„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Máni Snær Þorláksson skrifar 27. maí 2023 16:22 Ína Kristín Bjarnadóttir vonast til þess að samningar náist sem fyrst. Vísir/Aðsend/Vilhelm Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. Ína Kristín Bjarnadóttir er ein þeirra sem hefur orðið fyrir áhrifum verkfalla BSRB að undanförnu. Bæði er hún sjálf starfsmaður í grunnskóla í Kópavogi og svo er þriggja ára dóttir hennar á leikskóla í bænum. Í samtali við fréttastofu segir Ína að á leikskólanum hafi verið töluverð skerðing á þjónustunni. Einungis hluti barnanna hafi fengið að mæta um morguninn en svo hafi önnur börn fengið að mæta klukkan tólf. Það geti verið erfitt fyrir fólk að púsla því saman með vinnu. „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima og látið hana labba út í leikskóla.“ Fjölskyldan hafi því þurft að grípa til þess að eyða frídögum til að brúa bilið. „Á miðvikudaginn í næstu viku þá er pabbi hennar að taka frí af því þá mætir hún klukkan 8:25 til 11:30. Hann þarf að taka frí í vinnunni til þess að vera heima með henni á meðan ég er í vinnunni.“ „Þetta er svo sturlað“ Ína furðar sig á því að sambandið sé ekki tilbúið að samþykkja kröfur BSRB. „Það er ekki verið að tala um að biðja um fjórar milljónir útborgað í laun. Það er bara verið að biðja um laun svo fólk geti lifað eðlilegu lífi,“ segir hún. „Margir eru fastir á leigumarkaði og hafa ekki einu sinni neitt á milli handanna til þess að klára að borga reikninga. Þetta er svo sturlað.“ Hún segir sambandið þurfa að „rífa sig í gang“ svo hægt sé að ganga frá kjarasamningum. Finna fyrir miklum stuðningi Það virðist þó ekki vera sem samningar náist fljótlega. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræðurnar þokast alltof hægt. „Við höfum lýst því yfir að við séum tilbúin til viðræðna hvenær sem er og það er raunverulega þannig að það er hægt að ganga frá kjarasamningi fljótt og vel,“ segir Sonja í samtali við fréttastofu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki sé búið að boða til annars fundar með ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Þá segist hún ekki hafa heyrt af neinum brotum á verkföllum í dag. „Okkar verkfallsverðir eru búnir að vera að fara á milli og það er bara allt með ró og spekt.“ Þau finni fyrir mjög miklum stuðningi í samfélaginu í baráttunni. Fólk sem hefur orðið fyrir skerðingu á þjónustu vegna verkfalla hafi lýst yfir stuðningi við félagið. „Svo finnum við líka að stjórnendur inni á vinnustöðunum sjálfum vilja fá leiðréttingu á þessum mismun. Þeim finnst þetta mjög bagalegt ástand að búa við inni á vinnustaðnum. Þetta hefur auðvitað áhrif á móralinn og hvernig fólki líður.“ Fleiri verkföll á döfinni Gripið verður til fleiri verkfallsaðgerða á næstu vikum að öllu óbreyttu. Sonja segir að um stigmagnandi aðgerðir sé að ræða. „Þetta eru mjög fjölbreyttir félagar hjá okkur, þar á meðal starfsfólk í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum, sem eru að verða fyrir þessu sama. Þau eru að vinna við hliðina á fólki sem fékk launahækkun í janúar en tilboðið til okkur er með launahækkun frá apríl. Sem þýðir þá þriggja mánaða munur á launahækkunum.“ BSRB ætli sér ekki að sætta sig við tilboð Sambands íslenskra sveitarfélaga: „Við höldum bara áfram ótrauð. Það eru auðvitað aðgerðir líka í næstu viku í ellefu sveitarfélögum, það eru félagar okkar sem starfa á leikskólunum aðleggja niður störf. Svo bætist í sveitarfélögin og fjölbreytileika starfanna á næstu vikum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Leikskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Ína Kristín Bjarnadóttir er ein þeirra sem hefur orðið fyrir áhrifum verkfalla BSRB að undanförnu. Bæði er hún sjálf starfsmaður í grunnskóla í Kópavogi og svo er þriggja ára dóttir hennar á leikskóla í bænum. Í samtali við fréttastofu segir Ína að á leikskólanum hafi verið töluverð skerðing á þjónustunni. Einungis hluti barnanna hafi fengið að mæta um morguninn en svo hafi önnur börn fengið að mæta klukkan tólf. Það geti verið erfitt fyrir fólk að púsla því saman með vinnu. „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima og látið hana labba út í leikskóla.“ Fjölskyldan hafi því þurft að grípa til þess að eyða frídögum til að brúa bilið. „Á miðvikudaginn í næstu viku þá er pabbi hennar að taka frí af því þá mætir hún klukkan 8:25 til 11:30. Hann þarf að taka frí í vinnunni til þess að vera heima með henni á meðan ég er í vinnunni.“ „Þetta er svo sturlað“ Ína furðar sig á því að sambandið sé ekki tilbúið að samþykkja kröfur BSRB. „Það er ekki verið að tala um að biðja um fjórar milljónir útborgað í laun. Það er bara verið að biðja um laun svo fólk geti lifað eðlilegu lífi,“ segir hún. „Margir eru fastir á leigumarkaði og hafa ekki einu sinni neitt á milli handanna til þess að klára að borga reikninga. Þetta er svo sturlað.“ Hún segir sambandið þurfa að „rífa sig í gang“ svo hægt sé að ganga frá kjarasamningum. Finna fyrir miklum stuðningi Það virðist þó ekki vera sem samningar náist fljótlega. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræðurnar þokast alltof hægt. „Við höfum lýst því yfir að við séum tilbúin til viðræðna hvenær sem er og það er raunverulega þannig að það er hægt að ganga frá kjarasamningi fljótt og vel,“ segir Sonja í samtali við fréttastofu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki sé búið að boða til annars fundar með ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Þá segist hún ekki hafa heyrt af neinum brotum á verkföllum í dag. „Okkar verkfallsverðir eru búnir að vera að fara á milli og það er bara allt með ró og spekt.“ Þau finni fyrir mjög miklum stuðningi í samfélaginu í baráttunni. Fólk sem hefur orðið fyrir skerðingu á þjónustu vegna verkfalla hafi lýst yfir stuðningi við félagið. „Svo finnum við líka að stjórnendur inni á vinnustöðunum sjálfum vilja fá leiðréttingu á þessum mismun. Þeim finnst þetta mjög bagalegt ástand að búa við inni á vinnustaðnum. Þetta hefur auðvitað áhrif á móralinn og hvernig fólki líður.“ Fleiri verkföll á döfinni Gripið verður til fleiri verkfallsaðgerða á næstu vikum að öllu óbreyttu. Sonja segir að um stigmagnandi aðgerðir sé að ræða. „Þetta eru mjög fjölbreyttir félagar hjá okkur, þar á meðal starfsfólk í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum, sem eru að verða fyrir þessu sama. Þau eru að vinna við hliðina á fólki sem fékk launahækkun í janúar en tilboðið til okkur er með launahækkun frá apríl. Sem þýðir þá þriggja mánaða munur á launahækkunum.“ BSRB ætli sér ekki að sætta sig við tilboð Sambands íslenskra sveitarfélaga: „Við höldum bara áfram ótrauð. Það eru auðvitað aðgerðir líka í næstu viku í ellefu sveitarfélögum, það eru félagar okkar sem starfa á leikskólunum aðleggja niður störf. Svo bætist í sveitarfélögin og fjölbreytileika starfanna á næstu vikum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Leikskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent