Óttast kínverskar eldflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2023 22:30 B-2 sprengjuvélum er reglulega flogið frá Gvam í Kyrrahafi. Sú herstöð yrði Bandaríkjamönnum mjög mikilvæg í átökum við Kína. Getty/HUM Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. Vonast er til þess að með þessu verði ekki hægt að lama heilu herstöðvarnar í tiltölulega fáum árásum, komi nokkurn tímann til átaka milli Kína og Bandaríkjanna. Spenna milli ríkjanna hefur aukist mjög. Meðal annars má rekja þá auknu spennu til ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og til Taívans, sem ráðamenn í Kína hafa heitið að verði sameinað Kína og það með valdi ef svo þurfi. Sjá einnig: Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert. Kínverjar hafa á undanförnum árum lagt mikið púður í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Meðal annars hefur áhersla verið lögð á langdrægar eldflaugar, sem Kínverjar geta notað til að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna og til að granda flugmóðurskipum á Kyrrahafi. Sjá einnig: Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Forsvarsmenn bandaríska heraflans óttast nýjar eldflaugar Kína og aukna getu þeirra, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Kínverjar eru taldir eiga rúmlega 1.300 langdrægar eldflaugar sem hægt er að skjóta á bandarískar herstöðvar í Austur-Asíu og á Kyrrahafinu. Þar á meðal eru um 250 sem gætu drifið alla leið til Gvam, sem er í tæplega fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá meginlandi Kína. Þá hafa Kínverjar þróað langdrægar og ofurfráar eldflaugar, sem ferðast á margföldum hljóðhraða og á að vera erfitt að skjóta þær niður. Stríðsleikir sem haldnir eru í Bandaríkjunum, þar sem kannað er hvernig stríð á milli Bandaríkjanna og Kína gæti farið fram, benda til þess að Kínverjar myndu leggja mikla áherslu á árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í upphafi átaka. Sjá einnig: Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Á meðal þeirra herstöðva sem talið er að yrðu fyrstar fyrir árásum er Kadena flugstöðin á Okinawa í Japan. Þar eru margar herþotur geymdar og margir hermenn og flugmenn. Bandaríkjamenn eru einnig með viðveru í Suður-Kóreu og á Gvam, auk þess sem þeir eru með nokkur hundruð hermenn á Filippseyjum. Sjá einnig: Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Búið er að leggja fram frumvarp á þingi í Bandaríkjunum um að flugher Bandaríkjanna fái fjárveitingar til að reisa sterkari flugskýli í umræddum herstöðvum. Samkvæmt WSJ telja æðstu herforingjar flughersins að það dugi ekki til. Það þurfi að þróa kerfi svo hægt sé að dreifa úr flugvélum og öðrum búnaði, stefni í átök. Því er verið að mynda smáa hópa starfsmanna sem geta farið með skömmum fyrirvara og gert litla flugvelli á eyjum í Kyrrahafi hentuga fyrir herþotur. Yfirmaður þessarar vinnu sagði í samtali við blaðamann Wall Street Journal að með þessu væri vonast til þess að hægt væri að flækja ákvörðunarferli yfirmann herafla Kína varðandi mögulegar árásir. Þeir gætu gert árás á einn flugvöll en auðvelt væri að nota annan þar nærri. Fleiri smærri herstöðvar og flugvellir gætu einnig gert Bandaríkjamönnum auðveldara að flytja herafla og hergögn um svæðið. Tilkynnt var í desember að bandaríski herinn hefði gert samning við eigendur fyrirtækisins Bell um þróun nýs farartækis, sem gæti verið notað til að flytja birgðir og menn um lengri vegalengdir en þær þyrlur sem eru nú í notkun geta. Bandaríkin Kína Hernaður Taívan Japan Suður-Kínahaf Tengdar fréttir „Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02 Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. 8. apríl 2023 15:18 Xi sagður efast um getu Kínverja til að taka Taívan Xi Jinping, forseti Kína, efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan en þær efasemdir eiga rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. Þetta sagði William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), í viðtali í gær. 27. febrúar 2023 12:17 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira
Vonast er til þess að með þessu verði ekki hægt að lama heilu herstöðvarnar í tiltölulega fáum árásum, komi nokkurn tímann til átaka milli Kína og Bandaríkjanna. Spenna milli ríkjanna hefur aukist mjög. Meðal annars má rekja þá auknu spennu til ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og til Taívans, sem ráðamenn í Kína hafa heitið að verði sameinað Kína og það með valdi ef svo þurfi. Sjá einnig: Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert. Kínverjar hafa á undanförnum árum lagt mikið púður í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Meðal annars hefur áhersla verið lögð á langdrægar eldflaugar, sem Kínverjar geta notað til að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna og til að granda flugmóðurskipum á Kyrrahafi. Sjá einnig: Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Forsvarsmenn bandaríska heraflans óttast nýjar eldflaugar Kína og aukna getu þeirra, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Kínverjar eru taldir eiga rúmlega 1.300 langdrægar eldflaugar sem hægt er að skjóta á bandarískar herstöðvar í Austur-Asíu og á Kyrrahafinu. Þar á meðal eru um 250 sem gætu drifið alla leið til Gvam, sem er í tæplega fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá meginlandi Kína. Þá hafa Kínverjar þróað langdrægar og ofurfráar eldflaugar, sem ferðast á margföldum hljóðhraða og á að vera erfitt að skjóta þær niður. Stríðsleikir sem haldnir eru í Bandaríkjunum, þar sem kannað er hvernig stríð á milli Bandaríkjanna og Kína gæti farið fram, benda til þess að Kínverjar myndu leggja mikla áherslu á árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í upphafi átaka. Sjá einnig: Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Á meðal þeirra herstöðva sem talið er að yrðu fyrstar fyrir árásum er Kadena flugstöðin á Okinawa í Japan. Þar eru margar herþotur geymdar og margir hermenn og flugmenn. Bandaríkjamenn eru einnig með viðveru í Suður-Kóreu og á Gvam, auk þess sem þeir eru með nokkur hundruð hermenn á Filippseyjum. Sjá einnig: Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Búið er að leggja fram frumvarp á þingi í Bandaríkjunum um að flugher Bandaríkjanna fái fjárveitingar til að reisa sterkari flugskýli í umræddum herstöðvum. Samkvæmt WSJ telja æðstu herforingjar flughersins að það dugi ekki til. Það þurfi að þróa kerfi svo hægt sé að dreifa úr flugvélum og öðrum búnaði, stefni í átök. Því er verið að mynda smáa hópa starfsmanna sem geta farið með skömmum fyrirvara og gert litla flugvelli á eyjum í Kyrrahafi hentuga fyrir herþotur. Yfirmaður þessarar vinnu sagði í samtali við blaðamann Wall Street Journal að með þessu væri vonast til þess að hægt væri að flækja ákvörðunarferli yfirmann herafla Kína varðandi mögulegar árásir. Þeir gætu gert árás á einn flugvöll en auðvelt væri að nota annan þar nærri. Fleiri smærri herstöðvar og flugvellir gætu einnig gert Bandaríkjamönnum auðveldara að flytja herafla og hergögn um svæðið. Tilkynnt var í desember að bandaríski herinn hefði gert samning við eigendur fyrirtækisins Bell um þróun nýs farartækis, sem gæti verið notað til að flytja birgðir og menn um lengri vegalengdir en þær þyrlur sem eru nú í notkun geta.
Bandaríkin Kína Hernaður Taívan Japan Suður-Kínahaf Tengdar fréttir „Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02 Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. 8. apríl 2023 15:18 Xi sagður efast um getu Kínverja til að taka Taívan Xi Jinping, forseti Kína, efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan en þær efasemdir eiga rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. Þetta sagði William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), í viðtali í gær. 27. febrúar 2023 12:17 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira
„Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02
Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. 8. apríl 2023 15:18
Xi sagður efast um getu Kínverja til að taka Taívan Xi Jinping, forseti Kína, efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan en þær efasemdir eiga rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. Þetta sagði William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), í viðtali í gær. 27. febrúar 2023 12:17
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56