Biðlar til ökumanna að stoppa á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2023 21:05 Um sjö hundruð þúsund bílar keyra í gegnum Blönduós árlega og stoppa fæstir þeirra á staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Húnabyggðar biðlar til ferðamanna um að þeir stoppi á Blönduósi þegar þeir keyra í gegnum bæjarfélagið, ekki bara að stoppa til að fara á salerni eða að fá sér pylsu. Um sjö hundruð þúsund bílar keyra í gegnum Blönduós árlega og stoppa fæstir þeirra á staðnum. Eins og allir vita þá liggur hringvegurinn í gegnum Blönduós en á sama tíma gengur heimamönnum illa að fá ökumenn til að stoppa í bæjarfélaginu, flestir bruna bara í gegnum bæinn. Sveitarstjórinn vill að sjálfsögðu að ökumenn stoppi þegar þeir fara í gegnum Blönduós enda margt að sjá þar. „Blönduós er ekki bara pylsa en það er kannski þannig, sem flestir landsmenn þekkja Blönduós að keyra í gegnum bæinn og mögulega að stoppa á N1 og fá sér eina pullu,“ segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar. “Við viljum endilega fá fólkið til þess að stoppa og skoða okkur aðeins betur af því að hér er margt að gera og til dæmis síðustu fimm árin eða meira jafnvel hefur sundlaugin alltaf verið að trekkja meira og meira að og er orðin svolítið þekkt á meðal fjölskyldufólks, sem stoppar hér og slakar á áður en það heldur síðan sínu ferðalagi áfram, “ bætir Pétur við. Sundlaugin á Blönduósi er alltaf að vera vinsælli og vinsælli hjá ferðafólki enda frábær aðstaða þar og gaman að koma.Róbert Daníel Jónsson. Pétur biðlar til íslenskra og erlendra ferðamanna að hika ekki við að stoppa á Blönduósi á ferð sinni um svæðið. „Já, ég hvet alla til að koma og beygja aðeins inn í bæinn í sumar þegar þeir keyra hérna í gegn. Hér er margt að sjá og margt að upplifa. Það er komin nýr veitingastaður og nýtt hótel og svo eru náttúrulega veitingastaðir hér fyrir þannig að það er bara um að gera að tékka á þessu,“ segir Pétur. Og svo má ekki gleyma Prjónagleðinni, sem verður aðra helgina í júní á Blönduósi og Húnavakan verður um miðjan júlí. „Þannig að við hlökkum bara öll mikið til sumarsins,“ segir sveitarstjóri Húnabyggðar. Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem hvetur ferðalanga til að stoppa á Blönduósi í sumar enda margt spennandi þar að sjá og gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Húnabyggðar Húnabyggð Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Eins og allir vita þá liggur hringvegurinn í gegnum Blönduós en á sama tíma gengur heimamönnum illa að fá ökumenn til að stoppa í bæjarfélaginu, flestir bruna bara í gegnum bæinn. Sveitarstjórinn vill að sjálfsögðu að ökumenn stoppi þegar þeir fara í gegnum Blönduós enda margt að sjá þar. „Blönduós er ekki bara pylsa en það er kannski þannig, sem flestir landsmenn þekkja Blönduós að keyra í gegnum bæinn og mögulega að stoppa á N1 og fá sér eina pullu,“ segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar. “Við viljum endilega fá fólkið til þess að stoppa og skoða okkur aðeins betur af því að hér er margt að gera og til dæmis síðustu fimm árin eða meira jafnvel hefur sundlaugin alltaf verið að trekkja meira og meira að og er orðin svolítið þekkt á meðal fjölskyldufólks, sem stoppar hér og slakar á áður en það heldur síðan sínu ferðalagi áfram, “ bætir Pétur við. Sundlaugin á Blönduósi er alltaf að vera vinsælli og vinsælli hjá ferðafólki enda frábær aðstaða þar og gaman að koma.Róbert Daníel Jónsson. Pétur biðlar til íslenskra og erlendra ferðamanna að hika ekki við að stoppa á Blönduósi á ferð sinni um svæðið. „Já, ég hvet alla til að koma og beygja aðeins inn í bæinn í sumar þegar þeir keyra hérna í gegn. Hér er margt að sjá og margt að upplifa. Það er komin nýr veitingastaður og nýtt hótel og svo eru náttúrulega veitingastaðir hér fyrir þannig að það er bara um að gera að tékka á þessu,“ segir Pétur. Og svo má ekki gleyma Prjónagleðinni, sem verður aðra helgina í júní á Blönduósi og Húnavakan verður um miðjan júlí. „Þannig að við hlökkum bara öll mikið til sumarsins,“ segir sveitarstjóri Húnabyggðar. Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem hvetur ferðalanga til að stoppa á Blönduósi í sumar enda margt spennandi þar að sjá og gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Húnabyggðar
Húnabyggð Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira