Risaskipið Xin Hai Tong frá Hong Kong festist um tíma sunnantil í skurðinum og óttuðust menn að í uppsiglingu væri annað atvik líkt og gerðist árið 2021.
Þá strandaði risaskipið Ever Given í skurðinum þannig að umferð um hann stöðvaðist í sex daga. Sú töf hafði síðan gríðarleg áhrif í langan tíma á flutningakerfi heimsins.
Í þetta skiptið tókst egypskum dráttarbátum þó að losa flutningaskipið og afstýra slíku tjóni.