Mikil ánægja með Stekkjaskóla á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. júní 2023 21:06 Það var skólastjóri skólans og bæjarstjóri Árborgar, sem kipptu á borðann með aðstoð tveggja nemenda skólans við vígslu skólans í gær, 1. júní. Magnús Hlynur Hreiðarsson Borðaklipping fór fram á Selfossi þegar nýjasti grunnskólinn í Árborg, Stekkjaskóli var formlega vígður. Skólinn er í dag í fjögur þúsund fermetra byggingu og það er strax byrjað að byggja við hann fjögur þúsund fermetra í viðbót vegna mikillar fjölgun skólabarna á Selfossi. Það var skólastjóri skólans og bæjarstjóri Árborgar, sem kipptu á borðann með aðstoð tveggja nemenda skólans við vígslu skólans í gær, 1. júní. Nú eru nemendur í 1. til 5. bekk í skólanum og hafa verið frá 22. mars síðastliðnum, alls um 170 nemendur og næsta skólaár verður 1.-6. bekkur. Haustið 2024 verður 1.-7. bekkur kominn í skólann og 2. áfangi vonandi tilbúinn. Nýi skólinn, sem er fjórði grunnskólinn í Árborg er allur hinn glæsilegasti. „Stekkjaskóli er teymiskennsluskóli má segja þar, sem hver árgangur hefur sitt svæði. 30, 40 til 50 börn á svæðinu með tvo til þrjá umsjónarkennara þar sem kennarar bera sameiginlega ábyrgð á börnunum,“ segir Hilmar Björgvinsson, skólastjóri. Og framhaldið leggst vel í þig eða hvað? „Já, já, framhaldið leggst vel í mig. Nú erum við komin á okkar stað, nú höldum við áfram uppbyggingunni, við erum rétt að byrja.“ Hilmar Björgvinsson, skólastjóri Stekkjaskóla, sem er með um 170 nemendur og 35 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur 1. bekkjar sungu fyrir gesti við vígsluna. Nemendur í 1. bekk sungu fyrir gesti við vígsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er glæsileg bygging og ekki bara glæsileg, það er líka svo gott að vera hérna, góð hljóðvist og einhvern veginn tekur utan um mann. Og auðvitað er þetta bara vaxandi samfélag og þess vegna er þetta mikið ánægjuefni og gleðiefni að geta opnað þennan skóla og tekið vel á móti öllum börnunum okkar, okkar fremsta fólki,“ segir Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. En hvað segja nemendur nýja skólans á Selfossi, hvað er skemmtilegast við Stekkjaskóla? „Frímínútur, frímínútur, frímínútur“ sögðu nokkur þeirra í kór. Nokkrir hressir nemendur skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Það var skólastjóri skólans og bæjarstjóri Árborgar, sem kipptu á borðann með aðstoð tveggja nemenda skólans við vígslu skólans í gær, 1. júní. Nú eru nemendur í 1. til 5. bekk í skólanum og hafa verið frá 22. mars síðastliðnum, alls um 170 nemendur og næsta skólaár verður 1.-6. bekkur. Haustið 2024 verður 1.-7. bekkur kominn í skólann og 2. áfangi vonandi tilbúinn. Nýi skólinn, sem er fjórði grunnskólinn í Árborg er allur hinn glæsilegasti. „Stekkjaskóli er teymiskennsluskóli má segja þar, sem hver árgangur hefur sitt svæði. 30, 40 til 50 börn á svæðinu með tvo til þrjá umsjónarkennara þar sem kennarar bera sameiginlega ábyrgð á börnunum,“ segir Hilmar Björgvinsson, skólastjóri. Og framhaldið leggst vel í þig eða hvað? „Já, já, framhaldið leggst vel í mig. Nú erum við komin á okkar stað, nú höldum við áfram uppbyggingunni, við erum rétt að byrja.“ Hilmar Björgvinsson, skólastjóri Stekkjaskóla, sem er með um 170 nemendur og 35 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur 1. bekkjar sungu fyrir gesti við vígsluna. Nemendur í 1. bekk sungu fyrir gesti við vígsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er glæsileg bygging og ekki bara glæsileg, það er líka svo gott að vera hérna, góð hljóðvist og einhvern veginn tekur utan um mann. Og auðvitað er þetta bara vaxandi samfélag og þess vegna er þetta mikið ánægjuefni og gleðiefni að geta opnað þennan skóla og tekið vel á móti öllum börnunum okkar, okkar fremsta fólki,“ segir Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. En hvað segja nemendur nýja skólans á Selfossi, hvað er skemmtilegast við Stekkjaskóla? „Frímínútur, frímínútur, frímínútur“ sögðu nokkur þeirra í kór. Nokkrir hressir nemendur skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira