Segir stórt umhverfisslys í uppsiglingu í Skerjafirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2023 14:51 Guðlaugur Þór segir Skerjafjörðinn eina fárra ósnertra strandlengja í borginni. Því megi ekki raska ró náttúrunnar þar. Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra segir fyrirhugaða uppbyggingu í Skerjafirði stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Hann hvetur borgarstjórn til skipta um skoðun um framkvæmdir við strandlengjuna. Landfylling er áformuð í Skerjafirði vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hverfis. Hópur íbúa hefur mótmælt fyrirhugaðri framkvæmd og sömuleiðis náttúruverndarsinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfirsráðherra tók í vikunni undir áhyggjur íbúa og lýst yfir áhyggjum um óafturkræfan skaða á náttúrna. Í kjölfarið lýsti Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, því yfir að yfirlýsingar ráðherrans væru óábyrgar. Þó Guðlaugur hafi ekki skipulagsvald í borginni segir hann umhverfiráðherra geta beitt sér með öðrum leiðum. „Hann getur vakið athygli á málinu og hvatt borgaryfirvöld til að hugsa málið betur. Hér er stórt umhverfisslys í uppsiglingu. Við þekkjum það að sveitarstjórnir hafa skipt um skoðun, meðal annars borgarstjórn Reykjavíkur,“ sagði Guðlaugur Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þarna sé ósnortin strandlengja og mikið dýralíf sem ekki myndi ná sér á strik eftir framkvæmdir. Alexandra sagði í vikunni að ekkert væri fast í hendi varðandi landfyllinguna. „Já, þá er þetta nú auðvelt. Ef menn geta strax tekið þá ákvörðun að við ætlum ekki að gera þetta. Það sjá það allir sem skoða þetta mál sjá það að það er ekkert unnið með því, þvert á móti, að fara í þessar óafturkræfu aðgerðir. Ef við gerum það verður því aldrei breytt,“ segir Guðlaugur. „Þetta eru slæm áhrif á lífríkið, þetta eru slæm áhrif á loftslagsmálin og það er ekkert sem mælir með því að menn gangi fram með þessum hætti. Menn yrðu menn að meiru ef þeir segðu, eins og oft er gert: Heyrðu, við höfum skipt um skoðun.“ Umhverfismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. 30. maí 2023 21:00 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Ég er óábyrgur! Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. 2. júní 2023 08:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Landfylling er áformuð í Skerjafirði vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hverfis. Hópur íbúa hefur mótmælt fyrirhugaðri framkvæmd og sömuleiðis náttúruverndarsinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfirsráðherra tók í vikunni undir áhyggjur íbúa og lýst yfir áhyggjum um óafturkræfan skaða á náttúrna. Í kjölfarið lýsti Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, því yfir að yfirlýsingar ráðherrans væru óábyrgar. Þó Guðlaugur hafi ekki skipulagsvald í borginni segir hann umhverfiráðherra geta beitt sér með öðrum leiðum. „Hann getur vakið athygli á málinu og hvatt borgaryfirvöld til að hugsa málið betur. Hér er stórt umhverfisslys í uppsiglingu. Við þekkjum það að sveitarstjórnir hafa skipt um skoðun, meðal annars borgarstjórn Reykjavíkur,“ sagði Guðlaugur Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þarna sé ósnortin strandlengja og mikið dýralíf sem ekki myndi ná sér á strik eftir framkvæmdir. Alexandra sagði í vikunni að ekkert væri fast í hendi varðandi landfyllinguna. „Já, þá er þetta nú auðvelt. Ef menn geta strax tekið þá ákvörðun að við ætlum ekki að gera þetta. Það sjá það allir sem skoða þetta mál sjá það að það er ekkert unnið með því, þvert á móti, að fara í þessar óafturkræfu aðgerðir. Ef við gerum það verður því aldrei breytt,“ segir Guðlaugur. „Þetta eru slæm áhrif á lífríkið, þetta eru slæm áhrif á loftslagsmálin og það er ekkert sem mælir með því að menn gangi fram með þessum hætti. Menn yrðu menn að meiru ef þeir segðu, eins og oft er gert: Heyrðu, við höfum skipt um skoðun.“
Umhverfismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. 30. maí 2023 21:00 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Ég er óábyrgur! Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. 2. júní 2023 08:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. 30. maí 2023 21:00
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12
Ég er óábyrgur! Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. 2. júní 2023 08:01