Fjögur þúsund kvartað yfir draugabremsun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 08:24 Þúsundir hafa kvartað yfir skyndilegri hraðaaukningu og draugabremsun. Vísir/Vilhelm Bílaframleiðandinn Tesla hefur fengið þúsundir kvartana vegna aðstoðarkerfis ökumanna. Einnig hefur fyrirtækinu mistekist að verja upplýsingar um viðskiptavini og starfsmenn. Þýska viðskiptablaðið Handelsblatt greinir frá þessu í umfjöllun sem kölluð er „Teslu-skjölin.“ En þau eru byggð á hundrað gígabætum af gögnum sem uppljóstrari lak til blaðsins. Í gögnunum má finna hundrað þúsund nöfn núverandi og fyrrverandi starfsmanna, kennitölur, tölvupóstföng, símanúmer, og launaupplýsingar. Meðal annars upplýsingar um eigandann, Elon Musk. Einnig bankaupplýsingar kaupanda Teslu bíla og leyniupplýsingar varðandi framleiðslu bílanna. Háar sektir Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hefur gagnaverndarskrifstofan í Brandenburg, þar sem Tesla framleiðir bíla, lýst lekanum sem alvarlegum og stórum. Í gögnunum eru meðal annars upplýsingar um eigandann Elon Musk.Getty „Ég man ekki eftir svona stórum leka,“ sagði Dagmar Harge, fulltrúi stofnunarinnar. Gæti Tesla þurft að greiða um 3,5 milljarða bandaríkjadollara í sektir vegna þessa. Eða fjögur prósent af árlegri sölu. Hraðaaukning og draugabremsun Fyrir utan lekann um viðskiptavini og starfsmenn þá leiðir uppljóstrunin í ljós að þúsundir hafa kvartað til fyrirtækisins vegna aðstoðarkerfi ökumanna. Þar af hafa um fjögur þúsund manns kvartað yfir skyndilegri hraðaaukningu eða „drauga bremsun.“ Samkvæmt Handelsblatt hefur Tesla brugðist við lekanum. Að sögn bílaframleiðandans liggur grunur um að um sé að ræða óánægðan fyrrverandi starfsmann sem lak upplýsingunum. Hann hafi misnotað stöðu sína sem tæknimaður og Tesla muni lögsækja viðkomandi. Deildu myndum Þetta er ekki eini lekinn hjá Tesla að undanförnu. Fyrir aðeins mánuði síðan greindi fréttastofan Reuters frá því að hópur starfsmanna Tesla hefði deilt myndum og myndböndum úr bílamyndavélum Tesla eigenda frá árunum 2019 til 2022. Tesla Þýskaland Holland Bílar Tengdar fréttir Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. 7. apríl 2023 08:23 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Þýska viðskiptablaðið Handelsblatt greinir frá þessu í umfjöllun sem kölluð er „Teslu-skjölin.“ En þau eru byggð á hundrað gígabætum af gögnum sem uppljóstrari lak til blaðsins. Í gögnunum má finna hundrað þúsund nöfn núverandi og fyrrverandi starfsmanna, kennitölur, tölvupóstföng, símanúmer, og launaupplýsingar. Meðal annars upplýsingar um eigandann, Elon Musk. Einnig bankaupplýsingar kaupanda Teslu bíla og leyniupplýsingar varðandi framleiðslu bílanna. Háar sektir Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hefur gagnaverndarskrifstofan í Brandenburg, þar sem Tesla framleiðir bíla, lýst lekanum sem alvarlegum og stórum. Í gögnunum eru meðal annars upplýsingar um eigandann Elon Musk.Getty „Ég man ekki eftir svona stórum leka,“ sagði Dagmar Harge, fulltrúi stofnunarinnar. Gæti Tesla þurft að greiða um 3,5 milljarða bandaríkjadollara í sektir vegna þessa. Eða fjögur prósent af árlegri sölu. Hraðaaukning og draugabremsun Fyrir utan lekann um viðskiptavini og starfsmenn þá leiðir uppljóstrunin í ljós að þúsundir hafa kvartað til fyrirtækisins vegna aðstoðarkerfi ökumanna. Þar af hafa um fjögur þúsund manns kvartað yfir skyndilegri hraðaaukningu eða „drauga bremsun.“ Samkvæmt Handelsblatt hefur Tesla brugðist við lekanum. Að sögn bílaframleiðandans liggur grunur um að um sé að ræða óánægðan fyrrverandi starfsmann sem lak upplýsingunum. Hann hafi misnotað stöðu sína sem tæknimaður og Tesla muni lögsækja viðkomandi. Deildu myndum Þetta er ekki eini lekinn hjá Tesla að undanförnu. Fyrir aðeins mánuði síðan greindi fréttastofan Reuters frá því að hópur starfsmanna Tesla hefði deilt myndum og myndböndum úr bílamyndavélum Tesla eigenda frá árunum 2019 til 2022.
Tesla Þýskaland Holland Bílar Tengdar fréttir Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. 7. apríl 2023 08:23 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. 7. apríl 2023 08:23