Sigurhátíð í Köben og dramatík í Árósum Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 17:09 Hákon Arnar lagði upp jöfnunarmark FCK í dag Vísir/Getty Boðið var upp á mikla dramatík í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar sem kláraðist í dag með þremur leikjum. Íslendingalið AGF náði stigi gegn Bröndby og tryggði sér Evrópusætið eftirsótta. Boðið var upp á svakalegan leik er AGF og Bröndby mættust fyrr í dag. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF en þurfti að fara meiddur af velli á 60.mínútu. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og fóru tvö rauð spjöld á loft. Kevin Yakob var rekinn út af í liði AGF á 37. mínútu og þá fékk Kevin Mensah, leikmaður Bröndby að líta rauða spjaldið á 80. mínútu. Leikar stóðu 3-2 fyrir Bröndby þegar að skammt var eftir af leiknum en á 85. mínútu jafnaði Jelle Duin metin fyrir AGF. Það reyndist lokamark leiksins og er um að ræða ansi mikilvægt stig fyrir AGF sem tryggði sér með því sæti í Sambandsdeild UEFA á næsta tímabili. Í Kaupmannahöfn var blásið til sigurhátíðar þar sem að heimamenn í FCK, sem höfðu fyrir lokaumferðina tryggt sér danska meistaratitilinn, tóku á móti Viborg. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru á meðal varamanna FCK í leiknum en Hákon Arnar kom inn í síðari hálfleik og átti eftir að láta til sín taka. Stephan Odey kom Viborg yfir með marki í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik en á 83. mínútu jafnaði Viktor Claesson metin fyrir FCK með marki eftir stoðsendingu frá Hákoni Arnari. Það reyndist síðasta mark leiksins og lauk honum því með 1-1 jafntefli. FCK endar sem fyrr segir sem danskur meistari. Viborg nældi sér í 4. sæti deildarinnar og fer því í umspil um Evrópusæti. Önnur úrslit dagsins: Nordsjælland 0-0 Viborg Danski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Boðið var upp á svakalegan leik er AGF og Bröndby mættust fyrr í dag. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF en þurfti að fara meiddur af velli á 60.mínútu. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og fóru tvö rauð spjöld á loft. Kevin Yakob var rekinn út af í liði AGF á 37. mínútu og þá fékk Kevin Mensah, leikmaður Bröndby að líta rauða spjaldið á 80. mínútu. Leikar stóðu 3-2 fyrir Bröndby þegar að skammt var eftir af leiknum en á 85. mínútu jafnaði Jelle Duin metin fyrir AGF. Það reyndist lokamark leiksins og er um að ræða ansi mikilvægt stig fyrir AGF sem tryggði sér með því sæti í Sambandsdeild UEFA á næsta tímabili. Í Kaupmannahöfn var blásið til sigurhátíðar þar sem að heimamenn í FCK, sem höfðu fyrir lokaumferðina tryggt sér danska meistaratitilinn, tóku á móti Viborg. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru á meðal varamanna FCK í leiknum en Hákon Arnar kom inn í síðari hálfleik og átti eftir að láta til sín taka. Stephan Odey kom Viborg yfir með marki í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik en á 83. mínútu jafnaði Viktor Claesson metin fyrir FCK með marki eftir stoðsendingu frá Hákoni Arnari. Það reyndist síðasta mark leiksins og lauk honum því með 1-1 jafntefli. FCK endar sem fyrr segir sem danskur meistari. Viborg nældi sér í 4. sæti deildarinnar og fer því í umspil um Evrópusæti. Önnur úrslit dagsins: Nordsjælland 0-0 Viborg
Danski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira