Fékk Katrínu Tönju til að gráta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 08:31 Þessi frábæra frammistaða um helgina skiptin Katrínu Tönju Davíðsdóttur miklu máli eins og sjá mátti í viðtalinu. Skjámynd/@talkingelitefitness Katrín Tanja Davíðsdóttir stimplaði sig aftur í hóp þeirra bestu í CrossFit íþróttinni með frábærri frammistöðu sinni á undanúrslitamóti Vesturhluta Norður-Ameríku. Katrín Tanja átti frábæra helgi og tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit með sannfærandi hætti. Hún endaði í öðru sæti á mjög sterku móti. Katrín missti af heimsleikunum í fyrra í fyrsta sinn í mjög langan tíma og þurfti að sanna fyrir öllum að hún væri enn í hópi þeirra bestu. Það gerði hún heldur betur. Eftir keppnina fór Katrín í viðtal hjá Talking Elite Fitness og þar fór ekkert á milli mála hvað þetta skipti hana miklu máli. Spyrillinn nefndi það að Katrín hafi verið að tala sjálf um að leita uppi galdrana aftur og vildi fá að vita hvort Katrín hafi fundið aftur þá tilfinningu þegar hún kom í mark í lokagreininni og heimsleikasætið var í höfn. „Þú færð mig til að gráta því það var virkilega þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í byrjun viðtalsins við Talking Elite Fitness og þurrkaði tárin úr augunum. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að keppa og mér finnst ég hafa verið í basli í mörg ár. Ég hef verið vonsvikin með mig sjálfa og hef ekki verið að njóta þess að keppa. Mér finnst ég ekki hafa verið að ná mínu besta fram í keppnum,“ sagði Katrín Tanja. „Þetta er mjög erfitt sport og ég legg of mikið á mig til að verða svo vonsvikin í lok tímabilsins. Loksins var gaman hjá mér aftur og ég er stolt af sjálfri mér. Ég elska svo að keppa og ég er því þakklát fyrir það,“ sagði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) CrossFit Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Sjá meira
Katrín Tanja átti frábæra helgi og tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit með sannfærandi hætti. Hún endaði í öðru sæti á mjög sterku móti. Katrín missti af heimsleikunum í fyrra í fyrsta sinn í mjög langan tíma og þurfti að sanna fyrir öllum að hún væri enn í hópi þeirra bestu. Það gerði hún heldur betur. Eftir keppnina fór Katrín í viðtal hjá Talking Elite Fitness og þar fór ekkert á milli mála hvað þetta skipti hana miklu máli. Spyrillinn nefndi það að Katrín hafi verið að tala sjálf um að leita uppi galdrana aftur og vildi fá að vita hvort Katrín hafi fundið aftur þá tilfinningu þegar hún kom í mark í lokagreininni og heimsleikasætið var í höfn. „Þú færð mig til að gráta því það var virkilega þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í byrjun viðtalsins við Talking Elite Fitness og þurrkaði tárin úr augunum. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að keppa og mér finnst ég hafa verið í basli í mörg ár. Ég hef verið vonsvikin með mig sjálfa og hef ekki verið að njóta þess að keppa. Mér finnst ég ekki hafa verið að ná mínu besta fram í keppnum,“ sagði Katrín Tanja. „Þetta er mjög erfitt sport og ég legg of mikið á mig til að verða svo vonsvikin í lok tímabilsins. Loksins var gaman hjá mér aftur og ég er stolt af sjálfri mér. Ég elska svo að keppa og ég er því þakklát fyrir það,“ sagði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness)
CrossFit Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Sjá meira