Kári: Bærinn er allur á bakvið okkur Smári Jökull Jónsson skrifar 31. maí 2023 17:51 Kári Kristján Kristjánsson er spenntur fyrir oddaleik kvöldsins. Vísir Kári Kristján Kristjánsson segir eftirvæntingu ríkja hjá Eyjamönnum fyrir leikinn gegn Hakum nú á eftir. Rétt rúm klukkustund er í að flautað verði til leiks í oddaleik ÍBV og Hauka í Olís-deild karla í handknattleik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun hefst núna klukkan 18:00. Einar Kárason blaðamaður Vísis í Vestmannaeyjum hitti Kára Kristján Kristjánsson línumann ÍBV að máli á bryggjunni við Vestmannaeyjahöfn í dag. Kári segir eftirvæntingu ríkja á Heimaey. „Ég verð að viðurkenna að ég er drulluspenntur. Það er geggjað veður og fólkið klárt. Það er eftirvænting, ég segi ekki annað.“ Kári á von á hasar í leiknum í kvöld. „2-2 í einvíginu. við tökum fyrstu tvo leikina, flott hjá okkur. Þriðji leikurinn er vesen og í fjórða leiknum eru þeir bara miklu betri. Svo er fimmti leikurinn í kvöld og ég held að hann verði pínu sérstakur. Hár púls, allar klisjurnar í bókinni og ÍBV verður Íslandsmeistari,“ sagði Kári kokhraustur að vanda. Eyjamenn komust í 2-0 í einvíginu og þeir voru ekki margir sem bjuggust við þessari endurkomu Hauka sem unnu leik fjögur sannfærandi að Ásvöllum á mánudaginn. Kári er þó ekki á því að pressan sé á ÍBV. „Ég myndi nú eiginlega bara frekar spegla það. Vindurinn er svolítið í bakið á þeim með tvo í röð. Mér finnst við vera meira afslappaðri. Við vorum frekar trekktir í leiknum í fyrradag en ég held að lykillinn sé að finna gott spennustig.“ Hann segir ekkert óeðlilegt að fólk setji pressu á lið Eyjamanna. „Auðvitað finnur maður kitl í maganum, við vitum að þetta er leikur fimm og það verða allir að horfa. Bærinn er allur á bakvið okkur, húsið verður fullt og það er önnur helgi framundan þar sem við ætlum að skapa svolítið góða stemmningu. Sjómannadagurinn um helgina og við ætlum að taka það á lofti.“ Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Kára Kristján Kristjánsson Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Rétt rúm klukkustund er í að flautað verði til leiks í oddaleik ÍBV og Hauka í Olís-deild karla í handknattleik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun hefst núna klukkan 18:00. Einar Kárason blaðamaður Vísis í Vestmannaeyjum hitti Kára Kristján Kristjánsson línumann ÍBV að máli á bryggjunni við Vestmannaeyjahöfn í dag. Kári segir eftirvæntingu ríkja á Heimaey. „Ég verð að viðurkenna að ég er drulluspenntur. Það er geggjað veður og fólkið klárt. Það er eftirvænting, ég segi ekki annað.“ Kári á von á hasar í leiknum í kvöld. „2-2 í einvíginu. við tökum fyrstu tvo leikina, flott hjá okkur. Þriðji leikurinn er vesen og í fjórða leiknum eru þeir bara miklu betri. Svo er fimmti leikurinn í kvöld og ég held að hann verði pínu sérstakur. Hár púls, allar klisjurnar í bókinni og ÍBV verður Íslandsmeistari,“ sagði Kári kokhraustur að vanda. Eyjamenn komust í 2-0 í einvíginu og þeir voru ekki margir sem bjuggust við þessari endurkomu Hauka sem unnu leik fjögur sannfærandi að Ásvöllum á mánudaginn. Kári er þó ekki á því að pressan sé á ÍBV. „Ég myndi nú eiginlega bara frekar spegla það. Vindurinn er svolítið í bakið á þeim með tvo í röð. Mér finnst við vera meira afslappaðri. Við vorum frekar trekktir í leiknum í fyrradag en ég held að lykillinn sé að finna gott spennustig.“ Hann segir ekkert óeðlilegt að fólk setji pressu á lið Eyjamanna. „Auðvitað finnur maður kitl í maganum, við vitum að þetta er leikur fimm og það verða allir að horfa. Bærinn er allur á bakvið okkur, húsið verður fullt og það er önnur helgi framundan þar sem við ætlum að skapa svolítið góða stemmningu. Sjómannadagurinn um helgina og við ætlum að taka það á lofti.“ Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Kára Kristján Kristjánsson Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18:00.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira