Birtir launaseðla leikskólaleiðbeinenda Máni Snær Þorláksson skrifar 25. maí 2023 17:43 Formaður BSRB birtir í dag launaseðla leikskólaleiðbeinenda sem starfa í Reykjavík og Kópavogi. Vísir/Vilhelm/Facebook Töluverður munur er á launum leikskólaleiðbeinenda sem vinna í Reykjavík og í Kópavogi. Samkvæmt launaseðlum sem formaður BSRB birtir í dag fær leiðbeinandi í Kópavogi um 45 þúsund krónum minna í heildarlaun fyrir skatt. „Ef þið skoðið þessa launaseðla fyrir laun í janúar 2023 sjáið þið mat samfélagsins á virði starfa leiðbeinenda á leikskólum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Um er að ræða launaseðla hjá tveimur leikskólaleiðbeinendum, annar starfar í Reykjavík en hinn í Kópavogi. Báðir eru í fullri vinnu. Sonja segir launin vera ögn skárri í Reykjavík heldur en í Kópavogi eða öðrum stéttarfélögum. Launaseðlarnir sem Sonja birtir í dag. Eins og sjá má fékk leiðbeinandi í Reykjavík 45 þúsund krónum meira útborgað í janúar.Facebook Leiðbeinandinn í Reykjavík fær 478.380 krónur fyrir skatt á meðan manneskja í sömu stöðu í Kópavogi fær 433.209 krónur. Sonja segir þetta vera sökum þess að Reykjavíkurborg greiðir sérstakar aukagreiðslur vegna þessara starfa. Hin sveitarfélögin geri það ekki og neiti að gera það. „Þau hafa hafnað sjálfsögðum kröfum okkar fólks um sömu laun fyrir sömu störf á leikskólum um landið allt. Gætuð þið lifað af á þessum launum?“ Muni um minna á þessum launum BSRB hefur lagt mikla áherslu á að fólk eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ástæðan fyrir þessum mismuni launa er sú að aðrir samningar gáfu hækkun frá áramótum en starfsfólk BSRB fékk sömu hækkun ekki fyrr en 1. apríl síðastliðinn. Stéttarfélagið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga um að hafa mismunað starfsfólki sínu með tilliti til launa og krafist leiðréttingar vegna þessa. Sambandið hefur þó vísað þeim ásökunum á bug og skorað á BSRB að fara með málið fyrir dómstóla. Sonja bendir á að BSRB sé ekki einungis að krefjast leiðréttingar á þessu heldur einnig að starfsfólk leikskóla fái aukagreiðslur, óháð því hvort það starfi í Reykjavík eða í öðrum sveitarfélögum. „Það munar um minna þegar maður er á þessum launum,“ segir hún í samtali við fréttastofu.„Þessi störf, eins og innan leikskólana, þetta eru með lægstu laununum á vinnumarkaði yfir höfuð. Sem sýnir auðvitað að það er mjög skakkt verðmætamat á þessum störfum.“ Þá segir Sonja samningaviðræðurnar við Samband íslenskra sveitarfélaga ennþá vera í hnút. Enn sé ekki búið að boða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Leikskólar Vinnumarkaður Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Ef þið skoðið þessa launaseðla fyrir laun í janúar 2023 sjáið þið mat samfélagsins á virði starfa leiðbeinenda á leikskólum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Um er að ræða launaseðla hjá tveimur leikskólaleiðbeinendum, annar starfar í Reykjavík en hinn í Kópavogi. Báðir eru í fullri vinnu. Sonja segir launin vera ögn skárri í Reykjavík heldur en í Kópavogi eða öðrum stéttarfélögum. Launaseðlarnir sem Sonja birtir í dag. Eins og sjá má fékk leiðbeinandi í Reykjavík 45 þúsund krónum meira útborgað í janúar.Facebook Leiðbeinandinn í Reykjavík fær 478.380 krónur fyrir skatt á meðan manneskja í sömu stöðu í Kópavogi fær 433.209 krónur. Sonja segir þetta vera sökum þess að Reykjavíkurborg greiðir sérstakar aukagreiðslur vegna þessara starfa. Hin sveitarfélögin geri það ekki og neiti að gera það. „Þau hafa hafnað sjálfsögðum kröfum okkar fólks um sömu laun fyrir sömu störf á leikskólum um landið allt. Gætuð þið lifað af á þessum launum?“ Muni um minna á þessum launum BSRB hefur lagt mikla áherslu á að fólk eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ástæðan fyrir þessum mismuni launa er sú að aðrir samningar gáfu hækkun frá áramótum en starfsfólk BSRB fékk sömu hækkun ekki fyrr en 1. apríl síðastliðinn. Stéttarfélagið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga um að hafa mismunað starfsfólki sínu með tilliti til launa og krafist leiðréttingar vegna þessa. Sambandið hefur þó vísað þeim ásökunum á bug og skorað á BSRB að fara með málið fyrir dómstóla. Sonja bendir á að BSRB sé ekki einungis að krefjast leiðréttingar á þessu heldur einnig að starfsfólk leikskóla fái aukagreiðslur, óháð því hvort það starfi í Reykjavík eða í öðrum sveitarfélögum. „Það munar um minna þegar maður er á þessum launum,“ segir hún í samtali við fréttastofu.„Þessi störf, eins og innan leikskólana, þetta eru með lægstu laununum á vinnumarkaði yfir höfuð. Sem sýnir auðvitað að það er mjög skakkt verðmætamat á þessum störfum.“ Þá segir Sonja samningaviðræðurnar við Samband íslenskra sveitarfélaga ennþá vera í hnút. Enn sé ekki búið að boða til annars fundar með ríkissáttasemjara.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Leikskólar Vinnumarkaður Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira