„Þær litu hvorki til hægri né vinstri“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. maí 2023 16:27 Gæsahjónin gengu um íbúðagötuna við Miklubraut hinumegin við Klambratún í morgun með ungunum sínum sjö. Arngrímur Ísberg „Nei, ég er bara alveg undrandi,“ segir eldri borgarinn og fyrrverandi héraðsdómarinn Arngrímur Ísberg hlæjandi í samtali við Vísi spurður að því hvort hann hafi búist við því að mynd hans af gæsafjölskyldu í Hlíðunum myndi vekja eins mikla athygli og raun ber vitni. „Ég held þetta sé að nálgast eitthvað á þriðja þúsundið þegar allt er talið,“ segir Arngrímur og vísar til fjölda þeirra sem brugðist hafa við mynd hans inni á Facebook hópi íbúa Hlíðahverfis. Þar birti hann mynd af fjölskyldunni í morgun. Komu spásserandi niður götuna „Ég var bara úti á götu að týna rusl og var litið upp og þá koma þær spásserandi á móti mér,“ segir Arngrímur. „Þær litu hvorki til hægri né vinstri og voru einbeittar og gengu bara yfir götuna. Svo kom bíll að neðan og hann þurfti bara að gjöra svo vel og stoppa á meðan þær fóru sína leið.“ Arngrímur segist ekki hafa séð fjölskylduna áður í götunni. Sjónarspilið hafi því komið vel á óvart. Arngrímur er dýravinur mikill og gladdist við að sjá gæsafjölskylduna í morgun, rétt eins og fleiri íbúar í Hlíðunum. „Þær birtust þarna bara eins og að himnum ofan. Maður var alltaf að sjá gæsir allan ársins hring en ég hef aldrei séð unga hérna áður, enda er ekkert vatn hérna nálægt, ekki einu sinni skurður,“ segir Arngrímur og bætir því við að hann hafi verið fljótur að taka upp símann til að mynda þær. Dvalarstaður við Kringluna „Ég náði frábærri mynd í þriðju tilraun. Núna er fjölskyldan horfin á braut, ég veit ekki hvert hún fór enda passaði ég mig á því að vera ekkert að trufla. Foreldrarnir þurfa frið til þess að koma ungunum á flot.“ Eins og áður segir vakti mynd Arngríms af fjölskyldunni gríðarlega athygli. Svo virðist vera sem fjölskyldan eigi sér samastað í beði við líkamsræktarstöðina World Fit við Kringluna. Það er útvarpsmaðurinn Atli Már Steinarsson sem opinberar þetta en hann tjáir sig við færslu Arngríms og segist hafa fylgst með gæsafjölskyldunni í nokkrar vikur. „Gleður mig mjög mikið þegar ég sá að ungarnir voru búnir að klekjast út og séu vonandi á leið á betri stað til að búa á.“ Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Ég held þetta sé að nálgast eitthvað á þriðja þúsundið þegar allt er talið,“ segir Arngrímur og vísar til fjölda þeirra sem brugðist hafa við mynd hans inni á Facebook hópi íbúa Hlíðahverfis. Þar birti hann mynd af fjölskyldunni í morgun. Komu spásserandi niður götuna „Ég var bara úti á götu að týna rusl og var litið upp og þá koma þær spásserandi á móti mér,“ segir Arngrímur. „Þær litu hvorki til hægri né vinstri og voru einbeittar og gengu bara yfir götuna. Svo kom bíll að neðan og hann þurfti bara að gjöra svo vel og stoppa á meðan þær fóru sína leið.“ Arngrímur segist ekki hafa séð fjölskylduna áður í götunni. Sjónarspilið hafi því komið vel á óvart. Arngrímur er dýravinur mikill og gladdist við að sjá gæsafjölskylduna í morgun, rétt eins og fleiri íbúar í Hlíðunum. „Þær birtust þarna bara eins og að himnum ofan. Maður var alltaf að sjá gæsir allan ársins hring en ég hef aldrei séð unga hérna áður, enda er ekkert vatn hérna nálægt, ekki einu sinni skurður,“ segir Arngrímur og bætir því við að hann hafi verið fljótur að taka upp símann til að mynda þær. Dvalarstaður við Kringluna „Ég náði frábærri mynd í þriðju tilraun. Núna er fjölskyldan horfin á braut, ég veit ekki hvert hún fór enda passaði ég mig á því að vera ekkert að trufla. Foreldrarnir þurfa frið til þess að koma ungunum á flot.“ Eins og áður segir vakti mynd Arngríms af fjölskyldunni gríðarlega athygli. Svo virðist vera sem fjölskyldan eigi sér samastað í beði við líkamsræktarstöðina World Fit við Kringluna. Það er útvarpsmaðurinn Atli Már Steinarsson sem opinberar þetta en hann tjáir sig við færslu Arngríms og segist hafa fylgst með gæsafjölskyldunni í nokkrar vikur. „Gleður mig mjög mikið þegar ég sá að ungarnir voru búnir að klekjast út og séu vonandi á leið á betri stað til að búa á.“
Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira