Vill strangara eftirlit með úkraínsku kjöti vegna sýklalyfjaónæmra baktería Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2023 11:25 Talsvert meiri sýklalyf eru notuð í úkraínskum landbúnaði en annars staðar í álfunni. Getty Bráðabirgðaákvæði sem heimilar tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu rennur út í lok morgundagsins. Læknir segir að þó innflutningurinn hafi mikil áhrif á íslenskan markað megi ekki gleyma lýðheilsusjónarmiðum. Bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti. Alþingi samþykkti bráðabirgðaákvæði um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags- og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir nefndina ekki hafa rætt endurnýjun ákvæðisins en það muni líklega koma til kasta nefndarinnar á fundi hennar á fimmtudag. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru flutt inn rúm 200 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti og hafa bændur meðal annars gagnrýnt innflutninginn vegna áhrifa á sölu íslensks kjúklings. Vilhjálmur Arason heimilislæknir, sem er með doktorsgráðu í rannsóknum um fjölónæmar bakteríur og dreifingu á Íslandi, segir lýðheilsu landsmanna ekki mega gleymast í þessari umræðu. „Það sem blasir við mér og frá upphafi fyrir fjórum árum, þegar innflutningur kjöts var gerður frjáls með EES samningi, var þessi áhætta að við færum að fá þessar fjölónæmu bakteríur sem koma óhjákvæmilega með kjöti. Það eru svokallaðar súnubakteríur, sameiginlegar bakteríur með dýrum og mönnum, sem berast með sláturkjöti,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Arason heimilislæknir er með doktorsgráðu í rannsóknum um fjölónæmar bakteríur og dreifingu á Íslandi.Vísir Slíkar bakteríur séu mikið vandamál víða erlendis en Íslendingar hafi hingað til, með lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði, ekki glímt við það. Þá séu þær sérstakt vandamál í Úkraínu, þar sem nær-alónæmar bakteríur finnast í meira magni en annars staðar í álfunni. „Smám saman eru þessar bakteríur að blandast inn í íslenska flóru, bæði dýra- og mannaflóru. Þegar þær valda sýkingum er það stórmál er það stórmál því venjuleg sýklalyf virka oftast ekki og stundum engin sýklalyf. Þannig er íslenskri sérstöðu fórnað fyrir viðskiptahagsmuni og reglugerðir.“ Súnubakteríur séu algengustu sára- og sýklabakteríur mannsins en geta líka lifað með dýrum. „Þetta eru flórubakteríur sem lifa lengi í görnum okkar og jafnvel stundum í öndunarvegi og húð. Síðan einn góðan veðurdag þegar við fáum sár eða sýkjumst, eins og þvagfærasýking, getur sú sýking verið ómeðhöndlanleg. Þetta er áhættan. Til dæmis í Úkraínu, þar sem þetta hlutfall hefur verið hvað hæst, eru 20-40 prósent af blóðeitrunum og heilahimnubólgum með bakteríum sem eru algjörlega ónæmar fyrir lang flestum sýklalyfjum. Það segir sig sjálft að við erum að taka gríðarlega áhættu,“ segir Vilhjálmur. Engar ráðstafanir hafi verið gerðar til að fylgjast með sýklalyfjaónæmi þessara baktería. „Það þarf að vera strangt eftirlit með þessum bakteríum sem er verið að flytja inn til landsins. Í besta falli er þetta hlutfall lágt en ég held að við verðum að vita hvaða áhættu við erum að taka. Burt séð frá því að við viljum frjálsan innflutning fyrir flestar vörur en við viljum ekki fórna lýðheilsu.“ Skattar og tollar Alþingi Heilbrigðismál Úkraína Landbúnaður Tengdar fréttir Bognar Bjarni undan hagsmunaþrýstingi? Eftir sex daga, hinn 31. maí, fellur úr gildi bráðabirgðaákvæði í tollalögum, sem fellir niður tolla af öllum vörum frá Úkraínu. Ákvæðið var sett í lög í fyrravor, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem flutti frumvarp um málið. 25. maí 2023 16:31 Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. 25. maí 2023 14:17 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Alþingi samþykkti bráðabirgðaákvæði um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags- og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir nefndina ekki hafa rætt endurnýjun ákvæðisins en það muni líklega koma til kasta nefndarinnar á fundi hennar á fimmtudag. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru flutt inn rúm 200 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti og hafa bændur meðal annars gagnrýnt innflutninginn vegna áhrifa á sölu íslensks kjúklings. Vilhjálmur Arason heimilislæknir, sem er með doktorsgráðu í rannsóknum um fjölónæmar bakteríur og dreifingu á Íslandi, segir lýðheilsu landsmanna ekki mega gleymast í þessari umræðu. „Það sem blasir við mér og frá upphafi fyrir fjórum árum, þegar innflutningur kjöts var gerður frjáls með EES samningi, var þessi áhætta að við færum að fá þessar fjölónæmu bakteríur sem koma óhjákvæmilega með kjöti. Það eru svokallaðar súnubakteríur, sameiginlegar bakteríur með dýrum og mönnum, sem berast með sláturkjöti,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Arason heimilislæknir er með doktorsgráðu í rannsóknum um fjölónæmar bakteríur og dreifingu á Íslandi.Vísir Slíkar bakteríur séu mikið vandamál víða erlendis en Íslendingar hafi hingað til, með lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði, ekki glímt við það. Þá séu þær sérstakt vandamál í Úkraínu, þar sem nær-alónæmar bakteríur finnast í meira magni en annars staðar í álfunni. „Smám saman eru þessar bakteríur að blandast inn í íslenska flóru, bæði dýra- og mannaflóru. Þegar þær valda sýkingum er það stórmál er það stórmál því venjuleg sýklalyf virka oftast ekki og stundum engin sýklalyf. Þannig er íslenskri sérstöðu fórnað fyrir viðskiptahagsmuni og reglugerðir.“ Súnubakteríur séu algengustu sára- og sýklabakteríur mannsins en geta líka lifað með dýrum. „Þetta eru flórubakteríur sem lifa lengi í görnum okkar og jafnvel stundum í öndunarvegi og húð. Síðan einn góðan veðurdag þegar við fáum sár eða sýkjumst, eins og þvagfærasýking, getur sú sýking verið ómeðhöndlanleg. Þetta er áhættan. Til dæmis í Úkraínu, þar sem þetta hlutfall hefur verið hvað hæst, eru 20-40 prósent af blóðeitrunum og heilahimnubólgum með bakteríum sem eru algjörlega ónæmar fyrir lang flestum sýklalyfjum. Það segir sig sjálft að við erum að taka gríðarlega áhættu,“ segir Vilhjálmur. Engar ráðstafanir hafi verið gerðar til að fylgjast með sýklalyfjaónæmi þessara baktería. „Það þarf að vera strangt eftirlit með þessum bakteríum sem er verið að flytja inn til landsins. Í besta falli er þetta hlutfall lágt en ég held að við verðum að vita hvaða áhættu við erum að taka. Burt séð frá því að við viljum frjálsan innflutning fyrir flestar vörur en við viljum ekki fórna lýðheilsu.“
Skattar og tollar Alþingi Heilbrigðismál Úkraína Landbúnaður Tengdar fréttir Bognar Bjarni undan hagsmunaþrýstingi? Eftir sex daga, hinn 31. maí, fellur úr gildi bráðabirgðaákvæði í tollalögum, sem fellir niður tolla af öllum vörum frá Úkraínu. Ákvæðið var sett í lög í fyrravor, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem flutti frumvarp um málið. 25. maí 2023 16:31 Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. 25. maí 2023 14:17 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Bognar Bjarni undan hagsmunaþrýstingi? Eftir sex daga, hinn 31. maí, fellur úr gildi bráðabirgðaákvæði í tollalögum, sem fellir niður tolla af öllum vörum frá Úkraínu. Ákvæðið var sett í lög í fyrravor, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem flutti frumvarp um málið. 25. maí 2023 16:31
Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13
Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. 25. maí 2023 14:17
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent