Rúnar Kára sjö mörkum frá meti Duranona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2023 12:30 Rúnar Kárason hefur skorað yfir níu mörk að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu til þessa. Haldi hann því þá mun hann slá markametið. Vísir/Anton Brink Rúnar Kárason er langmarkahæsti leikmaðurinn í úrslitaeinvíginu í Olís deild karla í handbolta en Eyjamaðurinn hefur skorað ellefu mörkum meira en næstu maður. Rúnar er kominn með 37 mörk í fyrstu fjórum leikjunum sem gera 9,3 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur aðeins skorað fimm markanna af vítalínunni. Rúnar skoraði mest þrettán mörk í leik og ellefu mörk í leik tvö. Hann skoraði sex mörk í fyrsta leiknum og sjö mörk í síðasta leik. Rúnar er þegar kominn í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn síðan að úrslitakeppnin var tekin upp árið 1992. Metið er í eigu Róberts Julians Duranona sem skoraði 44 mörk í úrslitaeinvígi KA á móti Val árið 1996. Duranona lék þá fjóra leiki og var því 11,0 mörk að meðaltali í leik. Hann skoraði 11 mörk eða meira í þremur af fjórum leikjum sínum en nítján af mörkum hans komu af vítalínunni. Rúnar er því sjö mörkum frá því að jafna met Duranona og átta mörkum frá því að eiga það einn hér eftir. Sigurbergur Sveinsson var nálægt því að jafna metið í úrslitaeinvíginu 2010 þegar hann skoraði 43 mörk í fimm leikjum. Sigurbergur skoraði sex mörk í oddaleiknum þar sem Haukarnir tryggðu sér titilinn. Valdimar Grímsson átti metið áður en Róbert Julian Duranona tók það af honum fyrir 27 árum síðan. Valdimar varð sá fyrsti til að skora yfir fjörutíu mörk í einu úrslitaeinvígi með KA á móti Val í úrslitaeinvíginu árið 1995. Hér fyrir neðan má sjá þá sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi. Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun frá Eyjum hefst klukkan 18.00 og það verður mikið um dýrðir enda verður húsið troðfullt og mikill áhugi á leiknum. Flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitlinn í handbolta karla: 44 - Róbert Julian Duranona, KA 1996 43 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2010 42 - Valdimar Grímsson, KA 1995 39 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2002 39 - Adam Haukur Baumruk, Haukum 2016 38 - Róbert Julian Duranona, KA 1997 37 - Rúnar Kárason, ÍBV 2023 36 - Mikk Pinnonen, Aftureldingu 2016 35 - Arnór Þór Gunnarsson, Val 2010 34 - Guðjón Valur Sigurðsson, KA 2001 34 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2014 34 - Hákon Daði Styrmisson, Haukum 2016 33 - Sigurður Valur Sveinsson, Selfossi 1992 33 - Valdimar Grímsson, Val 1993 33 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2001 33 - Agnar Smári Jónsson, ÍBV 2014 Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Rúnar er kominn með 37 mörk í fyrstu fjórum leikjunum sem gera 9,3 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur aðeins skorað fimm markanna af vítalínunni. Rúnar skoraði mest þrettán mörk í leik og ellefu mörk í leik tvö. Hann skoraði sex mörk í fyrsta leiknum og sjö mörk í síðasta leik. Rúnar er þegar kominn í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn síðan að úrslitakeppnin var tekin upp árið 1992. Metið er í eigu Róberts Julians Duranona sem skoraði 44 mörk í úrslitaeinvígi KA á móti Val árið 1996. Duranona lék þá fjóra leiki og var því 11,0 mörk að meðaltali í leik. Hann skoraði 11 mörk eða meira í þremur af fjórum leikjum sínum en nítján af mörkum hans komu af vítalínunni. Rúnar er því sjö mörkum frá því að jafna met Duranona og átta mörkum frá því að eiga það einn hér eftir. Sigurbergur Sveinsson var nálægt því að jafna metið í úrslitaeinvíginu 2010 þegar hann skoraði 43 mörk í fimm leikjum. Sigurbergur skoraði sex mörk í oddaleiknum þar sem Haukarnir tryggðu sér titilinn. Valdimar Grímsson átti metið áður en Róbert Julian Duranona tók það af honum fyrir 27 árum síðan. Valdimar varð sá fyrsti til að skora yfir fjörutíu mörk í einu úrslitaeinvígi með KA á móti Val í úrslitaeinvíginu árið 1995. Hér fyrir neðan má sjá þá sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi. Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun frá Eyjum hefst klukkan 18.00 og það verður mikið um dýrðir enda verður húsið troðfullt og mikill áhugi á leiknum. Flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitlinn í handbolta karla: 44 - Róbert Julian Duranona, KA 1996 43 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2010 42 - Valdimar Grímsson, KA 1995 39 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2002 39 - Adam Haukur Baumruk, Haukum 2016 38 - Róbert Julian Duranona, KA 1997 37 - Rúnar Kárason, ÍBV 2023 36 - Mikk Pinnonen, Aftureldingu 2016 35 - Arnór Þór Gunnarsson, Val 2010 34 - Guðjón Valur Sigurðsson, KA 2001 34 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2014 34 - Hákon Daði Styrmisson, Haukum 2016 33 - Sigurður Valur Sveinsson, Selfossi 1992 33 - Valdimar Grímsson, Val 1993 33 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2001 33 - Agnar Smári Jónsson, ÍBV 2014
Flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitlinn í handbolta karla: 44 - Róbert Julian Duranona, KA 1996 43 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2010 42 - Valdimar Grímsson, KA 1995 39 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2002 39 - Adam Haukur Baumruk, Haukum 2016 38 - Róbert Julian Duranona, KA 1997 37 - Rúnar Kárason, ÍBV 2023 36 - Mikk Pinnonen, Aftureldingu 2016 35 - Arnór Þór Gunnarsson, Val 2010 34 - Guðjón Valur Sigurðsson, KA 2001 34 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2014 34 - Hákon Daði Styrmisson, Haukum 2016 33 - Sigurður Valur Sveinsson, Selfossi 1992 33 - Valdimar Grímsson, Val 1993 33 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2001 33 - Agnar Smári Jónsson, ÍBV 2014
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni