Sorpa og Kópavogur – klúður og ábyrgðarleysi Tryggvi Felixson skrifar 2. júní 2023 10:31 Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri Kópavogs fullyrða í grein á www.visir.is 26. maí sl. að „Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins.“ Reyndin sýnir því miður annað. SORPA hefur formlega, síðast árið 2016, bent á að flytja þurfi endurvinnslustöðina af Dalvegi. Upphaflega hentaði sú staðsetning vel til að þjóna íbúum Kópavogs og að hluta til íbúum í Garðabæ og Reykjavík. En endurvinnslustöð á þessum stað annaði ekki lengur að mati Sorpu vaxandi magni úrgangs og umferð og því var óskað eftir að bærinn skipulegði nýja lóð til að hýsa endurvinnslu í Kópavogsbæ. Við þessari ósk hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi ekki brugðist öll þessi ár. Hins vegar skrifaði bæjarstjóri Kópavogs, öllum að óvörum, bréf til Sorpu í október 2022 og gaf frest til ársins 2024 til að Sorpa kæmi sér burt af Dalvegi með vísan til gildandi aðalskipulags sem nær til ársins 2040. Kópavogsbær ber ábyrgð á skipulagi sveitarfélagsins. Eins og önnur sveitarfélög innan byggðasamlagsins Sorpu hefur bærinn lagt fram land til að taka við úrgangi til endurvinnslu á sínu svæði. Af því að Kópavogur hafði ekki orðið við ósk um að finna nýja lóð var ákveðið að SORPA setti á laggirnar vinnuhóp fagfólks til að leita hentugs staðar. Í hópnum sátu auk sérfræðinga Sorpu, tveir sérfræðingar frá Kópavogi og tveir frá Garðabæ. Niðurstaða hópsins birtist nýlega í skýrslu. Þar voru kynntar nútímalegar og betri lausnir fyrir yfirbyggða endurvinnslustöð sem valda minna álagi á nærumhverfið, sem menn hljóta að fagna. Hins vegar olli sjálf tillagan að staðarvali fjaðrafoki. Hugsanlega aðallega vegna þess hvernig henni var varpað fram án fullnægjandi skýringa eða samtals. Að vanda varpar meiri hlutinn í bæjarstjórn Kópavogs frá sér allri ábyrgð á stöðu málsins. Þetta kemur skýrt fram í umræðum á bæjarstjórnafundi í Kópavogi þann 24. maí sl. Skilja má suma fulltrúa meirihlutans sem svo að þeir vilji helst losna alfarið við að hafa endurvinnslustöð í Kópavogi, næsta fjölmennasta bæjarfélagi landsins, og láta nágrannasveitafélögin sjá um þetta mikilvæga og nauðsynlega viðfangsefni. Mikill úrgangur er fylgifiskur velsældar og neyslu. Íslendingar eru því sem næst Evrópumeistarar á þessu sviði. Úrgangur er í raun „auðlind á villigötum“. Það er nauðsynlegt, framsækið og flókið úrlausnarefni að koma úrgangi í hringrás. Allra best er að draga úr magni úrgangs og umfangi sóunar á öllum sviðum. Sveitastjórnir gegna lögbundnu lykilhlutverk til að þetta megi takast. Þær mega ekki koma sér undan ábyrgð og varpa henni á aðra. Í Kópavogi þarf að bretta upp ermar og virkja bæði þekkingu og pólitískt þor. Þeir sem koma á Sorpustöðina við Dalveg gera sér almennt grein fyrir því að eins og málum er nú háttað er starfsemin bráðnauðsynleg fyrir bæjarbúa og fyrirtæki í bænum. Nákvæmlega þessi staðsetning endurvinnslustöðvarinnar þarf ekki að vera lausnin um alla framtíð. En bæjarfélagið verður, í góðu samtali við fólk og fyrirtæki, að búa í haginn fyrir þær breytingar sem kallað er eftir í gildandi aðalskipulagi og finna nýja staðsetningu í samstarfi við Garðabæ. Ef loka á núverandi stöð þarf að vera fullljóst hvað á að taka við. Að varpa ábyrgðinni yfir á aðra eins og bæjarstjórinn og formaður bæjarráðs gera, er ekki stórmannlegt. Stjórnsýslu bæjarins í úrgangsmálum Kópavogs þarf að bæta eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Það er grundvallaratriði að málin séu rædd og ígrunduð í samræmi við góða stjórnsýsluhætti og lýðræðislega vinnubrögð, áður en bæjarstjóri Kópavogs hleypur upp til handa og fóta. Það getur orðið dýrt spaug fyrir bæjarfélagið þegar svona er staðið að málum. Þetta er því miður aðeins eitt dæmi af mörgum. Höfundur er íbúi í Kópavogi og situr í stjórn félagsins Vinir Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Kópavogur Sorpa Kirkjugarðar Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri Kópavogs fullyrða í grein á www.visir.is 26. maí sl. að „Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins.“ Reyndin sýnir því miður annað. SORPA hefur formlega, síðast árið 2016, bent á að flytja þurfi endurvinnslustöðina af Dalvegi. Upphaflega hentaði sú staðsetning vel til að þjóna íbúum Kópavogs og að hluta til íbúum í Garðabæ og Reykjavík. En endurvinnslustöð á þessum stað annaði ekki lengur að mati Sorpu vaxandi magni úrgangs og umferð og því var óskað eftir að bærinn skipulegði nýja lóð til að hýsa endurvinnslu í Kópavogsbæ. Við þessari ósk hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi ekki brugðist öll þessi ár. Hins vegar skrifaði bæjarstjóri Kópavogs, öllum að óvörum, bréf til Sorpu í október 2022 og gaf frest til ársins 2024 til að Sorpa kæmi sér burt af Dalvegi með vísan til gildandi aðalskipulags sem nær til ársins 2040. Kópavogsbær ber ábyrgð á skipulagi sveitarfélagsins. Eins og önnur sveitarfélög innan byggðasamlagsins Sorpu hefur bærinn lagt fram land til að taka við úrgangi til endurvinnslu á sínu svæði. Af því að Kópavogur hafði ekki orðið við ósk um að finna nýja lóð var ákveðið að SORPA setti á laggirnar vinnuhóp fagfólks til að leita hentugs staðar. Í hópnum sátu auk sérfræðinga Sorpu, tveir sérfræðingar frá Kópavogi og tveir frá Garðabæ. Niðurstaða hópsins birtist nýlega í skýrslu. Þar voru kynntar nútímalegar og betri lausnir fyrir yfirbyggða endurvinnslustöð sem valda minna álagi á nærumhverfið, sem menn hljóta að fagna. Hins vegar olli sjálf tillagan að staðarvali fjaðrafoki. Hugsanlega aðallega vegna þess hvernig henni var varpað fram án fullnægjandi skýringa eða samtals. Að vanda varpar meiri hlutinn í bæjarstjórn Kópavogs frá sér allri ábyrgð á stöðu málsins. Þetta kemur skýrt fram í umræðum á bæjarstjórnafundi í Kópavogi þann 24. maí sl. Skilja má suma fulltrúa meirihlutans sem svo að þeir vilji helst losna alfarið við að hafa endurvinnslustöð í Kópavogi, næsta fjölmennasta bæjarfélagi landsins, og láta nágrannasveitafélögin sjá um þetta mikilvæga og nauðsynlega viðfangsefni. Mikill úrgangur er fylgifiskur velsældar og neyslu. Íslendingar eru því sem næst Evrópumeistarar á þessu sviði. Úrgangur er í raun „auðlind á villigötum“. Það er nauðsynlegt, framsækið og flókið úrlausnarefni að koma úrgangi í hringrás. Allra best er að draga úr magni úrgangs og umfangi sóunar á öllum sviðum. Sveitastjórnir gegna lögbundnu lykilhlutverk til að þetta megi takast. Þær mega ekki koma sér undan ábyrgð og varpa henni á aðra. Í Kópavogi þarf að bretta upp ermar og virkja bæði þekkingu og pólitískt þor. Þeir sem koma á Sorpustöðina við Dalveg gera sér almennt grein fyrir því að eins og málum er nú háttað er starfsemin bráðnauðsynleg fyrir bæjarbúa og fyrirtæki í bænum. Nákvæmlega þessi staðsetning endurvinnslustöðvarinnar þarf ekki að vera lausnin um alla framtíð. En bæjarfélagið verður, í góðu samtali við fólk og fyrirtæki, að búa í haginn fyrir þær breytingar sem kallað er eftir í gildandi aðalskipulagi og finna nýja staðsetningu í samstarfi við Garðabæ. Ef loka á núverandi stöð þarf að vera fullljóst hvað á að taka við. Að varpa ábyrgðinni yfir á aðra eins og bæjarstjórinn og formaður bæjarráðs gera, er ekki stórmannlegt. Stjórnsýslu bæjarins í úrgangsmálum Kópavogs þarf að bæta eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Það er grundvallaratriði að málin séu rædd og ígrunduð í samræmi við góða stjórnsýsluhætti og lýðræðislega vinnubrögð, áður en bæjarstjóri Kópavogs hleypur upp til handa og fóta. Það getur orðið dýrt spaug fyrir bæjarfélagið þegar svona er staðið að málum. Þetta er því miður aðeins eitt dæmi af mörgum. Höfundur er íbúi í Kópavogi og situr í stjórn félagsins Vinir Kópavogs.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar