Ranglega sakaður um þjófnað og skotinn í bakið Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2023 17:57 Dauði hins fjórtán ára Cyrus Carmack-Belton hefur leitt til nokkurrar ólgu í nærsamfélagi hans í Suður-Karólínu. Hinn 58 ára gamli Rick Chow hefur verið ákærður fyrir morð fyrir að skjóta Carmack-Belton í bakið. Vísir Eigandi bensínstöðvar í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum elti fjórtán ára dreng, sem hann grunaði ranglega um þjófnað í versluninni, og skaut hann til bana. Hann var ákærður fyrir morð þegar í ljós kom að táningurinn hafði verið skotinn í bakið. Rick Chow, eigandinn, hélt að Cyrus Carmack-Belton hefði stolið fjórum flöskum af vatni úr versluninni en, Leon Lott, fógeti Richland-sýslu, sagði táninginn hafa sett flöskurnar aftur í kæliskápinn sem hann hafði tekið þær úr, áður en hann hljóp undan Chow og syni hans á sunnudaginn. Byssa fannst nærri líki Carmack-Belton og feðgarnir tóku eftir því að hann væri vopnaður þegar hann féll á hlaupunum, áður en hann var skotinn. Lott segir þó ekkert benda til þess að táningurinn hafi nokkurn tímann beint byssu að feðgunum. Carmack-Belton var svartur og Chow er af asískum uppruna. Krufning sýndi fram á að Carmack-Belton hafði verið skotinn í bakið og eftir að lögregluþjónar ræddu við vitni og horfðu á upptökur úr eftirlitsmyndavélum, var sú ákvörðun tekin að ákæra Chow fyrir morð. „Þú skýtur ekki einhvern í bakið sem er ekki að ógna þér,“ hefur AP fréttaveitan eftir Lott. Lög Suður-Karólínu um sjálfsvörn segja meðal annars að sá sem skýtur annan mann í sjálfsvörn þurfi að telja sig í bráðri hættu og sjá enga aðra undankomuleið. „Þetta eru sömu staðlar og lögregluþjónar fara eftir,“ sagði Lott. Sheriff Lott announced yesterday that Rick Chow, 58, was arrested and charged with the murder of 14-year-old Cyrus Carmack-Belton. pic.twitter.com/OFaovVcHjS— Richland County Sheriff's Dept. (@RCSD) May 30, 2023 Samkvæmt lögreglu bendir ekkert til þess að til nokkurskonar átaka hafi komið en áður en Carmack-Belton hljóp af stað rifust hann og Chow. Táningurinn var ekki með nein sár, fyrir utan skrámur eftir að hann féll og skotsár á bakinu. Kúlan hæfði táninginn í bakið og fór í gegnum hjarta hans. Lögmaður fjölskyldu Carmack-Belton, sendi frá sér yfirlýsingu í dag, samkvæmt héraðsmiðlinum The State, þar sem hann sagði dauða táningsins ekki hafa verið slys. Þeldökkir Bandaríkjamenn hafi upplifað það í margar kynslóðir að vera hafðir fyrir ranga sök og „skotnir til bana út á götu eins og hundar“. Áður hafði lögmaðurinn, sem einnig er ríkisþingmaður Suður-Karólínu, sett sambærilega yfirlýsingu á Facebook. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 29. maí 2023 23:24 Þrír látnir í enn einni skotárásinni Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. 15. maí 2023 22:45 Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. 10. maí 2023 01:51 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Rick Chow, eigandinn, hélt að Cyrus Carmack-Belton hefði stolið fjórum flöskum af vatni úr versluninni en, Leon Lott, fógeti Richland-sýslu, sagði táninginn hafa sett flöskurnar aftur í kæliskápinn sem hann hafði tekið þær úr, áður en hann hljóp undan Chow og syni hans á sunnudaginn. Byssa fannst nærri líki Carmack-Belton og feðgarnir tóku eftir því að hann væri vopnaður þegar hann féll á hlaupunum, áður en hann var skotinn. Lott segir þó ekkert benda til þess að táningurinn hafi nokkurn tímann beint byssu að feðgunum. Carmack-Belton var svartur og Chow er af asískum uppruna. Krufning sýndi fram á að Carmack-Belton hafði verið skotinn í bakið og eftir að lögregluþjónar ræddu við vitni og horfðu á upptökur úr eftirlitsmyndavélum, var sú ákvörðun tekin að ákæra Chow fyrir morð. „Þú skýtur ekki einhvern í bakið sem er ekki að ógna þér,“ hefur AP fréttaveitan eftir Lott. Lög Suður-Karólínu um sjálfsvörn segja meðal annars að sá sem skýtur annan mann í sjálfsvörn þurfi að telja sig í bráðri hættu og sjá enga aðra undankomuleið. „Þetta eru sömu staðlar og lögregluþjónar fara eftir,“ sagði Lott. Sheriff Lott announced yesterday that Rick Chow, 58, was arrested and charged with the murder of 14-year-old Cyrus Carmack-Belton. pic.twitter.com/OFaovVcHjS— Richland County Sheriff's Dept. (@RCSD) May 30, 2023 Samkvæmt lögreglu bendir ekkert til þess að til nokkurskonar átaka hafi komið en áður en Carmack-Belton hljóp af stað rifust hann og Chow. Táningurinn var ekki með nein sár, fyrir utan skrámur eftir að hann féll og skotsár á bakinu. Kúlan hæfði táninginn í bakið og fór í gegnum hjarta hans. Lögmaður fjölskyldu Carmack-Belton, sendi frá sér yfirlýsingu í dag, samkvæmt héraðsmiðlinum The State, þar sem hann sagði dauða táningsins ekki hafa verið slys. Þeldökkir Bandaríkjamenn hafi upplifað það í margar kynslóðir að vera hafðir fyrir ranga sök og „skotnir til bana út á götu eins og hundar“. Áður hafði lögmaðurinn, sem einnig er ríkisþingmaður Suður-Karólínu, sett sambærilega yfirlýsingu á Facebook.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 29. maí 2023 23:24 Þrír látnir í enn einni skotárásinni Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. 15. maí 2023 22:45 Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. 10. maí 2023 01:51 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 29. maí 2023 23:24
Þrír látnir í enn einni skotárásinni Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. 15. maí 2023 22:45
Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43
Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. 10. maí 2023 01:51