Bognar Bjarni undan hagsmunaþrýstingi? Ólafur Stephensen skrifar 25. maí 2023 16:31 Eftir sex daga, hinn 31. maí, fellur úr gildi bráðabirgðaákvæði í tollalögum, sem fellir niður tolla af öllum vörum frá Úkraínu. Ákvæðið var sett í lög í fyrravor, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem flutti frumvarp um málið. Tilefni lagasetningarinnar var beiðni Úkraínu til EFTA-ríkjanna um niðurfellingu tolla á úkraínskum vörum. Í beiðninni kom fram að innrás Rússa hefði leitt til þess að lokazt hefði fyrir útflutning frá Úkraínu um hafnir landsins við Svartahaf. Í þeim tilgangi að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök leituðu stjórnvöld í Úkraínu leiða til að auka útflutning yfir þau landamæri ríkisins sem liggja að ríkjum í Evrópu og styrkja þannig efnahag landsins, sem hefur orðið fyrir miklum áföllum vegna innrásar Rússa. Til að greiða fyrir þessu felldi Úkraína sjálf niður alla tolla á innflutningi. ESB og Bretland framlengja tollfrelsiðÍ greinargerð með frumvarpi Bjarna sagði: „Meginmarkmið með frumvarpi þessu er að Ísland sýni stuðning sinn við Úkraínu í verki og geri nauðsynlegar breytingar á lögum í þeim tilgangi að greiða fyrir viðskiptum á þeim erfiðu tímum sem ríkið gengur í gegnum. Einnig er vert að hafa í huga að hér fetar Ísland í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands sem þegar hafa orðið við beiðni Úkraínu.“ Bretland ákvað í febrúar síðastliðnum að framlengja tollfrelsi á úkraínskum vörum út árið. Evrópusambandið ákvað í apríl að framlengja tollfríðindin um ár. Ekkert bólar hins vegar á nýju frumvarpi frá fjármálaráðherranum, þótt tíminn til að framlengja bráðabirgðaákvæðið sé orðinn afar knappur. Á því er einföld skýring; hann og aðrir ráðherrar og stjórnarþingmenn eru undir gríðarlegum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði að framlengja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu. Hagsmunaþrýstingur vegna 2-3% af markaðnum Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu Bjarna formlegt erindi í byrjun þessa mánaðar og lögðust gegn framlengingu tollfrelsisins. Ástæðan er einkum sögð sú að ódýr kjúklingur frá Úkraínu geti veitt íslenzkum kjúklingaframleiðendum samkeppni. Í drögum að minnisblaði matvælaráðuneytisins um áhrif niðurfellingar tollanna undanfarið ár kemur fram að innflutningur frá Úkraínu hafi aukizt um 50% á milli áranna 2021 og 2022. Meirihluti innflutningsins er iðnvarningur. Hlutfall búvara af innflutningnum var 9% og tvöfaldaðist á milli ára. Frá miðjum júní í fyrra, þegar tollarnir voru felldir niður, og þar til í marz síðastliðnum, voru fluttar inn úkraínskar búvörur fyrir heilar 93 milljónir króna, aðallega kjúklingur. „Á tímabilinu hefur úkraínskur kjúklingur verið innan við 10% af heildarinnflutningi og ef gera má ráð fyrir svipaðri þróun á magni næstu mánuði væri markaðshlutdeild kjúklingakjöts frá Úkraínu í kringum 2-3% á innlendum markaði yfir 12 mánaða tímabil,“ segir í plaggi matvælaráðuneytisins. Þar er jafnframt sett fram það mat að ólíklegt sé að innflutningurinn hafi mikil áhrif á verð á innlendu kjúklingakjöti, enda sé um hlutfallslega lítið magn að ræða. Það breytir ekki því að neytendur hafa á undanförnum mánuðum séð úkraínskt kjúklingakjöt í frystiborðum stórmarkaða á verði sem ekki hefur sézt áður – vegna tollfrelsisins. Hvernig skýra ráðherrar viðsnúninginn fyrir Úkraínumönnum?Það má undrum sæta ef fjármálaráðherrann hefur ekki meira bein í nefinu en svo að hann lúffi fyrir þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði og láti hjá líða að leggja til endurnýjun á löggjöf, sem hefur bæði falið í sér stuðning við okkar stríðshrjáða vinaríki Úkraínu og bættan hag neytenda. Og það vegna viðskipta, sem nema 2-3% af markaði fyrir kjúklingakjöt! Sömuleiðis má velta fyrir sér hvernig samráðherrar Bjarna, þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, hyggjast útskýra fyrir úkraínskum kollegum sínum á næsta alþjóðlega fundi að Ísland hafi ákveðið að falla frá þessum stuðningi við Úkraínu vegna þrýstings frá litlum sérhagsmunahópi. Er það í stíl við að halda leiðtogafundi og vera þjóð meðal þjóða? Er virkilega svona auðvelt að beygja íslenzk stjórnvöld í öðru eins prinsippmáli? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Úkraína Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Eftir sex daga, hinn 31. maí, fellur úr gildi bráðabirgðaákvæði í tollalögum, sem fellir niður tolla af öllum vörum frá Úkraínu. Ákvæðið var sett í lög í fyrravor, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem flutti frumvarp um málið. Tilefni lagasetningarinnar var beiðni Úkraínu til EFTA-ríkjanna um niðurfellingu tolla á úkraínskum vörum. Í beiðninni kom fram að innrás Rússa hefði leitt til þess að lokazt hefði fyrir útflutning frá Úkraínu um hafnir landsins við Svartahaf. Í þeim tilgangi að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök leituðu stjórnvöld í Úkraínu leiða til að auka útflutning yfir þau landamæri ríkisins sem liggja að ríkjum í Evrópu og styrkja þannig efnahag landsins, sem hefur orðið fyrir miklum áföllum vegna innrásar Rússa. Til að greiða fyrir þessu felldi Úkraína sjálf niður alla tolla á innflutningi. ESB og Bretland framlengja tollfrelsiðÍ greinargerð með frumvarpi Bjarna sagði: „Meginmarkmið með frumvarpi þessu er að Ísland sýni stuðning sinn við Úkraínu í verki og geri nauðsynlegar breytingar á lögum í þeim tilgangi að greiða fyrir viðskiptum á þeim erfiðu tímum sem ríkið gengur í gegnum. Einnig er vert að hafa í huga að hér fetar Ísland í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands sem þegar hafa orðið við beiðni Úkraínu.“ Bretland ákvað í febrúar síðastliðnum að framlengja tollfrelsi á úkraínskum vörum út árið. Evrópusambandið ákvað í apríl að framlengja tollfríðindin um ár. Ekkert bólar hins vegar á nýju frumvarpi frá fjármálaráðherranum, þótt tíminn til að framlengja bráðabirgðaákvæðið sé orðinn afar knappur. Á því er einföld skýring; hann og aðrir ráðherrar og stjórnarþingmenn eru undir gríðarlegum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði að framlengja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu. Hagsmunaþrýstingur vegna 2-3% af markaðnum Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu Bjarna formlegt erindi í byrjun þessa mánaðar og lögðust gegn framlengingu tollfrelsisins. Ástæðan er einkum sögð sú að ódýr kjúklingur frá Úkraínu geti veitt íslenzkum kjúklingaframleiðendum samkeppni. Í drögum að minnisblaði matvælaráðuneytisins um áhrif niðurfellingar tollanna undanfarið ár kemur fram að innflutningur frá Úkraínu hafi aukizt um 50% á milli áranna 2021 og 2022. Meirihluti innflutningsins er iðnvarningur. Hlutfall búvara af innflutningnum var 9% og tvöfaldaðist á milli ára. Frá miðjum júní í fyrra, þegar tollarnir voru felldir niður, og þar til í marz síðastliðnum, voru fluttar inn úkraínskar búvörur fyrir heilar 93 milljónir króna, aðallega kjúklingur. „Á tímabilinu hefur úkraínskur kjúklingur verið innan við 10% af heildarinnflutningi og ef gera má ráð fyrir svipaðri þróun á magni næstu mánuði væri markaðshlutdeild kjúklingakjöts frá Úkraínu í kringum 2-3% á innlendum markaði yfir 12 mánaða tímabil,“ segir í plaggi matvælaráðuneytisins. Þar er jafnframt sett fram það mat að ólíklegt sé að innflutningurinn hafi mikil áhrif á verð á innlendu kjúklingakjöti, enda sé um hlutfallslega lítið magn að ræða. Það breytir ekki því að neytendur hafa á undanförnum mánuðum séð úkraínskt kjúklingakjöt í frystiborðum stórmarkaða á verði sem ekki hefur sézt áður – vegna tollfrelsisins. Hvernig skýra ráðherrar viðsnúninginn fyrir Úkraínumönnum?Það má undrum sæta ef fjármálaráðherrann hefur ekki meira bein í nefinu en svo að hann lúffi fyrir þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði og láti hjá líða að leggja til endurnýjun á löggjöf, sem hefur bæði falið í sér stuðning við okkar stríðshrjáða vinaríki Úkraínu og bættan hag neytenda. Og það vegna viðskipta, sem nema 2-3% af markaði fyrir kjúklingakjöt! Sömuleiðis má velta fyrir sér hvernig samráðherrar Bjarna, þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, hyggjast útskýra fyrir úkraínskum kollegum sínum á næsta alþjóðlega fundi að Ísland hafi ákveðið að falla frá þessum stuðningi við Úkraínu vegna þrýstings frá litlum sérhagsmunahópi. Er það í stíl við að halda leiðtogafundi og vera þjóð meðal þjóða? Er virkilega svona auðvelt að beygja íslenzk stjórnvöld í öðru eins prinsippmáli? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar