því muni þau áfrýja málinu til Landsréttar. „Því þetta er galið, að fólk komist upp með þetta. Sérstaklega fólk sem vinnur með börnunum okkar. Það er galið að þau geti brotið á þeim trekk í trekk, eins og í þessu tilviki.“ „Við áfrýjum og áfrýjum og höldum okkar baráttu áfram. Það er alveg með ólíkindum að einstaklingar eins og ég og dóttir mín þurfum að standa í þessu til að fá réttlæti og maður kemur alls staðar að lokuðum dyrum.“ Í dómnum, sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ekki sé ástæða til að efast um að Margrét hafi búið við erfiðar aðstæður vegna veikinda móður en að ekki sé hægt að álykta að þeir erfiðleikar séu afleiðingar af ólögmætri og saknæmri háttsemi starfsmanna bæjarins. Jafnframt segir að ekki sé hægt að staðhæfa að atburðarásin og uppeldisaðstæður hennar hefðu farið á annan og betri veg ef öllum formreglum hefði verið fylgt. „Ef þetta er niðurstaðan þá er dómskerfið ekki eitthvað sem einstaklingar geta treyst á, sýnist mér.“
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira