Myndin var á meðal 11 verka sem sýnd voru í keppnisflokki stuttmynda á hátíðinni í ár. Gullpálmann í flokknum hlaut Flóra Anna Buda, frá Ungverjalandi, fyrir stuttmyndina 27.
Í tilkynningu á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir að í Fár takist einstaklingur á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna.
Gunnur leikstýrir myndinni, skrifar handrit hennar og fer að auki með aðalhlutverkið. Framleiðendur eru Sara Nassim og Rúnar Ingi Einarsson hjá framleiðslufyrirtækinu Norður.