„Þetta er óvanalegt en þetta er Ísland“ Máni Snær Þorláksson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. maí 2023 19:30 Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir að líklegast séu til betri landgangar en þeir sem notaðir eru í dag. Vísir/Friðrik Þór Flugumferð fór úr skorðum í dag vegna hvassviðris en gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu. Öllu innanlandsflugi var aflýst og þrettán brottförum frá Keflavík. Ekki var hægt að nota landganga á Keflavíkurflugvelli vegna vindhraða og þeim flugferðum sem ekki var aflýst var frestað fram á kvöld. „Þetta veðurfar í dag er sennilega að hafa áhrif á í kringum sex þúsund farþega hjá okkur. Þetta eru alveg umtalsverð áhrif sem þetta hefur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. Flugfélagið sé komið á fulla ferð í sumarstarfsemi, mikið sé af flugum og því nóg að gera. „Eðlilega hefur þetta mikil áhrif.“ Haukur segir að reiknað sé með því að Icelandair nái að vinna upp aflýstu flugferðirnar seinni partinn á morgun eða annað kvöld. Þá verði það að segjast eins og er að veðurfar sem þetta sé óvenjulegt á þessum tíma ársins: „Það er nú samt sem áður ekki lengra síðan heldur en árið 2021, þá vorum við með svipað veðurfar í lok maí. Það reyndar hafði ekki eins mikil áhrif þar sem áætlunin okkar var ekki jafn stór. Þannig jú, þetta er óvanalegt en þetta er Ísland - það er svona frekar óútreiknanlegt veðurfarið á þessu landi. Betri landgangar Reglulega hafa borist fréttir af því að fólk þurfi að sitja klukkutímunum saman í flugvélum út af roki. Til að mynda sátu um tvö þúsund farþegar fastir í fjórtán flugvélum frá Icelandair og Play vegna hvassviðris fyrir rúmum mánuði síðan. Ekki má hafa landgangana sem notaðir eru opna þegar vindhviður fara í fimmtíu hnúta. Er ekki hægt að finna eitthvað betra en þessa landganga til að bregðast við þessu veðri? „Líklegast eru til betri landgangar. Ég er reyndar ekki sérfræðingur í landgöngum, Isavia er með fjöldann allan af góðu fólki sem sérhæfir sig í þeim málum. Við hefðum klárlega kosið það að geta tekið fólk frá borði í meiri vindi heldur en fimmtíu hnútum en ég treysti þeim til að meta það.“ Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
„Þetta veðurfar í dag er sennilega að hafa áhrif á í kringum sex þúsund farþega hjá okkur. Þetta eru alveg umtalsverð áhrif sem þetta hefur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. Flugfélagið sé komið á fulla ferð í sumarstarfsemi, mikið sé af flugum og því nóg að gera. „Eðlilega hefur þetta mikil áhrif.“ Haukur segir að reiknað sé með því að Icelandair nái að vinna upp aflýstu flugferðirnar seinni partinn á morgun eða annað kvöld. Þá verði það að segjast eins og er að veðurfar sem þetta sé óvenjulegt á þessum tíma ársins: „Það er nú samt sem áður ekki lengra síðan heldur en árið 2021, þá vorum við með svipað veðurfar í lok maí. Það reyndar hafði ekki eins mikil áhrif þar sem áætlunin okkar var ekki jafn stór. Þannig jú, þetta er óvanalegt en þetta er Ísland - það er svona frekar óútreiknanlegt veðurfarið á þessu landi. Betri landgangar Reglulega hafa borist fréttir af því að fólk þurfi að sitja klukkutímunum saman í flugvélum út af roki. Til að mynda sátu um tvö þúsund farþegar fastir í fjórtán flugvélum frá Icelandair og Play vegna hvassviðris fyrir rúmum mánuði síðan. Ekki má hafa landgangana sem notaðir eru opna þegar vindhviður fara í fimmtíu hnúta. Er ekki hægt að finna eitthvað betra en þessa landganga til að bregðast við þessu veðri? „Líklegast eru til betri landgangar. Ég er reyndar ekki sérfræðingur í landgöngum, Isavia er með fjöldann allan af góðu fólki sem sérhæfir sig í þeim málum. Við hefðum klárlega kosið það að geta tekið fólk frá borði í meiri vindi heldur en fimmtíu hnútum en ég treysti þeim til að meta það.“
Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira