Keyptu sér erlenda atvinnumenn sem mæta Íslandi á Smáþjóðaleikunum Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2023 15:01 Sól Kristínardóttir Mixa, Magnús Gauti Úlfarsson, Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodriguez mynda landslið Íslands í borðtennis á Smáþjóðaleikunum á Möltu, sem keppa þarf við atvinnumannalið heimamanna. Instagram/@bordtennissambandislands Maltverskur borðtennismaður segir Möltu tefla fram aðkeyptum atvinnumönnum, með engin tengsl við þjóðina, í keppninni við Ísland og aðrar þjóðir á Smáþjóðaleikunum sem hafnir eru á Möltu. Leikarnir voru settir í gærkvöld og voru sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og skotíþróttakonan Jórunn Harðardóttir fánaberar Íslands á setningarathöfninni. Alls keppa um 1.000 keppendur frá níu löndum á leikunum, í tíu ólíkum íþróttagreinum fram á laugardag. Þar á meðal eru borðtennisspilarar og Maltverjinn Andrew Gambina ómyrkur í máli á Facebook þar sem hann lýsir vonbrigðum sínum yfir því að hafa ekki verið valinn í landslið Möltu, vegna þess að erlendir atvinnumenn hafi verið fengnir í staðinn. Í borðtennislandsliði Möltu eru nefnilega tveir karlar og tvær konur sem Gambina segir ekki hafa nein tengsl við Möltu. Þetta eru þau Felix Wetzel frá Þýskalandi, Dmitrj Prokopcov frá Úkraínu sem einnig hefur keppt fyrir Tékkland, Camelia Iacob frá Rúmeníu, og Renata Strbikova frá Tékklandi. Mæta bara á leikana og fara heim með væna summu „Útlendingarnir sem spila fyrir Möltu hafa engin tengsl við eyjuna, mæta bara á leikana, vá væna summu í vasann, fara síðan í burtu og leggja 0% að mörkum til Möltu og þróunar borðtennis hér,“ skrifar Gambina og heldur áfram: „Algeng rök MOC (ólympíusamband Möltu) og Sport Malta eru þau að allir geri þetta (kaupi útlendinga til að spila fyrir sína þjóð) og þess vegna eigum við að gera það. Þetta er bara ósatt. Það gera þetta ekki allir. Útlendingarnir sem spila fyrir aðrar þjóðir hafa annað hvort búið lengi í þeim löndum eða eiga fjölskyldutengsl við þessi lönd. Hvorugt á við um útlendingana sem við höfum fengið. Önnur rök sem ég hef heyrt eru þau að með því að vinna verðlaun þá fái borðtennissamband Möltu meira fé frá íþróttamálayfirvöldum. Ef að kerfið virkar svona þá er það alveg ruglað. Til að vinna verðlaun (án þess að kaupa þau eins og við erum að gera á þessum leikum) þá þarf maður að fjárfesta í yngri flokkum og fylgja þessum íþróttamönnum í gegnum súrt og sætt. Það er langtímafjárfesting og hún tryggir ekki árangur en hún gefur okkur Maltverjum tækifæri til að vera stolt af okkar árangri.“ Landslið Íslands í borðtennis hóf keppni í dag en liðið skipa þau Sól Kristínardóttir Mixa, Magnús Gauti Úlfarsson, Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodriguez. Keppt verður í liðakeppni í dag og á morgun, tvíliðaleik á fimmtudag og loks einliðaleik á föstudag og laugardag. Borðtennis Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
Leikarnir voru settir í gærkvöld og voru sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og skotíþróttakonan Jórunn Harðardóttir fánaberar Íslands á setningarathöfninni. Alls keppa um 1.000 keppendur frá níu löndum á leikunum, í tíu ólíkum íþróttagreinum fram á laugardag. Þar á meðal eru borðtennisspilarar og Maltverjinn Andrew Gambina ómyrkur í máli á Facebook þar sem hann lýsir vonbrigðum sínum yfir því að hafa ekki verið valinn í landslið Möltu, vegna þess að erlendir atvinnumenn hafi verið fengnir í staðinn. Í borðtennislandsliði Möltu eru nefnilega tveir karlar og tvær konur sem Gambina segir ekki hafa nein tengsl við Möltu. Þetta eru þau Felix Wetzel frá Þýskalandi, Dmitrj Prokopcov frá Úkraínu sem einnig hefur keppt fyrir Tékkland, Camelia Iacob frá Rúmeníu, og Renata Strbikova frá Tékklandi. Mæta bara á leikana og fara heim með væna summu „Útlendingarnir sem spila fyrir Möltu hafa engin tengsl við eyjuna, mæta bara á leikana, vá væna summu í vasann, fara síðan í burtu og leggja 0% að mörkum til Möltu og þróunar borðtennis hér,“ skrifar Gambina og heldur áfram: „Algeng rök MOC (ólympíusamband Möltu) og Sport Malta eru þau að allir geri þetta (kaupi útlendinga til að spila fyrir sína þjóð) og þess vegna eigum við að gera það. Þetta er bara ósatt. Það gera þetta ekki allir. Útlendingarnir sem spila fyrir aðrar þjóðir hafa annað hvort búið lengi í þeim löndum eða eiga fjölskyldutengsl við þessi lönd. Hvorugt á við um útlendingana sem við höfum fengið. Önnur rök sem ég hef heyrt eru þau að með því að vinna verðlaun þá fái borðtennissamband Möltu meira fé frá íþróttamálayfirvöldum. Ef að kerfið virkar svona þá er það alveg ruglað. Til að vinna verðlaun (án þess að kaupa þau eins og við erum að gera á þessum leikum) þá þarf maður að fjárfesta í yngri flokkum og fylgja þessum íþróttamönnum í gegnum súrt og sætt. Það er langtímafjárfesting og hún tryggir ekki árangur en hún gefur okkur Maltverjum tækifæri til að vera stolt af okkar árangri.“ Landslið Íslands í borðtennis hóf keppni í dag en liðið skipa þau Sól Kristínardóttir Mixa, Magnús Gauti Úlfarsson, Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodriguez. Keppt verður í liðakeppni í dag og á morgun, tvíliðaleik á fimmtudag og loks einliðaleik á föstudag og laugardag.
Borðtennis Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira