Forsetinn segir af sér sem flokksformaður vegna ólgu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 15:00 Vucic sagði tugþúsundum stuðningsmanna sinna að hann yrði flokksmaður svo lengi sem hann lifi. Getty Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur sagt af sér formennsku Framfaraflokksins í skugga mikilla mótmæla. Varnarmálaráðherrann Milos Vucevic tekur við formennskunni að ósk Vucic. „Takk fyrir þessi ellefu ár,“ sagði Vucic á flokksfundi í bænum Kragujevac eins og fréttastofan AP greinir frá. „Ég er mjög stoltur að hafa leitt besta flokkinn í Serbíu í öll þessi ár.“ Vucic greindi fyrst frá afsögn sinni á flokksfundi í höfuðborginni Belgrad á föstudag, frammi fyrir tugþúsundum stuðningsmanna. Sagðist hann ætla að vera áfram liðsmaður flokksins „eins lengi og hann lifir.“ Vucic, sem er 53 ára gamall, hefur verið forseti síðan árið 2017. Hann hefur leitt Framfaraflokkinn, sem er hægrisinnaður pópúlistaflokkur, síðan árið 2008. Skotárásir og landamæraspenna Mikil spenna hefur verið í Serbíu að undanförnu. Bæði vegna innanríkis og utanríkismála. Í dag fara fram stór mótmæli sem skipulögð eru af stjórnarandstöðuflokkum sem hafa krafist þess að forysta ríkisstjórnarinnar segi af sér. Mikil mótmæli hafa verið gegn ofbeldismenningu í kjölfar tveggja mannskæðra skotárása í landinu. Í einni þeirra skaut þrettán ára skólastrákur í Belgrad níu manns til bana, þar af átta önnur börn. Daginn eftir myrti tvítugur maður átta manns með hríðskotariffli í bænum Mladenovac. Branko Ruzic, menntamálaráðherra, mátti taka pokann sinn fyrr í þessum mánuði eftir ummæli um að kenna mætti netinu, tölvuleikjum og vestrænum gildum um skotárásirnar. Þá hefur verið gríðarleg spenna á landamærum Serbíu og Kosovo í vetur og litlu má muna að upp úr sjóði. Kosvo tilheyrði áður Serbíu og Serbar viðurkenna ekki sjálfstæði landsins. Serbía Tengdar fréttir Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
„Takk fyrir þessi ellefu ár,“ sagði Vucic á flokksfundi í bænum Kragujevac eins og fréttastofan AP greinir frá. „Ég er mjög stoltur að hafa leitt besta flokkinn í Serbíu í öll þessi ár.“ Vucic greindi fyrst frá afsögn sinni á flokksfundi í höfuðborginni Belgrad á föstudag, frammi fyrir tugþúsundum stuðningsmanna. Sagðist hann ætla að vera áfram liðsmaður flokksins „eins lengi og hann lifir.“ Vucic, sem er 53 ára gamall, hefur verið forseti síðan árið 2017. Hann hefur leitt Framfaraflokkinn, sem er hægrisinnaður pópúlistaflokkur, síðan árið 2008. Skotárásir og landamæraspenna Mikil spenna hefur verið í Serbíu að undanförnu. Bæði vegna innanríkis og utanríkismála. Í dag fara fram stór mótmæli sem skipulögð eru af stjórnarandstöðuflokkum sem hafa krafist þess að forysta ríkisstjórnarinnar segi af sér. Mikil mótmæli hafa verið gegn ofbeldismenningu í kjölfar tveggja mannskæðra skotárása í landinu. Í einni þeirra skaut þrettán ára skólastrákur í Belgrad níu manns til bana, þar af átta önnur börn. Daginn eftir myrti tvítugur maður átta manns með hríðskotariffli í bænum Mladenovac. Branko Ruzic, menntamálaráðherra, mátti taka pokann sinn fyrr í þessum mánuði eftir ummæli um að kenna mætti netinu, tölvuleikjum og vestrænum gildum um skotárásirnar. Þá hefur verið gríðarleg spenna á landamærum Serbíu og Kosovo í vetur og litlu má muna að upp úr sjóði. Kosvo tilheyrði áður Serbíu og Serbar viðurkenna ekki sjálfstæði landsins.
Serbía Tengdar fréttir Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05