Spyr út í veru vopnaðra erlendra lögregluþjóna hér á landi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2023 15:22 Gríðarlegur viðbúnaður var í miðborginni vegna leiðtogafundarins. Umboðsmaður spyr nú út í veru erlendra vopnaðra lögregluþjóna hér á landi. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá dómsmálaráðherra um veru vopnaðra og einkennisklæddra erlendra lögreglumanna, sem voru hér á landi í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins. Leiðtogafundur Evrópuráðsins, sem fór fram um miðjan maí, fór framhjá fæstum. Aðallega vegna mikils viðbúnaðar lögreglu í miðborginni. Leyniskytturbyrgi var komið fyrir á Hörpu og fjölmargir vopnaðir lögreglumenn voru á vaktinni, þar á meðal erlendir. Þá var stóraukið myndavélaeftirlit í borginni og ekki stendur til að myndavélarnar verði fjarlægðar. Á vef umboðsmanns segir að umboðsmaður hafi aflað sér frekari upplýsingar um fyrirkomulagið frá ríkislögreglustjóra. Það sé hins vegar tilefni til ákveðinna spurninga um hvernig ríkislögreglustjóri nýtir heimild sína til þess að taka á móti erlendum lögreglumönnum og fela þeim lögregluvald hér á landi. Vísað er til ákvæða stjórnarskrár og minnt á að forseti og önnur stjórnvöld fari með lögregluvald. Skorður séu á því að hvaða marki hægt sé að kveða á um framsal stjórnarskrábundinna valdheimilda til erlendra aðila, þótt í framkvæmd hafi verið litið svo á að slíkt sé ekki útilokað að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þegar litið sé til þessa og markmiða lagaheimildar ríkislögreglustjóra sé ekki hægt að leggja til grundvallar að hann hafi ótakmarkaða heimild að þessu leyti,“ seigr í bréfi umboðsmanns. Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, er af þessu tilefni spurður hvort hann hafi skoðað að setja nánari reglur um það hvenær og í hvaða tilgangi ríkislögreglustjóra sé heimilt að fela erlendum lögregluþjónum lögregluvald hér á landi. Einnig hvort ráðherra telji orðalag heimildarinnar of víðtækt þar sem ekki er hægt að útiloka að erlendum lögreglumönnum séu falin hvers kyns störf hér á landi, þar á meðal að krefjast samskipta við almenning. Loks spyr umboðsmaður hvort gengið hafi verið út frá því að erlendu lögreglumennirnigr hafi borið sömu lagaskyldur og íslenskir og hvort gengið hafi verið út frá því að þeir féllu undir starfssvið nefndar um eftirlit með lögreglu. Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Skotvopn Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Leiðtogafundur Evrópuráðsins, sem fór fram um miðjan maí, fór framhjá fæstum. Aðallega vegna mikils viðbúnaðar lögreglu í miðborginni. Leyniskytturbyrgi var komið fyrir á Hörpu og fjölmargir vopnaðir lögreglumenn voru á vaktinni, þar á meðal erlendir. Þá var stóraukið myndavélaeftirlit í borginni og ekki stendur til að myndavélarnar verði fjarlægðar. Á vef umboðsmanns segir að umboðsmaður hafi aflað sér frekari upplýsingar um fyrirkomulagið frá ríkislögreglustjóra. Það sé hins vegar tilefni til ákveðinna spurninga um hvernig ríkislögreglustjóri nýtir heimild sína til þess að taka á móti erlendum lögreglumönnum og fela þeim lögregluvald hér á landi. Vísað er til ákvæða stjórnarskrár og minnt á að forseti og önnur stjórnvöld fari með lögregluvald. Skorður séu á því að hvaða marki hægt sé að kveða á um framsal stjórnarskrábundinna valdheimilda til erlendra aðila, þótt í framkvæmd hafi verið litið svo á að slíkt sé ekki útilokað að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þegar litið sé til þessa og markmiða lagaheimildar ríkislögreglustjóra sé ekki hægt að leggja til grundvallar að hann hafi ótakmarkaða heimild að þessu leyti,“ seigr í bréfi umboðsmanns. Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, er af þessu tilefni spurður hvort hann hafi skoðað að setja nánari reglur um það hvenær og í hvaða tilgangi ríkislögreglustjóra sé heimilt að fela erlendum lögregluþjónum lögregluvald hér á landi. Einnig hvort ráðherra telji orðalag heimildarinnar of víðtækt þar sem ekki er hægt að útiloka að erlendum lögreglumönnum séu falin hvers kyns störf hér á landi, þar á meðal að krefjast samskipta við almenning. Loks spyr umboðsmaður hvort gengið hafi verið út frá því að erlendu lögreglumennirnigr hafi borið sömu lagaskyldur og íslenskir og hvort gengið hafi verið út frá því að þeir féllu undir starfssvið nefndar um eftirlit með lögreglu.
Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Skotvopn Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira