Valur getur hefnt strax í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2023 16:03 Þróttarar hafa verið á góðri siglingu í sumar en eiga erfiðan leik fyrir höndum í kvöld. VÍSIR/VILHELM Það er skammt stórra högga á milli hjá Þrótti og Val en þessi tvö efstu lið Bestu deildar kvenna í fótbolta mætast í annað sinn á skömmum tíma í Laugardalnum í kvöld, þar sem Valskonur hafa harma að hefna. Sjötta umferð Bestu deildarinnar fer að mestu leyti fram í kvöld en einum leik var frestað fram á morgundag, leik Þórs/KA og FH á Akureyri. Stórleikur umferðarinnar er í Laugardal í kvöld þegar Þróttur tekur á móti Val en liðin tróna á toppi deildarinnar með 10 stig hvort, stigi fyrir ofan Breiðablik og Þór/KA. Liðin mættust einnig í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, í Laugardal, á laugardagskvöld og þar hafði Þróttur betur 2-1 þrátt fyrir að hafa lent undir í leiknum. Haley Berg kom Val yfir strax á fimmtu mínútu en Freyja Karín Þorvarðardóttir náði að jafna metin á 78. mínútu, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Freyja var einmitt gestur í upphitunarþætti fyrir umferðina, ásamt Fanneyju Ingu Birkisdóttur markverði Vals. Það var svo Sæunn Björnsdóttir sem skoraði sigurmarkið á 88. mínútu og kom Þrótti áfram í undanúrslitin. Sjötta umferð Bestu deildarinnar hefst fyrr en ella því fyrsti leikurinn, á milli ÍBV og Tindastóls, hefst núna klukkan 17. Leiknum var flýtt vegna oddaleiks ÍBV og Hauka sem einnig er í Eyjum í kvöld og hefst klukkan 19. Stjarnan freistar þess að svara fyrir sig með sigri á Keflavík, eftir óvænt tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki í síðustu umferð. Og á Selfossi mæta heimakonur Breiðabliki og freista þess að koma sér úr fallsæti. Að vanda eru allir leikir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sports. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
Sjötta umferð Bestu deildarinnar fer að mestu leyti fram í kvöld en einum leik var frestað fram á morgundag, leik Þórs/KA og FH á Akureyri. Stórleikur umferðarinnar er í Laugardal í kvöld þegar Þróttur tekur á móti Val en liðin tróna á toppi deildarinnar með 10 stig hvort, stigi fyrir ofan Breiðablik og Þór/KA. Liðin mættust einnig í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, í Laugardal, á laugardagskvöld og þar hafði Þróttur betur 2-1 þrátt fyrir að hafa lent undir í leiknum. Haley Berg kom Val yfir strax á fimmtu mínútu en Freyja Karín Þorvarðardóttir náði að jafna metin á 78. mínútu, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Freyja var einmitt gestur í upphitunarþætti fyrir umferðina, ásamt Fanneyju Ingu Birkisdóttur markverði Vals. Það var svo Sæunn Björnsdóttir sem skoraði sigurmarkið á 88. mínútu og kom Þrótti áfram í undanúrslitin. Sjötta umferð Bestu deildarinnar hefst fyrr en ella því fyrsti leikurinn, á milli ÍBV og Tindastóls, hefst núna klukkan 17. Leiknum var flýtt vegna oddaleiks ÍBV og Hauka sem einnig er í Eyjum í kvöld og hefst klukkan 19. Stjarnan freistar þess að svara fyrir sig með sigri á Keflavík, eftir óvænt tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki í síðustu umferð. Og á Selfossi mæta heimakonur Breiðabliki og freista þess að koma sér úr fallsæti. Að vanda eru allir leikir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sports. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira