Hneyksluð vegna árása að Taylor Atli Arason skrifar 2. júní 2023 17:44 Anthony Taylor ásamt öryggisvörðum á flugvellinum í Budapest. Twitter PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. Taylor dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar á milli Roma og Sevilla á miðvikudaginn síðastliðinn. Roma tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni en bæði leikmannahópur og stuðningsmenn Roma voru verulega ósáttir við frammistöðu Taylor í leiknum. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, var manna fyrstur að láta Taylor heyra það í bílakjallara á Puskas vellinum í Budapest. Mourinho sparaði ekki F-orðið þegar hann lét Taylor vita hvað honum fannst. Á flugvellinum í Budapest í gær áreittu stuðningsmenn Roma dómarann sem þurfti að komast leiða sinna með aðstoð öryggisvarða á flugvallarins. Einn stuðningsmaður liðsins hefur í kjölfarið verið handtekinn en m.a. var hrækt og kastað stól í áttina að Taylor og fjölskyldu. Referee Anthony Taylor, getting attacked at the airport by Roma fans.This is absolutely disgusting to see, wow! pic.twitter.com/q9g23LrBu3— Football Away Days (@FBAwayDays) June 1, 2023 Dómarasamtökin PMGOL gáfu í morgun út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum hneyksluð vegna þess óréttláta og ógeðfellda áreiti í garð Anthony og fjölskyldu hans þegar hann ferðast heim eftir að hafa dæmt úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Við munum veita honum og fjölskyldu hans okkar stuðning,“ segir í yfirlýsingu PMGOL. PGMOL statement on Anthony Taylor: "We are appalled at the unjustified and abhorrent abuse directed at Anthony and his family as he tries to make his way home from refereeing the UEFA Europa League final. We will continue to provide our full support to Anthony and his family."— Tom Roddy (@TomRoddy_) June 1, 2023 UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig brugðist við málinu þar sem sambandið hvetur leikmenn, knattspyrnustjóra og stuðningsmenn til að koma fram við dómara af virðingu. Sambandið lofar að tryggja öryggi dómara betur og ætlar að rannsaka málið til hlítar. „UEFA er í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld og öryggisverði flugvallarins á Budapest. Við munum fara vandlega yfir málið og atvik þess og innleiða frekari öryggisgæslu í næstu viðburðum sambandsins,“ segir m.a. í yfirlýsingu UEFA. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ráðist að Anthony Taylor og fjölskyldu á flugvellinum í Búdapest Stuðningsmenn Roma réðust að Anthony Taylor og fjölskyldu hans þegar þau hugðust ferðast frá Búdapest í dag. Taylor dæmdi úrslitaleik Sevilla og Roma í Evrópudeildinni í gær. 1. júní 2023 22:30 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Sjá meira
Taylor dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar á milli Roma og Sevilla á miðvikudaginn síðastliðinn. Roma tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni en bæði leikmannahópur og stuðningsmenn Roma voru verulega ósáttir við frammistöðu Taylor í leiknum. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, var manna fyrstur að láta Taylor heyra það í bílakjallara á Puskas vellinum í Budapest. Mourinho sparaði ekki F-orðið þegar hann lét Taylor vita hvað honum fannst. Á flugvellinum í Budapest í gær áreittu stuðningsmenn Roma dómarann sem þurfti að komast leiða sinna með aðstoð öryggisvarða á flugvallarins. Einn stuðningsmaður liðsins hefur í kjölfarið verið handtekinn en m.a. var hrækt og kastað stól í áttina að Taylor og fjölskyldu. Referee Anthony Taylor, getting attacked at the airport by Roma fans.This is absolutely disgusting to see, wow! pic.twitter.com/q9g23LrBu3— Football Away Days (@FBAwayDays) June 1, 2023 Dómarasamtökin PMGOL gáfu í morgun út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum hneyksluð vegna þess óréttláta og ógeðfellda áreiti í garð Anthony og fjölskyldu hans þegar hann ferðast heim eftir að hafa dæmt úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Við munum veita honum og fjölskyldu hans okkar stuðning,“ segir í yfirlýsingu PMGOL. PGMOL statement on Anthony Taylor: "We are appalled at the unjustified and abhorrent abuse directed at Anthony and his family as he tries to make his way home from refereeing the UEFA Europa League final. We will continue to provide our full support to Anthony and his family."— Tom Roddy (@TomRoddy_) June 1, 2023 UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig brugðist við málinu þar sem sambandið hvetur leikmenn, knattspyrnustjóra og stuðningsmenn til að koma fram við dómara af virðingu. Sambandið lofar að tryggja öryggi dómara betur og ætlar að rannsaka málið til hlítar. „UEFA er í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld og öryggisverði flugvallarins á Budapest. Við munum fara vandlega yfir málið og atvik þess og innleiða frekari öryggisgæslu í næstu viðburðum sambandsins,“ segir m.a. í yfirlýsingu UEFA.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ráðist að Anthony Taylor og fjölskyldu á flugvellinum í Búdapest Stuðningsmenn Roma réðust að Anthony Taylor og fjölskyldu hans þegar þau hugðust ferðast frá Búdapest í dag. Taylor dæmdi úrslitaleik Sevilla og Roma í Evrópudeildinni í gær. 1. júní 2023 22:30 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Sjá meira
Ráðist að Anthony Taylor og fjölskyldu á flugvellinum í Búdapest Stuðningsmenn Roma réðust að Anthony Taylor og fjölskyldu hans þegar þau hugðust ferðast frá Búdapest í dag. Taylor dæmdi úrslitaleik Sevilla og Roma í Evrópudeildinni í gær. 1. júní 2023 22:30
Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31