Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir - KR 3-3 | Jafnt í markaleik í Árbænum Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júní 2023 21:17 Þakkað fyrir leikinn. Vísir/Anton Brink Fylkir og KR skildu jöfn þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Árbænum í kvöld. Lokatölur 3-3 í markaleik og hvorugu liðinu tókst því að taka skrefið upp í efri hluta deildarinnar. Fylkir gerði 3-3 jafntefli við KR á Würth-vellinum í Árbænum. Markaskorar leiksins voru fimm talsins, Theodór Elmar setti tvö mörk fyrir KR og Jóhannes Kristinn eitt. Fylkismegin voru það Þórður Gunnar, Nikulás Val og Benedikt Daríus sem skoruðu. Kaflaskiptur leikur Leikurinn var frá fyrstu mínútu stórkostleg skemmtun fyrir áhorfendur. Bæði lið spiluðu mjög slakan varnarleik, gerðu allskyns mistök og gáfu mörg færi á sér. Fylkismenn tóku forystuna á 8. mínútu leiksins þegar Pétur Bjarnason vann boltann eftir mistök í vörn KR, hann tekur skot sem fer í slánna en liðsfélagi hans Þórður Gunnar Hafþórsson varð fyrstur í frákastið og kom boltanum yfir línuna. Fylkir fagnar marki.Vísir/Anton Brink KR tók svo völdin og jafnaði leikinn aðeins fjórum mínútum síðar, sofandaháttur í vörn Fylkis skildi Jóhannes Kristinn eftir galopinn á fjærstönginni og hann setti boltann í netið eftir fyrirgjöf Ægis Jarls. Það var svo einstaklingsframtak Theodórs Elmars Bjarnasonar sem kom KR-ingum 2-1 yfir aðeins nokkrum mínútum síðar. Hann vann boltann sjálfur á miðjunni, keyrði upp völlinn framhjá varnarmönnum Fylkis og vippaði boltanum snyrtilega yfir Ólaf Kristófer í markinu. Hættulegt að falla til baka eftir að hafa komist yfir KR-ingar virtust falla aðeins neðar á völlinn með liðið eftir að hafa tekið forystuna. Það reyndist þeim dýrkeypt þegar Fylkir jafnaði leikinn rétt fyrir hálfleik en þá var það Nikulás Val Gunnarsson sem hirti frákast Péturs Bjarnasonar og kom boltanum í netið. Fylkismenn komu svo af gríðarlegum krafti út úr búningsherbergjum sínum, pressuðu hátt upp völlinn og komu KR-ingum í mikið klandur. Fylkir skapaði sér aragrúa af marktækifærum og Benedikt Daríus tókst loks að koma boltanum í netið á 64. mínútu leiksins eftir margar hættulegar sóknir í röð. KR-ingar voru ósáttir að annað mark Fylkis fengi að standa.Vísir/Anton Brink Þeir féllu þó í sömu gryfju og KR eftir að hafa tekið forystuna, liðið bakkaði aftar á völlinn og leyfði andstæðingunum að sækja. Krafturinn og hápressan sem liðið sýndi fram að þessu virtist algjörlega horfin. Theodór Elmar Bjarnason skoraði svo sitt annað mark á 71. mínútu og jafnaði leikinn fyrir KR, það var viss heppnisstimpill yfir því marki en verðskuldað engu að síður. Bæði lið gerðu hvað þau gátu að skora sigurmarkið og skiptust á sóknum á lokamínútum leiksins, en það vildi ekki verða og lokatölur leiksins 3-3 jafntefli. Rúnar: Góð skemmtun fyrir hlutlausa áhorfendur Rúnar Kristinsson er þjálfari KR.vísir/Diego „Rosa markaleikur og fullt af fínum sóknum hjá báðum liðum, ágætis fótboltaleikur þannig séð og þeir eru ánægðir sem halda ekki með KR eða Fylki að sjá mikið af mörkum.“ Leikurinn var mjög kaflaskiptur en eftir að hafa lent 3-2 undir blésu KR-ingar til sóknar, tókst að jafna leikinn og hefðu hæglega getað skorað sigurmarkið á lokamínútunum. „Ég er bara svekktur að vinna ekki leikinn. Fylkismenn tóku yfir í lok fyrri hálfleiks, pressuðu okkur til baka og við náðum ekki að halda sama tempói í spilinu okkar, við héldum boltanum illa og náðum ekki að pressa þá nægilega vel eins og við gerðum í upphafi leiks. Það hleypti þeim inn í leikinn og þeir komast aftur yfir, 3-2, en svo tökum við aftur yfir leikinn.“ Þrátt fyrir að vera svekktur að ná ekki sigrinum segir Rúnar jafntefli vera sanngjarna niðurstöðu. „Þetta var kaflaskiptur leikur, sveiflaðist milli liða og ég held að þetta séu alveg sanngjörn úrslit þannig séð en auðvitað vill maður alltaf vinna.“ KR liðið hefur verið á uppleið eftir slæma byrjun á mótinu. Markaskorun hefur verið helsta vandamál liðsins, en var það sannarlega ekki í dag „Við þurfum að búa til færi á móti öðrum liðum og skora mörk, við getum það alveg þannig að við þurfum bara að halda áfram núna, erum búnir að vera á betri leið núna en í upphafi móts. Það hjálpar okkur kannski ekkert mikið þetta stig en við erum á útivelli og skorum þrjú mörk, það á að duga til að vinna fótboltaleiki.“ Pétur: Verðum að verja markið okkar Fylkismenn fagna marki Péturs í kvöld.Vísir/Anton Brink Pétur Bjarnason átti frábæran leik fyrir Fylki í kvöld og átti hlut í öllum mörkum liðsins. Hann var skiljanlega svekktur undir leikslok að hafa ekki hampað sigri í kvöld. „Við hefðum fyrst og fremst þurft að verja markið okkar. Það fór mikil orka í þennan leik en við hefðum þurft að vera aðeins ákveðnari þegar við fórum af stað í skyndisóknirnar og taka betri ákvarðanir.“ Hann segir sóknarleik liðsins þó ekki ástæðuna fyrir því að liðið hafi ekki unnið leikinn. „Skorum þrjú mörk, þá eigum við að vinna leikinn, við verðum að verja markið okkar. Það á að vera nóg að skora þrjú mörk.“ Besta deild karla Fylkir KR
Fylkir og KR skildu jöfn þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Árbænum í kvöld. Lokatölur 3-3 í markaleik og hvorugu liðinu tókst því að taka skrefið upp í efri hluta deildarinnar. Fylkir gerði 3-3 jafntefli við KR á Würth-vellinum í Árbænum. Markaskorar leiksins voru fimm talsins, Theodór Elmar setti tvö mörk fyrir KR og Jóhannes Kristinn eitt. Fylkismegin voru það Þórður Gunnar, Nikulás Val og Benedikt Daríus sem skoruðu. Kaflaskiptur leikur Leikurinn var frá fyrstu mínútu stórkostleg skemmtun fyrir áhorfendur. Bæði lið spiluðu mjög slakan varnarleik, gerðu allskyns mistök og gáfu mörg færi á sér. Fylkismenn tóku forystuna á 8. mínútu leiksins þegar Pétur Bjarnason vann boltann eftir mistök í vörn KR, hann tekur skot sem fer í slánna en liðsfélagi hans Þórður Gunnar Hafþórsson varð fyrstur í frákastið og kom boltanum yfir línuna. Fylkir fagnar marki.Vísir/Anton Brink KR tók svo völdin og jafnaði leikinn aðeins fjórum mínútum síðar, sofandaháttur í vörn Fylkis skildi Jóhannes Kristinn eftir galopinn á fjærstönginni og hann setti boltann í netið eftir fyrirgjöf Ægis Jarls. Það var svo einstaklingsframtak Theodórs Elmars Bjarnasonar sem kom KR-ingum 2-1 yfir aðeins nokkrum mínútum síðar. Hann vann boltann sjálfur á miðjunni, keyrði upp völlinn framhjá varnarmönnum Fylkis og vippaði boltanum snyrtilega yfir Ólaf Kristófer í markinu. Hættulegt að falla til baka eftir að hafa komist yfir KR-ingar virtust falla aðeins neðar á völlinn með liðið eftir að hafa tekið forystuna. Það reyndist þeim dýrkeypt þegar Fylkir jafnaði leikinn rétt fyrir hálfleik en þá var það Nikulás Val Gunnarsson sem hirti frákast Péturs Bjarnasonar og kom boltanum í netið. Fylkismenn komu svo af gríðarlegum krafti út úr búningsherbergjum sínum, pressuðu hátt upp völlinn og komu KR-ingum í mikið klandur. Fylkir skapaði sér aragrúa af marktækifærum og Benedikt Daríus tókst loks að koma boltanum í netið á 64. mínútu leiksins eftir margar hættulegar sóknir í röð. KR-ingar voru ósáttir að annað mark Fylkis fengi að standa.Vísir/Anton Brink Þeir féllu þó í sömu gryfju og KR eftir að hafa tekið forystuna, liðið bakkaði aftar á völlinn og leyfði andstæðingunum að sækja. Krafturinn og hápressan sem liðið sýndi fram að þessu virtist algjörlega horfin. Theodór Elmar Bjarnason skoraði svo sitt annað mark á 71. mínútu og jafnaði leikinn fyrir KR, það var viss heppnisstimpill yfir því marki en verðskuldað engu að síður. Bæði lið gerðu hvað þau gátu að skora sigurmarkið og skiptust á sóknum á lokamínútum leiksins, en það vildi ekki verða og lokatölur leiksins 3-3 jafntefli. Rúnar: Góð skemmtun fyrir hlutlausa áhorfendur Rúnar Kristinsson er þjálfari KR.vísir/Diego „Rosa markaleikur og fullt af fínum sóknum hjá báðum liðum, ágætis fótboltaleikur þannig séð og þeir eru ánægðir sem halda ekki með KR eða Fylki að sjá mikið af mörkum.“ Leikurinn var mjög kaflaskiptur en eftir að hafa lent 3-2 undir blésu KR-ingar til sóknar, tókst að jafna leikinn og hefðu hæglega getað skorað sigurmarkið á lokamínútunum. „Ég er bara svekktur að vinna ekki leikinn. Fylkismenn tóku yfir í lok fyrri hálfleiks, pressuðu okkur til baka og við náðum ekki að halda sama tempói í spilinu okkar, við héldum boltanum illa og náðum ekki að pressa þá nægilega vel eins og við gerðum í upphafi leiks. Það hleypti þeim inn í leikinn og þeir komast aftur yfir, 3-2, en svo tökum við aftur yfir leikinn.“ Þrátt fyrir að vera svekktur að ná ekki sigrinum segir Rúnar jafntefli vera sanngjarna niðurstöðu. „Þetta var kaflaskiptur leikur, sveiflaðist milli liða og ég held að þetta séu alveg sanngjörn úrslit þannig séð en auðvitað vill maður alltaf vinna.“ KR liðið hefur verið á uppleið eftir slæma byrjun á mótinu. Markaskorun hefur verið helsta vandamál liðsins, en var það sannarlega ekki í dag „Við þurfum að búa til færi á móti öðrum liðum og skora mörk, við getum það alveg þannig að við þurfum bara að halda áfram núna, erum búnir að vera á betri leið núna en í upphafi móts. Það hjálpar okkur kannski ekkert mikið þetta stig en við erum á útivelli og skorum þrjú mörk, það á að duga til að vinna fótboltaleiki.“ Pétur: Verðum að verja markið okkar Fylkismenn fagna marki Péturs í kvöld.Vísir/Anton Brink Pétur Bjarnason átti frábæran leik fyrir Fylki í kvöld og átti hlut í öllum mörkum liðsins. Hann var skiljanlega svekktur undir leikslok að hafa ekki hampað sigri í kvöld. „Við hefðum fyrst og fremst þurft að verja markið okkar. Það fór mikil orka í þennan leik en við hefðum þurft að vera aðeins ákveðnari þegar við fórum af stað í skyndisóknirnar og taka betri ákvarðanir.“ Hann segir sóknarleik liðsins þó ekki ástæðuna fyrir því að liðið hafi ekki unnið leikinn. „Skorum þrjú mörk, þá eigum við að vinna leikinn, við verðum að verja markið okkar. Það á að vera nóg að skora þrjú mörk.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti