Lyngby bjargaði sér eftir háspennu í lokaumferð Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2023 14:22 Stuðningsmenn Lyngby með íslenska fánann í stúkunni. Vísir/Getty Íslendingaliðið Lyngby heldur sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir fádæma dramatík í lokaumferðinni. Horsens og Álaborg falla niður í næst efstu deild. Fyrir umferðina var spennan gríðarleg. Álaborg, Lyngby og Horsens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Álaborg var með bestu markatöluna en Lyngby og Horsens voru í fallsætunum. Lengi vel var markalaust í báðum leikjum. Sú staða hefði auðvitað þýtt að Lyngby og Horsens myndu falla en Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru báðir í byrjunarliði Lyngby og Aron Sigurðarson í byrjunarliði Horsens. Alfreð Finnbogason var hins vegar í leikbanni hjá Lyngby. Staðan í báðum leikjum var 0-0 í hálfleik en á 74. mínútu kom Alexander Lind Silkeborg yfir í leik liðsins gegn Álaborg. Það þýddi að Álaborg var komið í fallsæti og Lyngby upp í þriðja neðsta sæti. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lið Horsens og Álaborgar reyndu hvað þau gátu til að ná inn mörkum en ekkert gekk. Þegar flautað var til leiks í Álaborg var ljóst að liðið var fallið í fyrsta sinn í sögunni. Leik Horsens og Lyngby lauk skömmu síðar. Lyngby hélt út og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Það þýðir að Lyngby heldur sér uppi, endar með 29 stig líkt og Horsens en með betri markatölu. Álaborg endaði neðst með 28 stig. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá leikmönnum Lyngby og þjálfaranum Frey Alexanderssyni en liðið hefur verið í fallsæti nær allt tímabilið en frábær endasprettur liðsins bjargaði því frá falli. Congrats Lyngby: Sævar Atli Magnússon, Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Finnsson & Freyr Alexandersson pic.twitter.com/LC6LnaAtVo— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 3, 2023 Danski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Fyrir umferðina var spennan gríðarleg. Álaborg, Lyngby og Horsens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Álaborg var með bestu markatöluna en Lyngby og Horsens voru í fallsætunum. Lengi vel var markalaust í báðum leikjum. Sú staða hefði auðvitað þýtt að Lyngby og Horsens myndu falla en Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru báðir í byrjunarliði Lyngby og Aron Sigurðarson í byrjunarliði Horsens. Alfreð Finnbogason var hins vegar í leikbanni hjá Lyngby. Staðan í báðum leikjum var 0-0 í hálfleik en á 74. mínútu kom Alexander Lind Silkeborg yfir í leik liðsins gegn Álaborg. Það þýddi að Álaborg var komið í fallsæti og Lyngby upp í þriðja neðsta sæti. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lið Horsens og Álaborgar reyndu hvað þau gátu til að ná inn mörkum en ekkert gekk. Þegar flautað var til leiks í Álaborg var ljóst að liðið var fallið í fyrsta sinn í sögunni. Leik Horsens og Lyngby lauk skömmu síðar. Lyngby hélt út og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Það þýðir að Lyngby heldur sér uppi, endar með 29 stig líkt og Horsens en með betri markatölu. Álaborg endaði neðst með 28 stig. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá leikmönnum Lyngby og þjálfaranum Frey Alexanderssyni en liðið hefur verið í fallsæti nær allt tímabilið en frábær endasprettur liðsins bjargaði því frá falli. Congrats Lyngby: Sævar Atli Magnússon, Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Finnsson & Freyr Alexandersson pic.twitter.com/LC6LnaAtVo— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 3, 2023
Danski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira