Vaknaðu! - Við þurfum að fræða ekki hræða Marín Þórsdóttir skrifar 31. maí 2023 16:30 Það var stórkostlegt að verða vitni að því þegar Harpa fylltist upp í rjáfur á neyðartónleikum Ellenar Kristjánsdóttur í Hörpu síðastliðinn mánudag. Setið var í hverju einasta sæti og það var áþreifanlegt hve mikil manngæska ríkti í salnum. Fólk var saman komið til að vekja þjóðina og ráðmenn af værum svefni, á landinu ríkir ópíóíðafaraldur og fólk lætur lífið. Aðgerða er þörf! Í gegnum tíðina hafa ýmsar aðferðir verið reyndar þegar kemur að forvörnum í fíkniefnamálum. Á áttunda og níunda áratugnum var háð stríð gegn fíkniefnum og á tíunda áratugnum var gerð metnaðarfull tilraun til að gera Ísland vímuefnalaust árið 2000. Slíkar áætlanir hafa ekki skilað árangri. Fólk neytir enn vímugjafa, sumir löglega og aðrir ólöglega. Boð og bönn í þessum málaflokki koma ekki í veg fyrir að fólk neyti vímugjafa og því þarf að breyta um takt þegar kemur að forvörum. Á tónleikunum í Hörpu var kynnunum, þeim Gunna Hilmars og Siggu Eyþórs, tíðrætt um mikilvægi þess að fræða fólk um rétta meðferð vímuefna í stað þess að hræða fólk frá notkun þeirra. Þessi nýja nálgun snýst um að fræða en ekki hræða! Þetta eru falleg skaðaminnkandi skilaboð og aðferð sem hefur sýnt að hún skilar betri árangri en boð og bönn. Það er ljóst að íslenska þjóðin er sammála þeim Gunna og Siggu, því í húsfylli Eldborgarsals ríkti samkennd, mannúð og virðing. Það voru ófáir sem tóku upp símann og styrktu starf okkar, keyptu boli og lögðu inn á reikning Rauða krossins. Þannig er okkur hjá Rauða krossinum gert kleift að halda skaðaminnkandi starfinu okkar áfram. Tónleikarnir í Hörpu marka tímamót þar sem íslenska þjóðin vaknaði af værum blundi. Við hér í Rauða krossinum erum full þakklætis. Við erum þakklát Ellen Kristjánsdóttur fyrir að hendast af stað í verkefni sem flestum myndi fallast hendur gagnvart, þakklát öllum þeim fjölda listamanna sem tóku þátt án þess að hugsa sig tvisvar um (þvílík dagskrá!), þakklát RÚV og starfsmönnum þess sem tóku þátt í þessu svo allir landsmenn gætu notið tónleikanna með okkur, þakklát starfsmönnum Hörpu sem gáfu tónleikunum þessa fallegu umgjörð og þakklát tæknimönnum, róturum og öllum þessum ósýnilegu störfum sem vinna þarf til að svona viðburður geti átt sér stað. Við erum einnig afar þakklát sjálfboðaliðum Rauða krossins, sem ávallt standa vaktina með okkur og gæta þess að borin sé virðing fyrir skjólstæðingum okkar og síðast en ekki síst erum við þakklát íslensku þjóðinni að vakna með okkur í Hörpu. Við skulum hætta að hræða og fara að fræða fólk um rétta meðferð vímuefna. Höfundur er Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Tónleikar á Íslandi Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Það var stórkostlegt að verða vitni að því þegar Harpa fylltist upp í rjáfur á neyðartónleikum Ellenar Kristjánsdóttur í Hörpu síðastliðinn mánudag. Setið var í hverju einasta sæti og það var áþreifanlegt hve mikil manngæska ríkti í salnum. Fólk var saman komið til að vekja þjóðina og ráðmenn af værum svefni, á landinu ríkir ópíóíðafaraldur og fólk lætur lífið. Aðgerða er þörf! Í gegnum tíðina hafa ýmsar aðferðir verið reyndar þegar kemur að forvörnum í fíkniefnamálum. Á áttunda og níunda áratugnum var háð stríð gegn fíkniefnum og á tíunda áratugnum var gerð metnaðarfull tilraun til að gera Ísland vímuefnalaust árið 2000. Slíkar áætlanir hafa ekki skilað árangri. Fólk neytir enn vímugjafa, sumir löglega og aðrir ólöglega. Boð og bönn í þessum málaflokki koma ekki í veg fyrir að fólk neyti vímugjafa og því þarf að breyta um takt þegar kemur að forvörum. Á tónleikunum í Hörpu var kynnunum, þeim Gunna Hilmars og Siggu Eyþórs, tíðrætt um mikilvægi þess að fræða fólk um rétta meðferð vímuefna í stað þess að hræða fólk frá notkun þeirra. Þessi nýja nálgun snýst um að fræða en ekki hræða! Þetta eru falleg skaðaminnkandi skilaboð og aðferð sem hefur sýnt að hún skilar betri árangri en boð og bönn. Það er ljóst að íslenska þjóðin er sammála þeim Gunna og Siggu, því í húsfylli Eldborgarsals ríkti samkennd, mannúð og virðing. Það voru ófáir sem tóku upp símann og styrktu starf okkar, keyptu boli og lögðu inn á reikning Rauða krossins. Þannig er okkur hjá Rauða krossinum gert kleift að halda skaðaminnkandi starfinu okkar áfram. Tónleikarnir í Hörpu marka tímamót þar sem íslenska þjóðin vaknaði af værum blundi. Við hér í Rauða krossinum erum full þakklætis. Við erum þakklát Ellen Kristjánsdóttur fyrir að hendast af stað í verkefni sem flestum myndi fallast hendur gagnvart, þakklát öllum þeim fjölda listamanna sem tóku þátt án þess að hugsa sig tvisvar um (þvílík dagskrá!), þakklát RÚV og starfsmönnum þess sem tóku þátt í þessu svo allir landsmenn gætu notið tónleikanna með okkur, þakklát starfsmönnum Hörpu sem gáfu tónleikunum þessa fallegu umgjörð og þakklát tæknimönnum, róturum og öllum þessum ósýnilegu störfum sem vinna þarf til að svona viðburður geti átt sér stað. Við erum einnig afar þakklát sjálfboðaliðum Rauða krossins, sem ávallt standa vaktina með okkur og gæta þess að borin sé virðing fyrir skjólstæðingum okkar og síðast en ekki síst erum við þakklát íslensku þjóðinni að vakna með okkur í Hörpu. Við skulum hætta að hræða og fara að fræða fólk um rétta meðferð vímuefna. Höfundur er Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun