Ísland efst á lista yfir rómantískustu áfangastaðina Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. maí 2023 11:01 Íslandi er meðal annars lýst sem hrífandi og einstökum áfangastað. Vísir/Hanna Andrésdóttir „Það kann að koma sumum Bretum á óvart hvaða áfangastaður er talinn vera sá rómantískasti í heiminum,“ ritar Esther Marshall blaðamaður Express í grein sem birtist á miðlinum nú á dögunum. Þar er birtur listi yfir rómantískustu áfangastaði í heimi og trónir Ísland á toppi listans. Listinn er byggður á niðurstöðum könnunar StressFreeCarRental. Íslandi er meðal annars lýst sem hrífandi og einstökum stað sem bjóði upp á fjölmargar eftirminnilegar upplifanir. „Það kann að koma einhverjum Bretum á óvart að land elds og ísa tróni efst á listanum, en landið gæti verið kjörinn staður fyrir rómantískt frí,“ segir í greininni. „Þó svo að Ísland sé kannski ekki endilega efst á lista allra þeirra sem vilja fara í rómantíska ferð þá er landslagið á Íslandi engu að síður einstakt og stórbrotið, sem gerir landið að fullkomnum stað fyrir þá sem vilja upplifa ævintýri saman. Þeir sem vilja upplifa heillandi ferðalag með maka sínum geta notið þess að kanna hrífandi jökla, fossa og hraunbreiður, og svo er hægt að enda daginn með því að fylgjast með norðurljósunum,“ segir jafnframt í greininni. Þá er mælt með að turtildúfur geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa einstaka og rómantíska stemningu undir berum himni. Mælt er með að turtildúfur á ferðalagi um Ísland geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa rómantíska stemningu.Vísir/Vilhelm Venice á Ítalíu er í öðru sæti á listanum og ætti ekki að undra, enda er fátt rómantískara en að sigla um síkin og rölta um og virða fyrir sér íburðarmikinn arkítektúr. Fram kemur í greininni að Ítalía hafi lengi verið þekkt sem eitt rómantískasta land í heimi og í Venice geti pör á ferðalagi notið þess að ganga hönd í hönd um þröng stræti, snæða ekta ítalskan mat og sigla um í gondóla. Þó svo að París sé rómuð fyrir rómantíska stemningu þá er það önnur frönsk borg sem kemst í þriðja sætið á listanum, en það er Nice. Þar er hægt að slappa af á ströndinni, ráfa um útimörkuðum eða jafnvel skreppa í dagsferð yfir til Mónakó. Í fjórða sæti er Isle of Skye í Skotlandi og í fimmta sæti er Hamilton eyja í Ástralíu. Í sjötta sæti er New York borg og þar á eftir er Sevilla á Spáni. Ástin og lífið Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Listinn er byggður á niðurstöðum könnunar StressFreeCarRental. Íslandi er meðal annars lýst sem hrífandi og einstökum stað sem bjóði upp á fjölmargar eftirminnilegar upplifanir. „Það kann að koma einhverjum Bretum á óvart að land elds og ísa tróni efst á listanum, en landið gæti verið kjörinn staður fyrir rómantískt frí,“ segir í greininni. „Þó svo að Ísland sé kannski ekki endilega efst á lista allra þeirra sem vilja fara í rómantíska ferð þá er landslagið á Íslandi engu að síður einstakt og stórbrotið, sem gerir landið að fullkomnum stað fyrir þá sem vilja upplifa ævintýri saman. Þeir sem vilja upplifa heillandi ferðalag með maka sínum geta notið þess að kanna hrífandi jökla, fossa og hraunbreiður, og svo er hægt að enda daginn með því að fylgjast með norðurljósunum,“ segir jafnframt í greininni. Þá er mælt með að turtildúfur geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa einstaka og rómantíska stemningu undir berum himni. Mælt er með að turtildúfur á ferðalagi um Ísland geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa rómantíska stemningu.Vísir/Vilhelm Venice á Ítalíu er í öðru sæti á listanum og ætti ekki að undra, enda er fátt rómantískara en að sigla um síkin og rölta um og virða fyrir sér íburðarmikinn arkítektúr. Fram kemur í greininni að Ítalía hafi lengi verið þekkt sem eitt rómantískasta land í heimi og í Venice geti pör á ferðalagi notið þess að ganga hönd í hönd um þröng stræti, snæða ekta ítalskan mat og sigla um í gondóla. Þó svo að París sé rómuð fyrir rómantíska stemningu þá er það önnur frönsk borg sem kemst í þriðja sætið á listanum, en það er Nice. Þar er hægt að slappa af á ströndinni, ráfa um útimörkuðum eða jafnvel skreppa í dagsferð yfir til Mónakó. Í fjórða sæti er Isle of Skye í Skotlandi og í fimmta sæti er Hamilton eyja í Ástralíu. Í sjötta sæti er New York borg og þar á eftir er Sevilla á Spáni.
Ástin og lífið Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira