Mourinho úthúðaði dómaranum Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2023 06:31 Jose Mourinho var ekki lengi að taka af sér silfurpeninginn eftir leik. Vísir/Getty Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. Sevilla vann í gærkvöldi sinn sjöunda Evrópudeildartitil þegar liðið lagði Roma í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni. Jose Mourinho tapaði þar sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni en hann hefur unnið Meistaradeildina með Porto og Inter, Evrópudeildina með Manchester United og Sambandsdeildina með Roma auk þess að vinna Uefa-bikarinn, forvera Evrópudeildarinnar, með Porto árið 2003. Mourinho var ósáttur með dómara leiksins í gær og lét skoðun sína í ljós eftir leik. Anthony Taylor sýnir Mourinho gula spjaldið í leiknum í gær.Vísir/Getty „Ég sagði að annað hvort stæðum við uppi sem sigurvegarar eða myndum vera dauðir eftir leik. Við erum dauðir líkamlega, dauðir andlega og dauðir því okkur finnst úrslitin ósanngjörn og mörg umdeild atvik. Mér fannst dómarinn vera spænskur og hann var alltaf að gefa gul spjöld. Erik Lamela hefði átt að vera rekinn af velli,“ sagði Mourinho eftir leik en dómarinn sem honum fannst vera spænskur er hinn enski Anthony Taylor. Taylor lyfti gula spjaldinu þrettán sinnum í leiknum, leikmenn Sevilla fengu sex spjöld og Roma sjö en aldrei hafa jafn mörg gul spjöld verið gefin í leik í Evrópudeildinni. „Ég vona að Taylor dæmi bara í Meistaradeildinni á næsta tímabili og haldi áfram að taka sínar skítaákvarðanir þar.“ Kastaði silfrinu upp í stúku Mourinho var ekki lengi að losa sig við silfurverðlaunapeninginn sem hann fékk eftir leik. Hann tók hann af sér um leið og hann labbaði af verðlaunapallinum, gekk að stúkunni og kastaði peningnum til stuðningsmanna Roma. „Ég á bara gullpeninga. Ég vil ekki fá neina silfurpeninga og þess vegna gaf ég hann. Ég held gullpeningum en gef silfrið.“ Hann var sáttur stuðningsmaður Roma sem fékk silfurpening Mourinho þegar sá portúgalski kastaði peningnum upp í stúku.Vísir/Getty Mourinho hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá franska stórliðinu PSG en hann vildi lítið tjá sig um framhaldið. „Ég fer í frí á mánudag. Ef við náum að tala saman fyrir þann tíma þá munum við taka ákvörðun, annars gerum við það eftir það,“ sagði Mourinho sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Roma. Evrópudeild UEFA Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Sjá meira
Sevilla vann í gærkvöldi sinn sjöunda Evrópudeildartitil þegar liðið lagði Roma í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni. Jose Mourinho tapaði þar sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni en hann hefur unnið Meistaradeildina með Porto og Inter, Evrópudeildina með Manchester United og Sambandsdeildina með Roma auk þess að vinna Uefa-bikarinn, forvera Evrópudeildarinnar, með Porto árið 2003. Mourinho var ósáttur með dómara leiksins í gær og lét skoðun sína í ljós eftir leik. Anthony Taylor sýnir Mourinho gula spjaldið í leiknum í gær.Vísir/Getty „Ég sagði að annað hvort stæðum við uppi sem sigurvegarar eða myndum vera dauðir eftir leik. Við erum dauðir líkamlega, dauðir andlega og dauðir því okkur finnst úrslitin ósanngjörn og mörg umdeild atvik. Mér fannst dómarinn vera spænskur og hann var alltaf að gefa gul spjöld. Erik Lamela hefði átt að vera rekinn af velli,“ sagði Mourinho eftir leik en dómarinn sem honum fannst vera spænskur er hinn enski Anthony Taylor. Taylor lyfti gula spjaldinu þrettán sinnum í leiknum, leikmenn Sevilla fengu sex spjöld og Roma sjö en aldrei hafa jafn mörg gul spjöld verið gefin í leik í Evrópudeildinni. „Ég vona að Taylor dæmi bara í Meistaradeildinni á næsta tímabili og haldi áfram að taka sínar skítaákvarðanir þar.“ Kastaði silfrinu upp í stúku Mourinho var ekki lengi að losa sig við silfurverðlaunapeninginn sem hann fékk eftir leik. Hann tók hann af sér um leið og hann labbaði af verðlaunapallinum, gekk að stúkunni og kastaði peningnum til stuðningsmanna Roma. „Ég á bara gullpeninga. Ég vil ekki fá neina silfurpeninga og þess vegna gaf ég hann. Ég held gullpeningum en gef silfrið.“ Hann var sáttur stuðningsmaður Roma sem fékk silfurpening Mourinho þegar sá portúgalski kastaði peningnum upp í stúku.Vísir/Getty Mourinho hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá franska stórliðinu PSG en hann vildi lítið tjá sig um framhaldið. „Ég fer í frí á mánudag. Ef við náum að tala saman fyrir þann tíma þá munum við taka ákvörðun, annars gerum við það eftir það,“ sagði Mourinho sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Roma.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Sjá meira