Vítamark á lokamínútunni færði Roma Evrópudeildarsæti Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júní 2023 21:12 Paulo Dybala tryggði Roma Evrópudeildarsæti. Vísir/Getty Paulo Dybala tryggði Roma sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð þegar hann skoraði úr víti á lokamínútunni gegn Spezia. Verona og Spezia þurfa að leika úrslitaleik um hvort liðið heldur sæti sínu í Serie A. Það var töluverð spenna fyrir lokaumferðina í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Juventus, Atalanta og Roma voru að berjast um tvö sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en tímabil Juventus hefur verið hálfgerð rússíbanareið enda hefur liðið lent í því að dómstólar hafa bæði tekið af og gefið liðinu stig. Þá var einnig spenna í fallbaráttunni þar sem Verona var í þriðja neðsta sæti fyrir leiki kvöldsins með jafn mörg stig og Spezia og ljóst að annað liðanna myndi falla niður í Serie B. Atalanta fór auðveldustu leiðina að Evrópudeildarsætinu með 5-2 sigri á Monza. Teun Koopmeiners kom Atalanta í 2-0 í fyrri hálfleik og hann fullkomnaði þrennuna í þeim síðari. Luis Muriel og Rasmus Hojlund skoruðu einnig en Hojlund hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United á síðustu dögum. Juventus vann 1-0 sigur á Udienesi á útivelli. Federico Chiesa skoraði sigurmarkið á 68. mínútu og hélt vonum Juventus um sæti í Evrópudeildinni á lífi. Þær vonir dóu hins vegar þegar flautað var til leiksloka í leik Roma og Spezia. Þar hafði Dimitrios Nikolaou komið Spezia yfir og um leið í góða stöðu í fallbaráttunni. Nicola Zwalewski jafnaði hins vegar metin fyrir Roma á 43. mínútu og á lokamínútu leiksins fékk Roma vítaspyrnu sem Paulo Dybala skoraði úr. Rafael Leao skoraði tvö mörk fyrir AC Milan í kvöld.Vísir/Getty Lokatölur 2-1 í Rómarborg og lærisveinar Jose Mourinho taka því þátt í Evrópusdeildinni á næsta tímabili en Juventus þarf að láta sér sæti í Sambandsdeildinni nægja. AC Milan vann sigur á heimavelli gegn Hellas Verona. Oliver Girioud og tvenna frá Rafael Leao tryggðu sigur Milan sem lauk keppni í fjórða sæti og spilar í Meistaradeildinni á næsta tímabili ásamt Inter, Lazio og Roma. Reglurnar á Ítalíu eru þannig að ef lið eru jöfn að stigum í sætum sem skipta miklu máli þá skuli leikinn úrslitaleikur. Þar sem Hellas Verona og Spezia eru bæði með 31 stig í 17. og 18. sæti deildarinnar munu þau leika úrslitaleik um sæti sitt í deildinni. Ítalski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira
Það var töluverð spenna fyrir lokaumferðina í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Juventus, Atalanta og Roma voru að berjast um tvö sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en tímabil Juventus hefur verið hálfgerð rússíbanareið enda hefur liðið lent í því að dómstólar hafa bæði tekið af og gefið liðinu stig. Þá var einnig spenna í fallbaráttunni þar sem Verona var í þriðja neðsta sæti fyrir leiki kvöldsins með jafn mörg stig og Spezia og ljóst að annað liðanna myndi falla niður í Serie B. Atalanta fór auðveldustu leiðina að Evrópudeildarsætinu með 5-2 sigri á Monza. Teun Koopmeiners kom Atalanta í 2-0 í fyrri hálfleik og hann fullkomnaði þrennuna í þeim síðari. Luis Muriel og Rasmus Hojlund skoruðu einnig en Hojlund hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United á síðustu dögum. Juventus vann 1-0 sigur á Udienesi á útivelli. Federico Chiesa skoraði sigurmarkið á 68. mínútu og hélt vonum Juventus um sæti í Evrópudeildinni á lífi. Þær vonir dóu hins vegar þegar flautað var til leiksloka í leik Roma og Spezia. Þar hafði Dimitrios Nikolaou komið Spezia yfir og um leið í góða stöðu í fallbaráttunni. Nicola Zwalewski jafnaði hins vegar metin fyrir Roma á 43. mínútu og á lokamínútu leiksins fékk Roma vítaspyrnu sem Paulo Dybala skoraði úr. Rafael Leao skoraði tvö mörk fyrir AC Milan í kvöld.Vísir/Getty Lokatölur 2-1 í Rómarborg og lærisveinar Jose Mourinho taka því þátt í Evrópusdeildinni á næsta tímabili en Juventus þarf að láta sér sæti í Sambandsdeildinni nægja. AC Milan vann sigur á heimavelli gegn Hellas Verona. Oliver Girioud og tvenna frá Rafael Leao tryggðu sigur Milan sem lauk keppni í fjórða sæti og spilar í Meistaradeildinni á næsta tímabili ásamt Inter, Lazio og Roma. Reglurnar á Ítalíu eru þannig að ef lið eru jöfn að stigum í sætum sem skipta miklu máli þá skuli leikinn úrslitaleikur. Þar sem Hellas Verona og Spezia eru bæði með 31 stig í 17. og 18. sæti deildarinnar munu þau leika úrslitaleik um sæti sitt í deildinni.
Ítalski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira