Viðbúið að menn „dusti rykið af málskjölunum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2023 08:23 Gylfi segir viðbúið að menn fari með málið fyrir dóm. Stöð 2/Egill Næstu mánaðamót munu vænt mánaðarleg réttindi félagsmanna LSR lækka um tæp 10 prósent og lífeyrisgreiðslur þeirra sjóðsfélaga sem ekki eru í bakábyrgð ríkissjóðs lækka um rúm 4 prósent. Um er að ræða síðari hluta aðgerða LSR til að bregðast við hækkandi lífaldri íslensku þjóðarinnar, segir á heimasíðu LSR. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út nýjar lífslíkutöflur í árslok 2021 sem byggðu á nýrri aðferðafræði. Með henni er gert ráð fyrir að Íslendingar lifi töluvert lengur en áður hafði verið talið og yngri kynslóðir muni lifa lengur en eldri kynslóðir,“ segir á heimasíðu LSR. Lífeyrissjóðir hafi þurft að bregðast við þessu og gera ráð fyrir að greiða sjóðsfélögum lífeyri í lengri tíma en áður var reiknað með. Um sé að ræða þungbæra aðgerð fyrir sjóðinn en nauðsynlega engu að síður. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir þetta þó aðeins hálfa söguna. Áhættan af breytingum af þessu tagi hafi til ársins 2017 legið hjá launagreiðanda á opinbera markaðnum en þá hafi bakábyrgðin verið tekin af stórum hluta launþega bótalaust. Hann rifjar upp að mál sem höfðað var að frumkvæði Kennarasambandsins en þar sem engin efnisleg niðurstaða fékkst þar sem réttindin hefðu ekki enn verið skert. „Nú er hins vegar búið að ákveða að skerða þau svo að væntanlega eru einhverjir lögfræðingar þegar búnir að dusta rykið af málsskjölunum og setja sig í stellingar. Þetta er stórmál enda tekist á um mjög háar fjárhæðir og grundvallarspurningar, m.a. um hvort ríkið geti með lagasetningarvaldi sínu breytt þegar áunnum lífeyrisréttindum starfsmanna sinna,“ segir Gylfi á Facebook. Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Um er að ræða síðari hluta aðgerða LSR til að bregðast við hækkandi lífaldri íslensku þjóðarinnar, segir á heimasíðu LSR. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út nýjar lífslíkutöflur í árslok 2021 sem byggðu á nýrri aðferðafræði. Með henni er gert ráð fyrir að Íslendingar lifi töluvert lengur en áður hafði verið talið og yngri kynslóðir muni lifa lengur en eldri kynslóðir,“ segir á heimasíðu LSR. Lífeyrissjóðir hafi þurft að bregðast við þessu og gera ráð fyrir að greiða sjóðsfélögum lífeyri í lengri tíma en áður var reiknað með. Um sé að ræða þungbæra aðgerð fyrir sjóðinn en nauðsynlega engu að síður. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir þetta þó aðeins hálfa söguna. Áhættan af breytingum af þessu tagi hafi til ársins 2017 legið hjá launagreiðanda á opinbera markaðnum en þá hafi bakábyrgðin verið tekin af stórum hluta launþega bótalaust. Hann rifjar upp að mál sem höfðað var að frumkvæði Kennarasambandsins en þar sem engin efnisleg niðurstaða fékkst þar sem réttindin hefðu ekki enn verið skert. „Nú er hins vegar búið að ákveða að skerða þau svo að væntanlega eru einhverjir lögfræðingar þegar búnir að dusta rykið af málsskjölunum og setja sig í stellingar. Þetta er stórmál enda tekist á um mjög háar fjárhæðir og grundvallarspurningar, m.a. um hvort ríkið geti með lagasetningarvaldi sínu breytt þegar áunnum lífeyrisréttindum starfsmanna sinna,“ segir Gylfi á Facebook.
Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira