Jakob Snær: Vonandi byrjunin á því sem við ætlum að sýna í sumar Árni Gísli Magnússon skrifar 29. maí 2023 19:01 Jakob Snær Árnason var hetja KA þegar hann skoraði tvö mörk í blálokin gegn Fram. Vísir/Hulda Margrét Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, kom inn á sem varamaður í 4-2 sigri gegn Fram á Greifavellinum á Akureyri í dag. Staðan var 2-2 á 85. mínútu en þá skoraði Jakob þegar boltinn fór af honum og í markið eftir skot frá Þorra Mar Þórissyni. Hann innsiglaði svo sigur KA með marki í uppbótartíma eftir skyndisókn. „Fyrst og fremst jákvætt að koma okkar aftur á sigurbraut. Það er búið að vera pínu þungt yfir okkur þannig það vantaði einhvern smá neista sem ég vona að við höfum kveikt hérna í dag. Gott að komast aftur á sigurbraut bara.” Fyrir leikinn í dag hafði KA tapað þremur síðustu leikjum sínum gegn Val, Breiðablik og Víkingi með markatölunni 10-0. Hefur verið þungt yfir hópnum eða hafa menn reynt að horfa á það jákvæða? „Að sjálfsögðu reynum við að horfa á þetta með jákvæðum augum, þetta eru sterk lið sem við erum að mæta en við við viljum að sjálfsögðu vinna þau líka. Gekk ekki alveg núna en það er bara annað hvort að leggjast niður og grenja eða standa í lappirnar og koma út með kassann í næsta leik. Þó þetta hafi ekki verið besta frammistaðan heilt á litið þá fannst mér vera smá neisti í að vinna fyrir hvorn annan og við komum svona sterkir til baka.” Jakob kom heldur betur inn á með krafti og tryggði KA sigurinn með tveimur mörkum seint í leiknum. „Þegar maður er með góða liðsfélaga sem að gefa manni mörk þá tekur maður þau, ég tek öllum mörkum, og bara gaman að geta klárað þetta fyrir okkur en fyrst og fremst held ég að það hafi verið mikilvægt fyrir okkur að komast á sigurbraut, hitt var bónus. Það má samt ekki staldra of lengi við þetta því við vitum að það er stutt í hinn endann líka þannig þetta er bara vonandi byrjunin á því sem við ætlum að sýna í sumar.” Fyrra markið hjá Jakobi kemur eftir að Þorri Mar á fast skot í átt að marki sem breytir um stefnu af Jakobi. Var hann að reyna stýra boltanum eða kom hann óvænt utan í hann? „Ég er að hlaupa inn og boltinn kemur svona, mig grunar að markmaðurinn sé svona pínu að lesa skotið. Þannig ég er svona að reyna aðeins að setja löppina í þetta en það má ekki vera mikið og mátti alls ekki vera meira því þá hefði hann farið fram hjá en bara sætt að sjá hann inni,” sagði Jakob Snær að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
„Fyrst og fremst jákvætt að koma okkar aftur á sigurbraut. Það er búið að vera pínu þungt yfir okkur þannig það vantaði einhvern smá neista sem ég vona að við höfum kveikt hérna í dag. Gott að komast aftur á sigurbraut bara.” Fyrir leikinn í dag hafði KA tapað þremur síðustu leikjum sínum gegn Val, Breiðablik og Víkingi með markatölunni 10-0. Hefur verið þungt yfir hópnum eða hafa menn reynt að horfa á það jákvæða? „Að sjálfsögðu reynum við að horfa á þetta með jákvæðum augum, þetta eru sterk lið sem við erum að mæta en við við viljum að sjálfsögðu vinna þau líka. Gekk ekki alveg núna en það er bara annað hvort að leggjast niður og grenja eða standa í lappirnar og koma út með kassann í næsta leik. Þó þetta hafi ekki verið besta frammistaðan heilt á litið þá fannst mér vera smá neisti í að vinna fyrir hvorn annan og við komum svona sterkir til baka.” Jakob kom heldur betur inn á með krafti og tryggði KA sigurinn með tveimur mörkum seint í leiknum. „Þegar maður er með góða liðsfélaga sem að gefa manni mörk þá tekur maður þau, ég tek öllum mörkum, og bara gaman að geta klárað þetta fyrir okkur en fyrst og fremst held ég að það hafi verið mikilvægt fyrir okkur að komast á sigurbraut, hitt var bónus. Það má samt ekki staldra of lengi við þetta því við vitum að það er stutt í hinn endann líka þannig þetta er bara vonandi byrjunin á því sem við ætlum að sýna í sumar.” Fyrra markið hjá Jakobi kemur eftir að Þorri Mar á fast skot í átt að marki sem breytir um stefnu af Jakobi. Var hann að reyna stýra boltanum eða kom hann óvænt utan í hann? „Ég er að hlaupa inn og boltinn kemur svona, mig grunar að markmaðurinn sé svona pínu að lesa skotið. Þannig ég er svona að reyna aðeins að setja löppina í þetta en það má ekki vera mikið og mátti alls ekki vera meira því þá hefði hann farið fram hjá en bara sætt að sjá hann inni,” sagði Jakob Snær að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira