Strákarnir sem spila fyrir Ísland á EM: Tveir lykilmenn ekki með Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 10:48 Kristian Nökkvi Hlynsson er leikmaður hollenska stórliðsins Ajax og átti stóran þátt í að koma U19-landsliðinu á EM. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ólafur Ingi Skúlason hefur nú valið þá leikmenn sem fara á Evrópumót U19-landsliða karla í fótbolta, á Möltu um næstu mánaðamót. Eins og Vísir greindi fyrst frá eru tveir bestu leikmenn íslenska liðsins ekki með, þeir Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson. Ajax og FC Kaupmannahöfn, félögin sem leikmennirnir spila fyrir, gáfu ekki leyfi fyrir því að þeir færu á mótið en UEFA setur ekki þá skyldu á félög að leyfa leikmönnum að spila á EM U19-landsliða. Kristian er hins vegar í A-landsliðshópnum fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal í júní. Fjórir leikmenn íslenska hópsins eru á mála hjá erlendum félögum. Þetta eru markvörðurinn Lúkas J. Blöndal Petersson úr Hoffenheim, Daníel Freyr Kristjánsson úr Midtjylland, Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö og Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö. Stjarnan með fimm menn í hópnum Stjarnan á flesta leikmenn í hópnum eða fimm talsins. Grótta á tvo. Breiðablik, Keflavík, Þór, Víkingur, Fjölnir, ÍA, Valur, FH, KR og Selfoss eiga svo einn fulltrúa hvert. Íslenski hópurinn heldur af landi brott 30. júní og spilar sinn fyrsta leik á EM gegn Spáni 4. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi og Grikklandi. Riðlakeppninni lýkur 10. júlí og fara tvö efstu liðin þá í undanúrslit. Íslenska liðið vann meðal annars England á leið sinni inn á EM.Getty/Matt McNulty Ísland komst í lokakeppnina með því að vinna sinn milliriðil í undankeppninni, á Englandi í lok mars. Þar vann liðið ríkjandi meistara Englands og Ungverjaland, og gerði jafntefli við Tyrkland. Orri Steinn skoraði þrjú marka Íslands í milliriðlinum, Kristian Nökkvi eitt og Hilmir Rafn Mikaelsson eitt. EM-hópur Íslands: Adolf Daði Birgisson Stjarnan Arnar Daníel Aðalsteinsson Grótta Arnar Númi Gíslason Grótta Ágúst Orri Þorsteinsson Breiðablik Ásgeir Orri Magnússon Keflavík Bjarni Guðjón Brynjólfsson Þór Ak. Daníel Freyr Kristjánsson FC Midtjylland Daníel Tristan Guðjohnsen Malmö FF Eggert Aron Guðmundsson Stjarnan Gísli Gottskálk Þórðarson Víkingur R. Guðmundur Baldvin Nökkvason Stjarnan Halldór Snær Georgsson Fjölnir Haukur Andri Haraldsson ÍA Hilmir Rafn Mikaelsson Tromsö Hlynur Freyr Karlsson Valur Logi Hrafn Róbertsson FH Lúkas J. Blöndal Petersson Hoffenheim Jóhannes Kristinn Bjarnason KR Róbert Frosti Þorkelsson Stjarnan Sigurbergur Áki Jörundsson Stjarnan Þorsteinn Aron Antonsson Selfoss Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Eins og Vísir greindi fyrst frá eru tveir bestu leikmenn íslenska liðsins ekki með, þeir Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson. Ajax og FC Kaupmannahöfn, félögin sem leikmennirnir spila fyrir, gáfu ekki leyfi fyrir því að þeir færu á mótið en UEFA setur ekki þá skyldu á félög að leyfa leikmönnum að spila á EM U19-landsliða. Kristian er hins vegar í A-landsliðshópnum fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal í júní. Fjórir leikmenn íslenska hópsins eru á mála hjá erlendum félögum. Þetta eru markvörðurinn Lúkas J. Blöndal Petersson úr Hoffenheim, Daníel Freyr Kristjánsson úr Midtjylland, Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö og Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö. Stjarnan með fimm menn í hópnum Stjarnan á flesta leikmenn í hópnum eða fimm talsins. Grótta á tvo. Breiðablik, Keflavík, Þór, Víkingur, Fjölnir, ÍA, Valur, FH, KR og Selfoss eiga svo einn fulltrúa hvert. Íslenski hópurinn heldur af landi brott 30. júní og spilar sinn fyrsta leik á EM gegn Spáni 4. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi og Grikklandi. Riðlakeppninni lýkur 10. júlí og fara tvö efstu liðin þá í undanúrslit. Íslenska liðið vann meðal annars England á leið sinni inn á EM.Getty/Matt McNulty Ísland komst í lokakeppnina með því að vinna sinn milliriðil í undankeppninni, á Englandi í lok mars. Þar vann liðið ríkjandi meistara Englands og Ungverjaland, og gerði jafntefli við Tyrkland. Orri Steinn skoraði þrjú marka Íslands í milliriðlinum, Kristian Nökkvi eitt og Hilmir Rafn Mikaelsson eitt. EM-hópur Íslands: Adolf Daði Birgisson Stjarnan Arnar Daníel Aðalsteinsson Grótta Arnar Númi Gíslason Grótta Ágúst Orri Þorsteinsson Breiðablik Ásgeir Orri Magnússon Keflavík Bjarni Guðjón Brynjólfsson Þór Ak. Daníel Freyr Kristjánsson FC Midtjylland Daníel Tristan Guðjohnsen Malmö FF Eggert Aron Guðmundsson Stjarnan Gísli Gottskálk Þórðarson Víkingur R. Guðmundur Baldvin Nökkvason Stjarnan Halldór Snær Georgsson Fjölnir Haukur Andri Haraldsson ÍA Hilmir Rafn Mikaelsson Tromsö Hlynur Freyr Karlsson Valur Logi Hrafn Róbertsson FH Lúkas J. Blöndal Petersson Hoffenheim Jóhannes Kristinn Bjarnason KR Róbert Frosti Þorkelsson Stjarnan Sigurbergur Áki Jörundsson Stjarnan Þorsteinn Aron Antonsson Selfoss
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira