„Þetta má ekki fara inn að beini og pirra okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 10:35 Aron Rafn Eðvarðsson átti rosalega frammistöðu gegn Aftureldingu í undanúrslitunum og gæti þurft að eiga aðra slíka í kvöld til að stoppa ÍBV. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við erum bognir en ekki brotnir og ætlum klárlega að sýna hvað í okkur býr,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka. Þeir fara með bakið uppi við vegg til Eyja í dag, 2-0 undir í einvíginu við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Aron Rafn þekkir Eyjastemninguna vel eftir að hafa orðið þrefaldur meistari með liðinu árið 2018. Hann hefur hins vegar engan áhuga á að sjá Eyjamenn fagna eftir leik í kvöld. „Þetta verður partý, alveg geggjað, alvöru Eyjastemning. Við erum gíraðir upp í það,“ segir Aron Rafn sem settist niður með Svövu Kristínu Gretarsdóttur í ítarlegu viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Aron Rafn hitaði vel upp fyrir stórleik kvöldsins Svava og Aron ræddu meðal annars um kokhreysti leikmanna ÍBV, sérstaklega Kára Kristjáns Kristjánssonar og Theodórs Sigurbjörnssonar, og hvernig þeir fögnuðu fyrir framan andstæðinga sína jafnvel þegar nóg væri eftir af leikjum, líkt og á Ásvöllum á þriðjudagskvöld. „Þetta er bara hluti af þessu. Þeir nota öll trixin í bókinni og reyna að komast inn í hausinn á mönnum, og eru bara ógeðslega góðir í því. Kári og Teddi eru uppaldir Eyjamenn, elska og lifa fyrir þetta, og kunna þetta allt upp á hár. Við þurfum að passa að þetta fari ekki lengra en í augun á okkur. Þetta má ekki fara inn að beini og pirra okkur,“ segir Aron. Eyjamenn virðast hreinlega njóta sín best þegar spennan er mest, en Aron ætlar að breyta því: „Þeir eru bara ógeðslega góðir, það verður ekkert tekið af þeim. Þeir eru góðir í því sem þeir eru að gera. Við þurfum bara að finna einhverja lausn til að beygja þá, fyrst þeir segjast ekki geta bognað. Við finnum einhverja lausn.“ Kári Kristján Kristjánsson og félagar hafa haft ástæðu til að gleðjast í úrslitakeppninni enda ekki enn tapað leik í henni.vísir/Anton Haukar komu sér í góða stöðu í fyrsta leik einvígisins, í Eyjum, en töpuðu þó. Leikur tvö var sömuleiðis jafn lengst af en aftur voru Eyjamenn mun sterkari á lokakaflanum. „Við þurfum að læra af þessu, þó að það sé svo sem ekki mikið hægt að læra þegar svona skammur tími er á milli leikja. Þetta snýst líka um hausinn. Við þurfum að finna þetta „element“ sem við vorum í gegn Aftureldingu. ÍBV gerir rosalega vel í að drepa tempóið og spila langar sóknir. Við erum meira að „gönna“, að reyna að skora úr seinni bylgju og hraðaupphlaupum.“ Stuðningsmenn ÍBV munu setja sterkan svip á leikinn í kvöld.vísir/Anton Aron var spurður út í það hvernig væri að verða meistari með ÍBV og spila fyrir framan öfluga stuðningsmenn liðsins: „Þetta er geggjað. Það er ógeðslega gaman að vera með þetta hvíta haf og horfa á það. Þeir mættu gera þetta oftar, vera með frá fyrsta degi en ekki bara í úrslitakeppninni. Þeir byrjuðu þetta svolítið – þessa geðveiki sem er í gangi [hjá stuðningsmönnum], og mér finnst hin liðin vera að koma upp. Haukarnir eru líka búnir að vera ógeðslega flottir, bæði í þessu úrslitaeinvígi og í undanúrslitunum. Það var „helvítis“ Herjólfur sem kom í veg fyrir að við færum með fullt af liði til Eyja síðasta laugardag en ég veit að það verður eitthvað af fólki sem kemur til Eyja núna,“ segir Aron. Hann sér um að skipuleggja ferðir stuðningsmanna Hauka og var búinn að „fylla einn bíl“ þegar viðtalið var tekið í gær. Og Aron segir að þó að það sé gaman að spila fyrir stuðningsmenn ÍBV sé það líka skemmtilegt að spila gegn þeim. „Mér finnst alltaf skemmtilegt að spila þegar það er stemning og verið að rífa kjaft uppi í stúku.“ Það má svo sannarlega búast við átökum í kvöld.vísir/Anton Haukar ollu miklum vonbrigðum lengi framan af deildarkeppninni en náðu að koma sér í úrslitakeppnina og slógu svo út Val og Aftureldingu. Yrðu menn ekki bara sáttir með afraksturinn eftir allt sem á undan er gengið, þó að þeir töpuðu í kvöld? „Hugsanlega. Ef ég hefði verið spurður í febrúar hvort við gætum komist í úrslit í bikar og í þetta úrslitaeinvígi, eftir að hafa unnið Val og svo Aftureldingu í fimmta leik, þá hefði ég haldið að sá maður væri eitthvað veikur. Við getum alveg verið sáttir við þetta en við erum samt að horfa á þann stóra og við erum ekkert búnir að gefast upp,“ segir Aron. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:15 í kvöld og bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Aron Rafn þekkir Eyjastemninguna vel eftir að hafa orðið þrefaldur meistari með liðinu árið 2018. Hann hefur hins vegar engan áhuga á að sjá Eyjamenn fagna eftir leik í kvöld. „Þetta verður partý, alveg geggjað, alvöru Eyjastemning. Við erum gíraðir upp í það,“ segir Aron Rafn sem settist niður með Svövu Kristínu Gretarsdóttur í ítarlegu viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Aron Rafn hitaði vel upp fyrir stórleik kvöldsins Svava og Aron ræddu meðal annars um kokhreysti leikmanna ÍBV, sérstaklega Kára Kristjáns Kristjánssonar og Theodórs Sigurbjörnssonar, og hvernig þeir fögnuðu fyrir framan andstæðinga sína jafnvel þegar nóg væri eftir af leikjum, líkt og á Ásvöllum á þriðjudagskvöld. „Þetta er bara hluti af þessu. Þeir nota öll trixin í bókinni og reyna að komast inn í hausinn á mönnum, og eru bara ógeðslega góðir í því. Kári og Teddi eru uppaldir Eyjamenn, elska og lifa fyrir þetta, og kunna þetta allt upp á hár. Við þurfum að passa að þetta fari ekki lengra en í augun á okkur. Þetta má ekki fara inn að beini og pirra okkur,“ segir Aron. Eyjamenn virðast hreinlega njóta sín best þegar spennan er mest, en Aron ætlar að breyta því: „Þeir eru bara ógeðslega góðir, það verður ekkert tekið af þeim. Þeir eru góðir í því sem þeir eru að gera. Við þurfum bara að finna einhverja lausn til að beygja þá, fyrst þeir segjast ekki geta bognað. Við finnum einhverja lausn.“ Kári Kristján Kristjánsson og félagar hafa haft ástæðu til að gleðjast í úrslitakeppninni enda ekki enn tapað leik í henni.vísir/Anton Haukar komu sér í góða stöðu í fyrsta leik einvígisins, í Eyjum, en töpuðu þó. Leikur tvö var sömuleiðis jafn lengst af en aftur voru Eyjamenn mun sterkari á lokakaflanum. „Við þurfum að læra af þessu, þó að það sé svo sem ekki mikið hægt að læra þegar svona skammur tími er á milli leikja. Þetta snýst líka um hausinn. Við þurfum að finna þetta „element“ sem við vorum í gegn Aftureldingu. ÍBV gerir rosalega vel í að drepa tempóið og spila langar sóknir. Við erum meira að „gönna“, að reyna að skora úr seinni bylgju og hraðaupphlaupum.“ Stuðningsmenn ÍBV munu setja sterkan svip á leikinn í kvöld.vísir/Anton Aron var spurður út í það hvernig væri að verða meistari með ÍBV og spila fyrir framan öfluga stuðningsmenn liðsins: „Þetta er geggjað. Það er ógeðslega gaman að vera með þetta hvíta haf og horfa á það. Þeir mættu gera þetta oftar, vera með frá fyrsta degi en ekki bara í úrslitakeppninni. Þeir byrjuðu þetta svolítið – þessa geðveiki sem er í gangi [hjá stuðningsmönnum], og mér finnst hin liðin vera að koma upp. Haukarnir eru líka búnir að vera ógeðslega flottir, bæði í þessu úrslitaeinvígi og í undanúrslitunum. Það var „helvítis“ Herjólfur sem kom í veg fyrir að við færum með fullt af liði til Eyja síðasta laugardag en ég veit að það verður eitthvað af fólki sem kemur til Eyja núna,“ segir Aron. Hann sér um að skipuleggja ferðir stuðningsmanna Hauka og var búinn að „fylla einn bíl“ þegar viðtalið var tekið í gær. Og Aron segir að þó að það sé gaman að spila fyrir stuðningsmenn ÍBV sé það líka skemmtilegt að spila gegn þeim. „Mér finnst alltaf skemmtilegt að spila þegar það er stemning og verið að rífa kjaft uppi í stúku.“ Það má svo sannarlega búast við átökum í kvöld.vísir/Anton Haukar ollu miklum vonbrigðum lengi framan af deildarkeppninni en náðu að koma sér í úrslitakeppnina og slógu svo út Val og Aftureldingu. Yrðu menn ekki bara sáttir með afraksturinn eftir allt sem á undan er gengið, þó að þeir töpuðu í kvöld? „Hugsanlega. Ef ég hefði verið spurður í febrúar hvort við gætum komist í úrslit í bikar og í þetta úrslitaeinvígi, eftir að hafa unnið Val og svo Aftureldingu í fimmta leik, þá hefði ég haldið að sá maður væri eitthvað veikur. Við getum alveg verið sáttir við þetta en við erum samt að horfa á þann stóra og við erum ekkert búnir að gefast upp,“ segir Aron. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:15 í kvöld og bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn