Eitt fínasta hótel borgarinnar komið í rekstur Snorri Másson skrifar 29. maí 2023 08:59 Í Íslandi í dag var farið í heimsókn á Hótel Alþingi eins og hið nýja Parliament Hotel útleggst á íslensku. Eftir langt og strangt ferli er risið glæsilegt hótel á þessum sögufræga stað sem stílar á betur borgandi ferðamenn – og slær ekkert af í lúxus. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Þegar inn er komið taka á móti manni listaverk eftir ekki minni menn en Steinunni Þórarinsdóttur og Ragnar Kjartansson og það vekur strax eftirtekt inni á hótelinu, að nánast hver einasti lausi flötur er þakinn merkilegri íslenskri list úr einkasafni. Hótelið er mjög nálægt því að vera alveg alveg tilbúið, eftir erfiða fæðingu - þar báru hæst mikil og langvinn mótmæli gegn framkvæmdunum sjálfum á sínum tíma vegna fornminja í kirkjugarðinum Víkurgarði sem stóð á svæðinu fram á nítjándu öld. Þessar deilur allar höfðu þau málalok að framkvæmdafélagið hafði sigur og byggði sitt hótel. Vinir Víkurgarðs mótmæltu á sínum tíma hótelbyggingu við hinn forna kirkjugarð, en höfðu ekki erindi sem erfiði.Vísir Lúxusspa og rándýr þaksvíta eru á meðal aðalsmerkja þessa nýja gististaðar, sem er kominn í fullan rekstur með tilheyrandi veitingastarfsemi og bar. „Þetta tók sjö ár og tafðist nokkuð og tók ívið lengri tíma en við ætluðum. Það er rosalega gaman að vera komin í gang með þetta. Þetta er svo fallegt hótel og fallegar byggingar og vel heppnaðar, þannig að við erum bara æst í að taka á móti gestum,“segir Helga Björk Jósefsdóttir rekstrarstjóri hótelsins. Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Parliament Hotel, segir sífellt meiri fagmennsku í íslenskri ferðaþjónustu. Helga segir um sé að ræða hótel í Curio-línu Hilton, en sú lína tekur jafnan ríkulegt mið af sögu staðarins. „Við erum náttúrulega hér við fótskör Alþingis og úti í garði hjá okkur erum við með styttuna af Jóni Sigurðssyni. Veitingastaðurinn okkar heitir Hjá Jóni og svo erum við líka í gamla Landssímahúsinu,“ segir Helga. Parliament-svítan á sjöundu hæð.Vísir Ferðamennska á Íslandi Alþingi Víkurgarður Reykjavík Menning Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. 19. febrúar 2019 21:00 Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þegar inn er komið taka á móti manni listaverk eftir ekki minni menn en Steinunni Þórarinsdóttur og Ragnar Kjartansson og það vekur strax eftirtekt inni á hótelinu, að nánast hver einasti lausi flötur er þakinn merkilegri íslenskri list úr einkasafni. Hótelið er mjög nálægt því að vera alveg alveg tilbúið, eftir erfiða fæðingu - þar báru hæst mikil og langvinn mótmæli gegn framkvæmdunum sjálfum á sínum tíma vegna fornminja í kirkjugarðinum Víkurgarði sem stóð á svæðinu fram á nítjándu öld. Þessar deilur allar höfðu þau málalok að framkvæmdafélagið hafði sigur og byggði sitt hótel. Vinir Víkurgarðs mótmæltu á sínum tíma hótelbyggingu við hinn forna kirkjugarð, en höfðu ekki erindi sem erfiði.Vísir Lúxusspa og rándýr þaksvíta eru á meðal aðalsmerkja þessa nýja gististaðar, sem er kominn í fullan rekstur með tilheyrandi veitingastarfsemi og bar. „Þetta tók sjö ár og tafðist nokkuð og tók ívið lengri tíma en við ætluðum. Það er rosalega gaman að vera komin í gang með þetta. Þetta er svo fallegt hótel og fallegar byggingar og vel heppnaðar, þannig að við erum bara æst í að taka á móti gestum,“segir Helga Björk Jósefsdóttir rekstrarstjóri hótelsins. Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Parliament Hotel, segir sífellt meiri fagmennsku í íslenskri ferðaþjónustu. Helga segir um sé að ræða hótel í Curio-línu Hilton, en sú lína tekur jafnan ríkulegt mið af sögu staðarins. „Við erum náttúrulega hér við fótskör Alþingis og úti í garði hjá okkur erum við með styttuna af Jóni Sigurðssyni. Veitingastaðurinn okkar heitir Hjá Jóni og svo erum við líka í gamla Landssímahúsinu,“ segir Helga. Parliament-svítan á sjöundu hæð.Vísir
Ferðamennska á Íslandi Alþingi Víkurgarður Reykjavík Menning Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. 19. febrúar 2019 21:00 Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. 19. febrúar 2019 21:00
Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16