„Í rauninni bara sagt: Gjörið svo vel, reddið þessu“ Máni Snær Þorláksson skrifar 23. maí 2023 18:48 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, hóf umræðu um styttingu vinnuvikunnar á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að illa hafi gengið að greina mælanlegan árangur í verkefni ríkisins um styttingu vinnuvikunnar. Margir þættir séu óljósir og undirbúningstíminn hafi verið knappur. Í raun hafi verkefninu verið komið í hendur annarra og þeim sagt að „redda þessu.“ Skýrsla KPMG um verkefnið, sem gefin var út í nóvember í fyrra fyrir tilstilli fjármála- og efnahagsráðuneytisins, mat stöðuna á verkefninu Betri vinnutími. Um er að ræða samkomulag um útfærslu vinnutíma í kjarasamningum stjórnvalda og stéttarfélaga með möguleika á mismunandi styttingu vinnuvikunnar. „Af skýrslunni er ljóst að upplýsingar um ýmsa mikilvægi þætti eru enn óljósar hvað varðar afrakstur í kjölfar betri vinnutíma,“ segir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, í upphafi umræðu um verkefnið á Alþingi í dag. Illa hafi gengið að greina mælanlegan árangur sökum þess að engar kröfur hafi verið gerðar til stjórnenda og stofnana. Eftirfylgni eða nánari rýni hafi verið engin af hálfu ráðuneytanna að sögn Ingibjargar. „Ekki var lögð áhersla á að taka núllpunkt eða greina stöðuna í upphafi styttingarinnar svo hægt væri að greina afköst og gæði starfsemi hverrar stofnunar fyrir sig. Því eru ansi margir þættir hér óljósir.“ Ingibjörg segir flestar stofnanir ríkisins hafa tekið þá ákvörðun að fara í hámark styttingar vinnuvikunnar. Það hafi verið gert þvert gegn ráðleggingum. Forræði yfir verkefninu og hlutverk aðila hafi heilt yfir verið óljóst og undirbúningstíminn hafi verið lítill. „Það var í höndum hverrar stofnunar fyrir sig, stjórnenda þeirra og starfsmanna, að ákveða hvernig fyrirkomulagið væri. Í raun var það viðamikla verkefni að takast á við þær breytingar sem fólust í innleiðingunni fljótt komið í annarra manna hendur og í rauninni bara sagt: Gjörið svo vel, reddið þessu.“ Hvetur þingmenn til að skoða skýrsluna Ingibjörg segir að það sé skýrt að mörgum spurningum sé ósvarað. Stytting vinnuvikunnar hafi leitt til jákvæðrar þróunar á starfsánægju, það skipti máli, en nauðsynlegt sé að fá haldbærar upplýsingar um þróun annarra markmiða verkefnisins. Ingibjörg segir að mörgum spurningum um verkefnið sé enn ósvarað.Aðsend Hún spyr að lokum Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hvernig verkefnið hafi gengið að hans mati „með tilliti til þeirra markmiða sem sett voru í upphafi samninga og innleiðingar.“ Bjarni tekur þá til máls og byrjar á því að hvetja alla þingmenn til að skoða skýrsluna sem um ræðir. Þar komi fram mun meiri upplýsingar en hægt sé að veita í ræðunni. Skýrsluna má finna í viðhengi neðst í fréttinni. „Eins og fram hefur komið þá sýnir skýrslan almenna ánægju starfsfólks og að launakostnaður hafi hvorki hækkað né yfirvinna aukist vegna breytinganna. Út af fyrir sig eru það mjög jákvæð tíðindi og í samræmi við það sem upp var lagt með. Hins vegar kemur einnig fram að þrátt fyrir að stofnanir hafi verið hvattar til að fara hægt í sakirnar þá fóru 77% þeirra nokkurn veginn samstundis í hámarksstyttingu.“ Áhyggjuefni að ekki hafi verið hægt að mæla árangurinn Bjarni segir að það hafi verið ljóst frá upphafi að ráðuneytin þurftu að vera í samskiptum við undirstofnanir sínar og veita leiðbeiningu. Tilmæli til stofnana hafi farið úr ráðuneytunum en það hafi verið mjög misjafnt hvernig þeim var fylgt eftir. „Það kemur einnig fram í skýrslunni að eftirlit með markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu hafi setið víða eftir.“ Þessi atriði séu áhyggjuefni enda hljóti það að vera grundvallaratriði að hægt sé að mæla árangurinn með áreiðanlegum hætti og fylgja umbótum eftir. Bjarni segir það áhyggjuefni að sjá megi óljósar vísbendingar um að dregið hafi úr ánægju með þjónustu stofnana.Vísir/Arnar Þá segir Bjarni að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sé dæmi um undantekninguna í þessu. Þar virðist styttingin hafa verið gerð „nákvæmlega eins og til var sáð.“ Sömuleiðis hafi verið hægt að fylgjast með jákvæðri þróun þar vegna innleiðingar á styttingunni. Bjarni segir að sömuleiðis sé það ákveðið áhyggjuefni að sjá megi óljósar vísbendingar um að dregið hafi úr ánægju með þjónustu stofnana. Það hafi verið skýrt frá upphafi að þessar breytingar ættu ekki undir neinum kringumstæðum að bitna á þjónustu við almenning. „Svona hlutir gerast aldrei í tómarúmi,“ segir Bjarni svo og bendir á að stafrænni þjónustu ríkisins hafi fleygt gríðarlega fram á undanförnum árum. Ísland sé komið upp í fjórða sæti í alþjóðlegum mælingum á stafrænni þjónustu, til samanburðar var Ísland í nítjánda sæti árið 2018. Vanti sterkari verkstjórn Bjarni segir niðurstöður skýrslunnar sýna að enn séu til staðar áskoranir og tækifæri til að gera betur. Þar megi nefna hækkun á starfshlutfalli til að fylla upp í mönnunargat, tækifæri til að bæta vinnuskipula og fyrirsjáanleika í starfsemi á kostnað breytilegrar yfirvinnu. Í seinni ræðu sinni um málið segir Bjarni að stærsta áskorunin í hans huga sé ótvírætt skortur á betri gögnum. Það vanti sterkari verkstjórn til að fylgja eftir árangri af verkefninu. Hann segist því hafa skipað hóp með fulltrúum allra ráðuneyta sem beri hver um sig ábyrgð á umbótum í þessum efnum. „Við höfum rætt málið í ríkisstjórn og ætlum að fylgja því fast eftir að það verðu árangur af þessari vinnu ráðuneytanna.“ Tengd skjöl Skýrsla_KPMGPDF1.1MBSækja skjal Alþingi Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Vinnumarkaður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Skýrsla KPMG um verkefnið, sem gefin var út í nóvember í fyrra fyrir tilstilli fjármála- og efnahagsráðuneytisins, mat stöðuna á verkefninu Betri vinnutími. Um er að ræða samkomulag um útfærslu vinnutíma í kjarasamningum stjórnvalda og stéttarfélaga með möguleika á mismunandi styttingu vinnuvikunnar. „Af skýrslunni er ljóst að upplýsingar um ýmsa mikilvægi þætti eru enn óljósar hvað varðar afrakstur í kjölfar betri vinnutíma,“ segir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, í upphafi umræðu um verkefnið á Alþingi í dag. Illa hafi gengið að greina mælanlegan árangur sökum þess að engar kröfur hafi verið gerðar til stjórnenda og stofnana. Eftirfylgni eða nánari rýni hafi verið engin af hálfu ráðuneytanna að sögn Ingibjargar. „Ekki var lögð áhersla á að taka núllpunkt eða greina stöðuna í upphafi styttingarinnar svo hægt væri að greina afköst og gæði starfsemi hverrar stofnunar fyrir sig. Því eru ansi margir þættir hér óljósir.“ Ingibjörg segir flestar stofnanir ríkisins hafa tekið þá ákvörðun að fara í hámark styttingar vinnuvikunnar. Það hafi verið gert þvert gegn ráðleggingum. Forræði yfir verkefninu og hlutverk aðila hafi heilt yfir verið óljóst og undirbúningstíminn hafi verið lítill. „Það var í höndum hverrar stofnunar fyrir sig, stjórnenda þeirra og starfsmanna, að ákveða hvernig fyrirkomulagið væri. Í raun var það viðamikla verkefni að takast á við þær breytingar sem fólust í innleiðingunni fljótt komið í annarra manna hendur og í rauninni bara sagt: Gjörið svo vel, reddið þessu.“ Hvetur þingmenn til að skoða skýrsluna Ingibjörg segir að það sé skýrt að mörgum spurningum sé ósvarað. Stytting vinnuvikunnar hafi leitt til jákvæðrar þróunar á starfsánægju, það skipti máli, en nauðsynlegt sé að fá haldbærar upplýsingar um þróun annarra markmiða verkefnisins. Ingibjörg segir að mörgum spurningum um verkefnið sé enn ósvarað.Aðsend Hún spyr að lokum Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hvernig verkefnið hafi gengið að hans mati „með tilliti til þeirra markmiða sem sett voru í upphafi samninga og innleiðingar.“ Bjarni tekur þá til máls og byrjar á því að hvetja alla þingmenn til að skoða skýrsluna sem um ræðir. Þar komi fram mun meiri upplýsingar en hægt sé að veita í ræðunni. Skýrsluna má finna í viðhengi neðst í fréttinni. „Eins og fram hefur komið þá sýnir skýrslan almenna ánægju starfsfólks og að launakostnaður hafi hvorki hækkað né yfirvinna aukist vegna breytinganna. Út af fyrir sig eru það mjög jákvæð tíðindi og í samræmi við það sem upp var lagt með. Hins vegar kemur einnig fram að þrátt fyrir að stofnanir hafi verið hvattar til að fara hægt í sakirnar þá fóru 77% þeirra nokkurn veginn samstundis í hámarksstyttingu.“ Áhyggjuefni að ekki hafi verið hægt að mæla árangurinn Bjarni segir að það hafi verið ljóst frá upphafi að ráðuneytin þurftu að vera í samskiptum við undirstofnanir sínar og veita leiðbeiningu. Tilmæli til stofnana hafi farið úr ráðuneytunum en það hafi verið mjög misjafnt hvernig þeim var fylgt eftir. „Það kemur einnig fram í skýrslunni að eftirlit með markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu hafi setið víða eftir.“ Þessi atriði séu áhyggjuefni enda hljóti það að vera grundvallaratriði að hægt sé að mæla árangurinn með áreiðanlegum hætti og fylgja umbótum eftir. Bjarni segir það áhyggjuefni að sjá megi óljósar vísbendingar um að dregið hafi úr ánægju með þjónustu stofnana.Vísir/Arnar Þá segir Bjarni að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sé dæmi um undantekninguna í þessu. Þar virðist styttingin hafa verið gerð „nákvæmlega eins og til var sáð.“ Sömuleiðis hafi verið hægt að fylgjast með jákvæðri þróun þar vegna innleiðingar á styttingunni. Bjarni segir að sömuleiðis sé það ákveðið áhyggjuefni að sjá megi óljósar vísbendingar um að dregið hafi úr ánægju með þjónustu stofnana. Það hafi verið skýrt frá upphafi að þessar breytingar ættu ekki undir neinum kringumstæðum að bitna á þjónustu við almenning. „Svona hlutir gerast aldrei í tómarúmi,“ segir Bjarni svo og bendir á að stafrænni þjónustu ríkisins hafi fleygt gríðarlega fram á undanförnum árum. Ísland sé komið upp í fjórða sæti í alþjóðlegum mælingum á stafrænni þjónustu, til samanburðar var Ísland í nítjánda sæti árið 2018. Vanti sterkari verkstjórn Bjarni segir niðurstöður skýrslunnar sýna að enn séu til staðar áskoranir og tækifæri til að gera betur. Þar megi nefna hækkun á starfshlutfalli til að fylla upp í mönnunargat, tækifæri til að bæta vinnuskipula og fyrirsjáanleika í starfsemi á kostnað breytilegrar yfirvinnu. Í seinni ræðu sinni um málið segir Bjarni að stærsta áskorunin í hans huga sé ótvírætt skortur á betri gögnum. Það vanti sterkari verkstjórn til að fylgja eftir árangri af verkefninu. Hann segist því hafa skipað hóp með fulltrúum allra ráðuneyta sem beri hver um sig ábyrgð á umbótum í þessum efnum. „Við höfum rætt málið í ríkisstjórn og ætlum að fylgja því fast eftir að það verðu árangur af þessari vinnu ráðuneytanna.“ Tengd skjöl Skýrsla_KPMGPDF1.1MBSækja skjal
Alþingi Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Vinnumarkaður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira