Alfreð í „skammarkróknum“ en Freyr er með plan A, B og C til reiðu Aron Guðmundsson skrifar 29. maí 2023 10:59 Nykobing FC vs Lyngby Boldklub - Danish Nordicbet Liga NYKOBING, DENMARK - MAY 23: Freyr Alexandersson, head coach of Lyngby Boldklub during the Danish Nordicbet Liga match between Nykobing FC and Lyngby Boldklub at Lolland Banks Park on May 23, 2022 in Nykbing, Denmark. (Photo by Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images) Alfreð Finnbogason verður fjarri góðu gamni í dag er hann tekur út leikbann í gífurlega mikilvægum leik Lyngby gegn AaB. Sævar Atli Magnússon snýr hins vegar aftur í lið Lyngby og Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins segist vera klár með plan A, B og C. Það er alveg ljóst að barist verður til síðasta blóðdropa í viðureign Lyngby gegn AaB í dönsku úrvalsdeildinni á eftir. Liðin eru bæði bullandi fallbaráttu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Lyngby situr í neðsta sæti deildarinnar með 24 stig en getur með sigri í dag jafnað AaB, sem situr í síðasta örugga sæti deildarinnar með 27 stig, að stigum. Á heimasíðu Lyngby var leikmannahópur liðsins opinberaður fyrir leik dagsins sem hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma. Þar segir að Alfreð Finnbogason sé í „skammarkróknum“ en hann tekur út leikbann eftir að hafa verið rekinn af velli í síðasta leik Lyngby. Alfreð Finnbogason í leik með LyngbyVísir/Getty Hins vegar eru einnig góðar fréttir fyrir Lyngby. Þær felast í því að Sævar Atli Magnússon hefur tekið út sitt leikbann og er hann í byrjunarliði Lyngby gegn AaB auk Kolbeins Finnssonar. „Úrslitaleikir helgi eftir helgi“ Lyngby er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og á enn séns á að halda sæti sínu í henni. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins að andrúmsloftið sé það sama og fyrir ári síðan þegar að félagið tryggði sig upp í dönsku úrvalsdeildina. „Það eru bara úrslitaleikir helgi eftir helgi og það er eitthvað sem við tökum fagnandi,“ segir Freyr. „Það er í þannig umhverfi sem fólk sýnir sitt besta. Auðvitað eru þetta erfiðar aðstæður en við verðum að muna eftir því fyrir hverju við erum að berjast.“ Freyr er viðbúinn öllu í leik dagsins. „Við viljum enda þetta á góðu nótunum hér á heimavelli og ég er afskaplega stoltur af því að okkur hefur tekist að búa til heimavöll sem andstæðingar okkar hlakka ekki til að spila á. Úr leiik Lyngby á tímabilinuVísir/Getty Það hefur hentað okkur að byrja leikina af miklum krafti, sér í lagi á heimavelli, og auðvitað er það möguleiki hjá okkur í dag. Andstæðingur okkar er hins vegar sterkur en þetta veltur allt á því hvernig leikurinn þróast. Ég er klár með plan A, B og C. Sama hvað gerist þá bara verðum við að sækja þrjú stig.“ Danski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira
Það er alveg ljóst að barist verður til síðasta blóðdropa í viðureign Lyngby gegn AaB í dönsku úrvalsdeildinni á eftir. Liðin eru bæði bullandi fallbaráttu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Lyngby situr í neðsta sæti deildarinnar með 24 stig en getur með sigri í dag jafnað AaB, sem situr í síðasta örugga sæti deildarinnar með 27 stig, að stigum. Á heimasíðu Lyngby var leikmannahópur liðsins opinberaður fyrir leik dagsins sem hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma. Þar segir að Alfreð Finnbogason sé í „skammarkróknum“ en hann tekur út leikbann eftir að hafa verið rekinn af velli í síðasta leik Lyngby. Alfreð Finnbogason í leik með LyngbyVísir/Getty Hins vegar eru einnig góðar fréttir fyrir Lyngby. Þær felast í því að Sævar Atli Magnússon hefur tekið út sitt leikbann og er hann í byrjunarliði Lyngby gegn AaB auk Kolbeins Finnssonar. „Úrslitaleikir helgi eftir helgi“ Lyngby er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og á enn séns á að halda sæti sínu í henni. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins að andrúmsloftið sé það sama og fyrir ári síðan þegar að félagið tryggði sig upp í dönsku úrvalsdeildina. „Það eru bara úrslitaleikir helgi eftir helgi og það er eitthvað sem við tökum fagnandi,“ segir Freyr. „Það er í þannig umhverfi sem fólk sýnir sitt besta. Auðvitað eru þetta erfiðar aðstæður en við verðum að muna eftir því fyrir hverju við erum að berjast.“ Freyr er viðbúinn öllu í leik dagsins. „Við viljum enda þetta á góðu nótunum hér á heimavelli og ég er afskaplega stoltur af því að okkur hefur tekist að búa til heimavöll sem andstæðingar okkar hlakka ekki til að spila á. Úr leiik Lyngby á tímabilinuVísir/Getty Það hefur hentað okkur að byrja leikina af miklum krafti, sér í lagi á heimavelli, og auðvitað er það möguleiki hjá okkur í dag. Andstæðingur okkar er hins vegar sterkur en þetta veltur allt á því hvernig leikurinn þróast. Ég er klár með plan A, B og C. Sama hvað gerist þá bara verðum við að sækja þrjú stig.“
Danski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira