Segir ákvörðunina alfarið hans eigin Ólafur Björn Sverrisson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 31. maí 2023 16:41 Aðalsteinn var skipaður ríkissáttasemjari í febrúar 2020 til fimm ára. vísir/Steingrímur Dúi „Eftir að hafa verið vakinn og sofinn yfir á þessu verkefni langar mig einfaldlega að breyta til,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sem lætur nú af embættinu. Tvö ár eru eftir af skipunartíma Aðalsteins en ákvörðunina segir hann alfarið hans eigin. „Undanfarin ár hafa verið mjög krefjandi, margar þungar og erfiðar kjaradeilur en okkur hefur alltaf tekist að ná lendingu þó leiðin þangað hafi stundum verið þyrnum stráð,“ segir Aðalsteinn í samtali við fréttastofu. Aðalsteinn lætur af embætti ríkissáttasemjara frá og með morgundeginum, 1. júní. Hann var skipaður í embættið í febrúar 2020 til fimm ára. Aðalsteinn lenti í miklum hremmingu með miðlunartillögu sína í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og beið lægri hlut fyrir dómi um rétt embættisins til að fá aðgang að félagatali stéttarfélagsins. Ástráður Haraldsson verður tímabundið settur í embættið frá og með 1. júní. Ekki vantrausti um að kenna Aðalsteinn segir að honum hafi alls ekki verið stillt upp við vegg. Hann segist stoltur af sínum verkum. „Núna þegar undirbúningur að næstu lotu er kominn á gott skrið fannst mér þetta vera skynsamlegur tímapunktur fyrir nýjan einstakling til að stíga inn og setjast við borðsendann.“ Í kjaradeilum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lýsti stéttarfélagið yfir vantrausti á hendur Aðalsteini vegna miðlunartillögu hans í viðræðunum. Spurður hvort hann hafi fundist hann ekki njóta trausts innan verkalýðshreyfingarinnar segir Aðalsteinn: „Þegar stigið er inn í erfiðar deilur þá sýnist sitt hverjum um þær ákvarðanir sem eru teknar og ég hef skilning á því. Hins vegar hefur alltaf tekist að finna lausn sem sátt er um, í góðu samstarfi við alla sem hingað hafa komið.“ Miðlunartillagan umtalaða hafi því ekki leitt til afsagnar hans en slíkar ákvarðanir orki ávallt tvímælis. Hann segist sannfærður um að þetta sé rétti tímapunkturinn til að stíga til hliðar. „Ég mun líka vera til staðar á næstu dögum til að tryggja að enginn bolti falli til jarðar, það er mikilvægt að það sé trygg samfella í þeirri þjónustu sem við veitum.“ Hvað ætlarðu að fara að gera? „Ég ætla fyrst í stað að hjálpa til hér, Ég er líka að vinna rannsókn á líðan, viðhorfum, skoðunum og uppflifun fólks sem situr í samninganefndum. Það eru sex hundruð manns um allt land sem taka að sér þetta erfiða og stundum vanþakkláta verkefni. Ég ætla að vinna skýrslu um það fyrir ráðuneytið og svo getur verið að ég taki að mér önnur tilfallandi verkefni fyrir ráðuneytið. Ég segir frá öðrum hugsunum mínum síðar.“ Viðtalið við Aðalstein má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Stjórnsýsla Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
„Undanfarin ár hafa verið mjög krefjandi, margar þungar og erfiðar kjaradeilur en okkur hefur alltaf tekist að ná lendingu þó leiðin þangað hafi stundum verið þyrnum stráð,“ segir Aðalsteinn í samtali við fréttastofu. Aðalsteinn lætur af embætti ríkissáttasemjara frá og með morgundeginum, 1. júní. Hann var skipaður í embættið í febrúar 2020 til fimm ára. Aðalsteinn lenti í miklum hremmingu með miðlunartillögu sína í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og beið lægri hlut fyrir dómi um rétt embættisins til að fá aðgang að félagatali stéttarfélagsins. Ástráður Haraldsson verður tímabundið settur í embættið frá og með 1. júní. Ekki vantrausti um að kenna Aðalsteinn segir að honum hafi alls ekki verið stillt upp við vegg. Hann segist stoltur af sínum verkum. „Núna þegar undirbúningur að næstu lotu er kominn á gott skrið fannst mér þetta vera skynsamlegur tímapunktur fyrir nýjan einstakling til að stíga inn og setjast við borðsendann.“ Í kjaradeilum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lýsti stéttarfélagið yfir vantrausti á hendur Aðalsteini vegna miðlunartillögu hans í viðræðunum. Spurður hvort hann hafi fundist hann ekki njóta trausts innan verkalýðshreyfingarinnar segir Aðalsteinn: „Þegar stigið er inn í erfiðar deilur þá sýnist sitt hverjum um þær ákvarðanir sem eru teknar og ég hef skilning á því. Hins vegar hefur alltaf tekist að finna lausn sem sátt er um, í góðu samstarfi við alla sem hingað hafa komið.“ Miðlunartillagan umtalaða hafi því ekki leitt til afsagnar hans en slíkar ákvarðanir orki ávallt tvímælis. Hann segist sannfærður um að þetta sé rétti tímapunkturinn til að stíga til hliðar. „Ég mun líka vera til staðar á næstu dögum til að tryggja að enginn bolti falli til jarðar, það er mikilvægt að það sé trygg samfella í þeirri þjónustu sem við veitum.“ Hvað ætlarðu að fara að gera? „Ég ætla fyrst í stað að hjálpa til hér, Ég er líka að vinna rannsókn á líðan, viðhorfum, skoðunum og uppflifun fólks sem situr í samninganefndum. Það eru sex hundruð manns um allt land sem taka að sér þetta erfiða og stundum vanþakkláta verkefni. Ég ætla að vinna skýrslu um það fyrir ráðuneytið og svo getur verið að ég taki að mér önnur tilfallandi verkefni fyrir ráðuneytið. Ég segir frá öðrum hugsunum mínum síðar.“ Viðtalið við Aðalstein má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Stjórnsýsla Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira