Öllum rútum hjá GTS á Selfossi verður skipt yfir í rafmagnsrútur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. maí 2023 20:05 Fyrsta lúxus rafmagnsrúta landsins, hefur verið tekin í notkun hjá GTS á Selfossi. Drægni er 350-400 km á hverri hleðslu. Áætlaður akstur á ári er 60.000 til 100.000 km og því er um talsverðan sparnað að ræða í CO2. Þessi rúta er eingöngu með rafmagns hita (og/eða kælingu) þannig að hér er um verulega spennandi umhverfisvænan valkost að ræða. Farþegasæti eru öll með hallanlegum bökum, hliðarfærslu, fótskemlum, sætisborðum, USB tengjum fyrir alla farþega auk salernisaðstöðu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Grænu rúturnar hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi eru nú að verða enn grænni því fyrirtækið ætlar að vera búið að skipta út öllum rútunum fjörutíu fyrir rafmagnsrútur á næstu fimm árum. Í vikunni var lúxus rafmagnsrúta tekin í notkun en innviðaráðherra var fyrstur til að keyra hana formlega. Guðmundur Tyrfingsson ehf., (GTS) er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1969. Fyrirtækið er rútufyrirtæki, ferðaskrifstofa og skipuleggjandi ferða á Íslandi. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra mætti á verkstæði Guðmundar Tyrfingssonar í vikunni til að taka formlega í notkun nýjustu rútu fyrirtækisins, lúxus rafmagnsrútu með 49 leðursætum, USB hleðslu við öll sæti og salerni. Ráðherrann keyrði um plan fyrirtækisins og fórst það verk vel úr hendi. „Þetta er náttúrulega fullkomin rafmagnsrúta, sem er með rafmagnskyndingu og rafmagnskælingu, þannig að hún er alveg 100% rafmagn. Það er gefin upp drægni 350 til 400 kílómetrar, þannig að það er svona við bestur aðstæður,“ segir Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. En hvað tekur langan tíma að hlaða rútuna? „Það fer eftir hleðslustöðinni en við erum að fara að gera stóra hleðslustöð , sem getur tekið allt að 600 kílóawatta hleðslu, þá eigum við að vera innan við klukkutíma að hlaða bílinn“, segir Tyrfingur. GTS hefur pantað 1440 kw hleðslustöð sem verður sett upp að Fossnesi 7 sem er við hlið höfuðstöðva fyrirtækisins á Selfossi. Framkvæmdir eru hafnar á lóðinni fyrir uppsetningu á hleðslustöðinni sem er áætlað að verði tilbúin síðar á árinu. Þar verður hægt að hlaða allt að 30 bíla, stóra sem smáa og verður stöðin öllum opin. Hleðslutenglar verða 90 kw, 180 kw, 300 kw og 600 kw. Þetta verður öflugasta hleðslustöð landsins til þessa með hraðari hleðslu en þær sem fyrir eru. Hleðslustöð þessi er hönnuð af starfsmönnum YES-EU AS í Noregi og á Íslandi og sérstaklega hugsuð sem blandaða notkun á köldum svæðum. Hægt er að forgangsraða hleðslum og stýra raforkunni með hugbúnaði til að nýta orkuna sem best. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo á að reisa á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar stóra hleðslustöð fyrir stóra og smá bíla en þangað verða allir velkomnir með farartækin sín, sem ganga fyrir rafmagni. „Já, við ætlum að gera gríðarlega stórt verkefni þar en þar getum við hlaðið allt að 28 til 30 bíla með öflugri hleðslu opið öllum. Þetta er það sem vantar og þetta er það sem okkur vantar svo víða tl að geta notað svona bíl með góðu móti,“ segir Tyrfingur. Markmið GTS er að sýna fram á að rafmagnsvæðing er raunhæfur kostur fyrir hópferðafyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið stefnir á að vera leiðandi í orkuskiptum hér á landi í hópferðarekstri enda leggur fyrirtækið áherslu á græna orku, minnka mengun og umhverfisvænan rekstur. Svona mun nýja hleðslusvæði GTS líta út.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigurður Ingi stóð sig vel þegar hann var að prófa rútuna eða hvað? „Já, já, hann stóð sig virkilega vel. Við ættum að ráða hann, sem bílstjóra þegar hann er hættur í ráðherrastólnum," segir Tyrfingur kampakátur með ráðherrann og nýju rútuna. Tyrfingur og Sigurður Ingi rétt áður en hann keyrði af stað á rútunni. Fyrirtækið hefur einnig fest kaup á fleiri minni rafmangsrútum, frá 20-35 farþega sem verða afhentar á næstu mánuðum en fyrir á GTS ehf einn rafmangsvagn sem kom til landsins 2015 og hefur verið nýttur í blönduð verkefni. Markmið GTS ehf er að verða áfram leiðandi í umhverfismálum og stefna félagsins er að rafmagnsvæða flotann á næstu 5 árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða GTS Árborg Hleðslustöðvar Vistvænir bílar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Guðmundur Tyrfingsson ehf., (GTS) er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1969. Fyrirtækið er rútufyrirtæki, ferðaskrifstofa og skipuleggjandi ferða á Íslandi. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra mætti á verkstæði Guðmundar Tyrfingssonar í vikunni til að taka formlega í notkun nýjustu rútu fyrirtækisins, lúxus rafmagnsrútu með 49 leðursætum, USB hleðslu við öll sæti og salerni. Ráðherrann keyrði um plan fyrirtækisins og fórst það verk vel úr hendi. „Þetta er náttúrulega fullkomin rafmagnsrúta, sem er með rafmagnskyndingu og rafmagnskælingu, þannig að hún er alveg 100% rafmagn. Það er gefin upp drægni 350 til 400 kílómetrar, þannig að það er svona við bestur aðstæður,“ segir Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. En hvað tekur langan tíma að hlaða rútuna? „Það fer eftir hleðslustöðinni en við erum að fara að gera stóra hleðslustöð , sem getur tekið allt að 600 kílóawatta hleðslu, þá eigum við að vera innan við klukkutíma að hlaða bílinn“, segir Tyrfingur. GTS hefur pantað 1440 kw hleðslustöð sem verður sett upp að Fossnesi 7 sem er við hlið höfuðstöðva fyrirtækisins á Selfossi. Framkvæmdir eru hafnar á lóðinni fyrir uppsetningu á hleðslustöðinni sem er áætlað að verði tilbúin síðar á árinu. Þar verður hægt að hlaða allt að 30 bíla, stóra sem smáa og verður stöðin öllum opin. Hleðslutenglar verða 90 kw, 180 kw, 300 kw og 600 kw. Þetta verður öflugasta hleðslustöð landsins til þessa með hraðari hleðslu en þær sem fyrir eru. Hleðslustöð þessi er hönnuð af starfsmönnum YES-EU AS í Noregi og á Íslandi og sérstaklega hugsuð sem blandaða notkun á köldum svæðum. Hægt er að forgangsraða hleðslum og stýra raforkunni með hugbúnaði til að nýta orkuna sem best. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo á að reisa á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar stóra hleðslustöð fyrir stóra og smá bíla en þangað verða allir velkomnir með farartækin sín, sem ganga fyrir rafmagni. „Já, við ætlum að gera gríðarlega stórt verkefni þar en þar getum við hlaðið allt að 28 til 30 bíla með öflugri hleðslu opið öllum. Þetta er það sem vantar og þetta er það sem okkur vantar svo víða tl að geta notað svona bíl með góðu móti,“ segir Tyrfingur. Markmið GTS er að sýna fram á að rafmagnsvæðing er raunhæfur kostur fyrir hópferðafyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið stefnir á að vera leiðandi í orkuskiptum hér á landi í hópferðarekstri enda leggur fyrirtækið áherslu á græna orku, minnka mengun og umhverfisvænan rekstur. Svona mun nýja hleðslusvæði GTS líta út.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigurður Ingi stóð sig vel þegar hann var að prófa rútuna eða hvað? „Já, já, hann stóð sig virkilega vel. Við ættum að ráða hann, sem bílstjóra þegar hann er hættur í ráðherrastólnum," segir Tyrfingur kampakátur með ráðherrann og nýju rútuna. Tyrfingur og Sigurður Ingi rétt áður en hann keyrði af stað á rútunni. Fyrirtækið hefur einnig fest kaup á fleiri minni rafmangsrútum, frá 20-35 farþega sem verða afhentar á næstu mánuðum en fyrir á GTS ehf einn rafmangsvagn sem kom til landsins 2015 og hefur verið nýttur í blönduð verkefni. Markmið GTS ehf er að verða áfram leiðandi í umhverfismálum og stefna félagsins er að rafmagnsvæða flotann á næstu 5 árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða GTS
Árborg Hleðslustöðvar Vistvænir bílar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira