Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2023 10:31 Ummæli Li þykja benda til þess að möguleiki sé á raunverulegum viðræðum milli Kína og Bandaríkjanna um öryggismál. AP/Vincent Thian Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. Li sagði heimsbyggðina rúma bæði Kína og Bandaríkin og að stórveldin tvö ættu að reyna að finna sameiginlegan flöt til að byggja á. Hann hefur hins vegar sakað Bandaríkin um „kaldastríðs-hugsunarhátt“, sem hafi aukið líkurnar á átökum. Yfirvöld vestanhafs sökuðu Kínverja á dögunum um „óörugga“ för kínversks tundurspillis nærri bandarísku herskipi á Taívan-sundi. Með í för var skip frá Kanada og stjórnvöld í báðum ríkjum sögðu fleyin sannarlega hafa verið á alþjóðlegu hafsvæði. Kínverjar gagnrýndu hins vegar bæði Bandaríkjamenn og Kanadamenn fyrir að skapa áhættusamar aðstæður með ögrandi tilburðum. Í ræðu sinni sagði Li að Kína myndi ekki leyfa Bandaríkjunum og bandamönnum að nota eftirlit á hafsvæðinu sem afsökun fyrir að eigna sér siglingaleiðir. Spurður um ofangreint atvik sagði hann aðeins að utanaðkomandi ríki væru að skapa spennu á svæðinu. Li og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tókust í hendur á opnunarkvöldverði öryggisráðstefnu International Institute for Strategic Studies í Singapore en áttu ekki fund. Li sætir refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjamanna vegna vopnakaupa frá Rússlandi. Þær fela meðal annars í sér að hann getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. BBC hefur eftir Zhou Bo, fyrrverandi yfirmanni í kínverska hernum, að aflétting refsiaðgerðina sé forsenda fyrir samtali milli Li og Austin. Kína Bandaríkin Hernaður Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35 „Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira
Li sagði heimsbyggðina rúma bæði Kína og Bandaríkin og að stórveldin tvö ættu að reyna að finna sameiginlegan flöt til að byggja á. Hann hefur hins vegar sakað Bandaríkin um „kaldastríðs-hugsunarhátt“, sem hafi aukið líkurnar á átökum. Yfirvöld vestanhafs sökuðu Kínverja á dögunum um „óörugga“ för kínversks tundurspillis nærri bandarísku herskipi á Taívan-sundi. Með í för var skip frá Kanada og stjórnvöld í báðum ríkjum sögðu fleyin sannarlega hafa verið á alþjóðlegu hafsvæði. Kínverjar gagnrýndu hins vegar bæði Bandaríkjamenn og Kanadamenn fyrir að skapa áhættusamar aðstæður með ögrandi tilburðum. Í ræðu sinni sagði Li að Kína myndi ekki leyfa Bandaríkjunum og bandamönnum að nota eftirlit á hafsvæðinu sem afsökun fyrir að eigna sér siglingaleiðir. Spurður um ofangreint atvik sagði hann aðeins að utanaðkomandi ríki væru að skapa spennu á svæðinu. Li og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tókust í hendur á opnunarkvöldverði öryggisráðstefnu International Institute for Strategic Studies í Singapore en áttu ekki fund. Li sætir refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjamanna vegna vopnakaupa frá Rússlandi. Þær fela meðal annars í sér að hann getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. BBC hefur eftir Zhou Bo, fyrrverandi yfirmanni í kínverska hernum, að aflétting refsiaðgerðina sé forsenda fyrir samtali milli Li og Austin.
Kína Bandaríkin Hernaður Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35 „Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira
Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30
Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35
„Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02
Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09