Segir ákvörðunina alfarið hans eigin Ólafur Björn Sverrisson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 31. maí 2023 16:41 Aðalsteinn var skipaður ríkissáttasemjari í febrúar 2020 til fimm ára. vísir/Steingrímur Dúi „Eftir að hafa verið vakinn og sofinn yfir á þessu verkefni langar mig einfaldlega að breyta til,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sem lætur nú af embættinu. Tvö ár eru eftir af skipunartíma Aðalsteins en ákvörðunina segir hann alfarið hans eigin. „Undanfarin ár hafa verið mjög krefjandi, margar þungar og erfiðar kjaradeilur en okkur hefur alltaf tekist að ná lendingu þó leiðin þangað hafi stundum verið þyrnum stráð,“ segir Aðalsteinn í samtali við fréttastofu. Aðalsteinn lætur af embætti ríkissáttasemjara frá og með morgundeginum, 1. júní. Hann var skipaður í embættið í febrúar 2020 til fimm ára. Aðalsteinn lenti í miklum hremmingu með miðlunartillögu sína í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og beið lægri hlut fyrir dómi um rétt embættisins til að fá aðgang að félagatali stéttarfélagsins. Ástráður Haraldsson verður tímabundið settur í embættið frá og með 1. júní. Ekki vantrausti um að kenna Aðalsteinn segir að honum hafi alls ekki verið stillt upp við vegg. Hann segist stoltur af sínum verkum. „Núna þegar undirbúningur að næstu lotu er kominn á gott skrið fannst mér þetta vera skynsamlegur tímapunktur fyrir nýjan einstakling til að stíga inn og setjast við borðsendann.“ Í kjaradeilum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lýsti stéttarfélagið yfir vantrausti á hendur Aðalsteini vegna miðlunartillögu hans í viðræðunum. Spurður hvort hann hafi fundist hann ekki njóta trausts innan verkalýðshreyfingarinnar segir Aðalsteinn: „Þegar stigið er inn í erfiðar deilur þá sýnist sitt hverjum um þær ákvarðanir sem eru teknar og ég hef skilning á því. Hins vegar hefur alltaf tekist að finna lausn sem sátt er um, í góðu samstarfi við alla sem hingað hafa komið.“ Miðlunartillagan umtalaða hafi því ekki leitt til afsagnar hans en slíkar ákvarðanir orki ávallt tvímælis. Hann segist sannfærður um að þetta sé rétti tímapunkturinn til að stíga til hliðar. „Ég mun líka vera til staðar á næstu dögum til að tryggja að enginn bolti falli til jarðar, það er mikilvægt að það sé trygg samfella í þeirri þjónustu sem við veitum.“ Hvað ætlarðu að fara að gera? „Ég ætla fyrst í stað að hjálpa til hér, Ég er líka að vinna rannsókn á líðan, viðhorfum, skoðunum og uppflifun fólks sem situr í samninganefndum. Það eru sex hundruð manns um allt land sem taka að sér þetta erfiða og stundum vanþakkláta verkefni. Ég ætla að vinna skýrslu um það fyrir ráðuneytið og svo getur verið að ég taki að mér önnur tilfallandi verkefni fyrir ráðuneytið. Ég segir frá öðrum hugsunum mínum síðar.“ Viðtalið við Aðalstein má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Stjórnsýsla Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
„Undanfarin ár hafa verið mjög krefjandi, margar þungar og erfiðar kjaradeilur en okkur hefur alltaf tekist að ná lendingu þó leiðin þangað hafi stundum verið þyrnum stráð,“ segir Aðalsteinn í samtali við fréttastofu. Aðalsteinn lætur af embætti ríkissáttasemjara frá og með morgundeginum, 1. júní. Hann var skipaður í embættið í febrúar 2020 til fimm ára. Aðalsteinn lenti í miklum hremmingu með miðlunartillögu sína í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og beið lægri hlut fyrir dómi um rétt embættisins til að fá aðgang að félagatali stéttarfélagsins. Ástráður Haraldsson verður tímabundið settur í embættið frá og með 1. júní. Ekki vantrausti um að kenna Aðalsteinn segir að honum hafi alls ekki verið stillt upp við vegg. Hann segist stoltur af sínum verkum. „Núna þegar undirbúningur að næstu lotu er kominn á gott skrið fannst mér þetta vera skynsamlegur tímapunktur fyrir nýjan einstakling til að stíga inn og setjast við borðsendann.“ Í kjaradeilum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lýsti stéttarfélagið yfir vantrausti á hendur Aðalsteini vegna miðlunartillögu hans í viðræðunum. Spurður hvort hann hafi fundist hann ekki njóta trausts innan verkalýðshreyfingarinnar segir Aðalsteinn: „Þegar stigið er inn í erfiðar deilur þá sýnist sitt hverjum um þær ákvarðanir sem eru teknar og ég hef skilning á því. Hins vegar hefur alltaf tekist að finna lausn sem sátt er um, í góðu samstarfi við alla sem hingað hafa komið.“ Miðlunartillagan umtalaða hafi því ekki leitt til afsagnar hans en slíkar ákvarðanir orki ávallt tvímælis. Hann segist sannfærður um að þetta sé rétti tímapunkturinn til að stíga til hliðar. „Ég mun líka vera til staðar á næstu dögum til að tryggja að enginn bolti falli til jarðar, það er mikilvægt að það sé trygg samfella í þeirri þjónustu sem við veitum.“ Hvað ætlarðu að fara að gera? „Ég ætla fyrst í stað að hjálpa til hér, Ég er líka að vinna rannsókn á líðan, viðhorfum, skoðunum og uppflifun fólks sem situr í samninganefndum. Það eru sex hundruð manns um allt land sem taka að sér þetta erfiða og stundum vanþakkláta verkefni. Ég ætla að vinna skýrslu um það fyrir ráðuneytið og svo getur verið að ég taki að mér önnur tilfallandi verkefni fyrir ráðuneytið. Ég segir frá öðrum hugsunum mínum síðar.“ Viðtalið við Aðalstein má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Stjórnsýsla Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira