Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2023 09:30 Rúnar Kárason fagnar Íslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum í leikslok í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Rúnar Kárason skoraði tíu mörk í leiknum og alls 47 mörk í úrslitaeinvíginu sem er nýtt markamet. Kári var öflugur á línunni en líka í leiðtogahlutverki hjá Eyjamönnum. Rúnar talaði mjög vel um Eyjuna en hann er nú á förum til Fram og kveður því með sögulegri frammistöðu og Íslandsmeistaratitli. Kári aus yfir hann hrósi eftir leikinn og var ánægður hvernig Rúnar kom sér inn í samfélagið í Eyjum. S2 Sport Við gerðum samning okkar á milli „Ég er svo ógeðslega glaður og feginn. Þetta er búið að vera svo erfitt. Við gerðum samning okkar á milli að skilja allt eftir á parketinu í kvöld og ég á ekki neitt eftir,“ sagði Rúnar Kárason. Kári Kristján átti hins vegar mun meira eftir og var til í að spila í klukkutíma í viðbót. „Hérna í dag var aldrei nein spurning, aldrei vafi í mínum huga, að bandalagið var að fara að vera meistari á heimavelli. Það er á hreinu Jóhann Gunnar,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Rúnar ræddi um móttökurnar sem hann hefur fengið í Vestmannaeyjum og það að honum hafi tekist að enda feril sinn með ÍBV með Íslandsmeistaratitlinum. Búinn að dreyma um þetta „Þetta er það sem mig er búinn að dreyma um persónulega og okkur öllum að klára þetta tímabil með titli. Fyrir mig er það kannski meira móment en fyrir aðra en fyrir Kára er þetta risastórt því það er ekki eins og hann eigi hundrað ár eftir í bransanum. Ég hefði ekki getað skrifað betra handrit sjálfur. Hádramatískt og allt upp á tíu,“ sagði Rúnar. Hvað gerði það fyrir Eyjamenn að fá þessa kanónu til Eyja? „Þetta er lala sign eins og menn segja, ágætis peyi,“ sagði Kári í gríni og hélt svo áfram: Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér „Það sem þarf að taka inn í reikninginn er að Rúnar kemur inn í samfélagið Vestmannaeyjar. Það er bara svo fallegt hvernig hann er búinn að mótast og komast inn í samfélagið okkar. Hann er að rífa dokafleka og er í kóngabláum iðnaði. Svo mætir hann og er besti leikmaðurinn á Íslandi,“ sagði Kári. „Ég hélt að Rúnar væri þessi til baka gaur og ætlaði bara að tékka sig inn og tékka sig út. Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér. Rúnar Kárason er ein bestu kaup sem ÍBV hefur gert í handbolta og fótbolta fyrr og síðar,“ sagði Kári. Rúnar ræddi líka um markametið og hvernig Kári hjálpaði honum inn í hlutina í Eyjum. Það má sjá allt viðtalið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Kára Kristján og Rúnar Kára eftir oddaleikinn Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira
Rúnar Kárason skoraði tíu mörk í leiknum og alls 47 mörk í úrslitaeinvíginu sem er nýtt markamet. Kári var öflugur á línunni en líka í leiðtogahlutverki hjá Eyjamönnum. Rúnar talaði mjög vel um Eyjuna en hann er nú á förum til Fram og kveður því með sögulegri frammistöðu og Íslandsmeistaratitli. Kári aus yfir hann hrósi eftir leikinn og var ánægður hvernig Rúnar kom sér inn í samfélagið í Eyjum. S2 Sport Við gerðum samning okkar á milli „Ég er svo ógeðslega glaður og feginn. Þetta er búið að vera svo erfitt. Við gerðum samning okkar á milli að skilja allt eftir á parketinu í kvöld og ég á ekki neitt eftir,“ sagði Rúnar Kárason. Kári Kristján átti hins vegar mun meira eftir og var til í að spila í klukkutíma í viðbót. „Hérna í dag var aldrei nein spurning, aldrei vafi í mínum huga, að bandalagið var að fara að vera meistari á heimavelli. Það er á hreinu Jóhann Gunnar,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Rúnar ræddi um móttökurnar sem hann hefur fengið í Vestmannaeyjum og það að honum hafi tekist að enda feril sinn með ÍBV með Íslandsmeistaratitlinum. Búinn að dreyma um þetta „Þetta er það sem mig er búinn að dreyma um persónulega og okkur öllum að klára þetta tímabil með titli. Fyrir mig er það kannski meira móment en fyrir aðra en fyrir Kára er þetta risastórt því það er ekki eins og hann eigi hundrað ár eftir í bransanum. Ég hefði ekki getað skrifað betra handrit sjálfur. Hádramatískt og allt upp á tíu,“ sagði Rúnar. Hvað gerði það fyrir Eyjamenn að fá þessa kanónu til Eyja? „Þetta er lala sign eins og menn segja, ágætis peyi,“ sagði Kári í gríni og hélt svo áfram: Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér „Það sem þarf að taka inn í reikninginn er að Rúnar kemur inn í samfélagið Vestmannaeyjar. Það er bara svo fallegt hvernig hann er búinn að mótast og komast inn í samfélagið okkar. Hann er að rífa dokafleka og er í kóngabláum iðnaði. Svo mætir hann og er besti leikmaðurinn á Íslandi,“ sagði Kári. „Ég hélt að Rúnar væri þessi til baka gaur og ætlaði bara að tékka sig inn og tékka sig út. Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér. Rúnar Kárason er ein bestu kaup sem ÍBV hefur gert í handbolta og fótbolta fyrr og síðar,“ sagði Kári. Rúnar ræddi líka um markametið og hvernig Kári hjálpaði honum inn í hlutina í Eyjum. Það má sjá allt viðtalið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Kára Kristján og Rúnar Kára eftir oddaleikinn
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira