Fær Erlingur refsingu fyrir viðtalið? „Þetta er ljótur leikur“ Hjörtur Leó Guðjónsson og Einar Kárason skrifa 26. maí 2023 22:32 Erlingur Richardsson var langt frá því að vera sáttur við dómgæsluna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var allt annað en sáttur eftir sex marka tap liðsins gegn Haukum í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Erlingur var stuttorður í viðtali eftir leik, en virtist senda dómurum leiksins nokkrar pillur. „Við gerðum allt. Mótlætið náttúrulega er bara svolítið mikið í þessum leik,“ sagði Erlingur að leik loknum. „Ég vildi svo sannarlega að Kristinn Óskarsson væri handboltadómari,“ bætti Erlingur við og vísar þá í körfuboltadómarann Kristinn Óskarsson. Erlingur var líflegur á hliðarlínunni hjá ÍBV í kvöld, enda þótti honum, eins og mörgum Eyjamönnum í húsinu, halla á sína menn í dómgæslu. Til að mynda fengu liðsmenn ÍBV tíu tveggja mínútna brottvísanir, en Haukar fengu sína fyrstu eftir 45 mínútna leik. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvaða atvik í leiknum hann væri að tala um. „Það er ykkar hlutverk,“ sagði Erlingur einfaldlega. „Mér finnst þetta bara ljótur leikur. Ekki handboltanum til sóma.“ Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Arnar Daði Arnarsson lýstu leik ÍBV og Hauka í kvöld og þeir virtust slegnir yfir ummælum Erlings. „Jahérna hér. Þetta var stórfurðulegt viðtal Arnar Daði. Maður er bara hálf sleginn eftir þetta viðtal,“ sagði Henry. Arnar gekk þó lengra og velti fyrir sér hvort Erlingur gæti mögulega verið á leið í bann. „Hann er brjálaður og ég skil hann mæta vel, en hann verður að halda haus og mér finnst ekki ólíklegt að þessi ummæli hans gætu farið fyrir borð aganefndar. Hann talar um að þetta sé ljótur leikur og er þá í raun að tala um að dómararnir hafi reynt að hafa áhrif á það hvernig leikurinn fór,“ sagði Arnar Daði, en viðtalið og umræðuna eftir það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur Richardsson eftir ÍBV-Haukar Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Haukar unnu lífsnauðsynlegan sex marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-34 og Haukar komu þar með í veg fyrir að Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. 26. maí 2023 21:57 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
„Við gerðum allt. Mótlætið náttúrulega er bara svolítið mikið í þessum leik,“ sagði Erlingur að leik loknum. „Ég vildi svo sannarlega að Kristinn Óskarsson væri handboltadómari,“ bætti Erlingur við og vísar þá í körfuboltadómarann Kristinn Óskarsson. Erlingur var líflegur á hliðarlínunni hjá ÍBV í kvöld, enda þótti honum, eins og mörgum Eyjamönnum í húsinu, halla á sína menn í dómgæslu. Til að mynda fengu liðsmenn ÍBV tíu tveggja mínútna brottvísanir, en Haukar fengu sína fyrstu eftir 45 mínútna leik. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvaða atvik í leiknum hann væri að tala um. „Það er ykkar hlutverk,“ sagði Erlingur einfaldlega. „Mér finnst þetta bara ljótur leikur. Ekki handboltanum til sóma.“ Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Arnar Daði Arnarsson lýstu leik ÍBV og Hauka í kvöld og þeir virtust slegnir yfir ummælum Erlings. „Jahérna hér. Þetta var stórfurðulegt viðtal Arnar Daði. Maður er bara hálf sleginn eftir þetta viðtal,“ sagði Henry. Arnar gekk þó lengra og velti fyrir sér hvort Erlingur gæti mögulega verið á leið í bann. „Hann er brjálaður og ég skil hann mæta vel, en hann verður að halda haus og mér finnst ekki ólíklegt að þessi ummæli hans gætu farið fyrir borð aganefndar. Hann talar um að þetta sé ljótur leikur og er þá í raun að tala um að dómararnir hafi reynt að hafa áhrif á það hvernig leikurinn fór,“ sagði Arnar Daði, en viðtalið og umræðuna eftir það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur Richardsson eftir ÍBV-Haukar
Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Haukar unnu lífsnauðsynlegan sex marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-34 og Haukar komu þar með í veg fyrir að Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. 26. maí 2023 21:57 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Haukar unnu lífsnauðsynlegan sex marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-34 og Haukar komu þar með í veg fyrir að Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. 26. maí 2023 21:57