„Vonandi komum við Gylfa aftur út á völlinn“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 11:31 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar einu af 25 mörkum sínum fyrir Ísland. Hann er einu marki frá því að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide bindur vonir við það að Gylfi Þór Sigurðsson muni snúa aftur í íslenska landsliðið þegar fram líða stundir. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá því að hann var handtekinn sumarið 2021, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann er laus allra mála eftir að lögregla í Manchester lýsti því yfir í apríl að ekki væri tilefni til ákæru. Hareide tók við sem landsliðsþjálfari sama dag og yfirlýsing lögreglunnar barst. Hann ræddi fljótlega eftir það við Gylfa en talaði ekkert við hann í aðdraganda þess að Norðmaðurinn tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp, fyrir leiki við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. En telur hann að Gylfi muni snúa aftur í landsliðið síðar? „Ég get bara vonað. Ég veit ekki. Ég hef ekki talað við hann undanfarið, bara síðast þegar ég var á Íslandi. Það var gott spjall. Vonandi komum við honum [Gylfa] aftur út á völlinn, með alla sína reynslu og hæfileika. Hann er sennilega einn hæfileikaríkasti leikmaður sem Ísland hefur átt,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag, og hélt áfram: „Við þurfum á öllum að halda. Þessir 25 menn sem ég valdi eru góðir leikmenn en við þurfum að stækka hópinn af góðum leikmönnum enn meira. Það eru Íslendingar víða á meginlandinu að spila og vonandi þróast þeir áfram, sem og menn úr U21- og U19-landsliðinu sem fær núna góða reynslu af því að spila á EM. Íslenskur fótbolti mun þróast og það er mikilvægt. Mikilvægast er að vinna leiki en þar á eftir er mikilvægast að fá fleiri leikmenn til að velja úr. Það er munurinn á Íslandi og mörgum öðrum þjóðum sem hafa fleiri leikmenn í boði. En allt er mögulegt eins og Ísland hefur sýnt, og af hverju ekki að gera það aftur?“ sagði Hareide. Gylfi, sem verður 34 ára í september, á að baki 78 A-landsleiki. Hann skoraði í þeim 25 mörk og er einu marki frá markametinu sem Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson deila. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá því að hann var handtekinn sumarið 2021, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann er laus allra mála eftir að lögregla í Manchester lýsti því yfir í apríl að ekki væri tilefni til ákæru. Hareide tók við sem landsliðsþjálfari sama dag og yfirlýsing lögreglunnar barst. Hann ræddi fljótlega eftir það við Gylfa en talaði ekkert við hann í aðdraganda þess að Norðmaðurinn tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp, fyrir leiki við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. En telur hann að Gylfi muni snúa aftur í landsliðið síðar? „Ég get bara vonað. Ég veit ekki. Ég hef ekki talað við hann undanfarið, bara síðast þegar ég var á Íslandi. Það var gott spjall. Vonandi komum við honum [Gylfa] aftur út á völlinn, með alla sína reynslu og hæfileika. Hann er sennilega einn hæfileikaríkasti leikmaður sem Ísland hefur átt,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag, og hélt áfram: „Við þurfum á öllum að halda. Þessir 25 menn sem ég valdi eru góðir leikmenn en við þurfum að stækka hópinn af góðum leikmönnum enn meira. Það eru Íslendingar víða á meginlandinu að spila og vonandi þróast þeir áfram, sem og menn úr U21- og U19-landsliðinu sem fær núna góða reynslu af því að spila á EM. Íslenskur fótbolti mun þróast og það er mikilvægt. Mikilvægast er að vinna leiki en þar á eftir er mikilvægast að fá fleiri leikmenn til að velja úr. Það er munurinn á Íslandi og mörgum öðrum þjóðum sem hafa fleiri leikmenn í boði. En allt er mögulegt eins og Ísland hefur sýnt, og af hverju ekki að gera það aftur?“ sagði Hareide. Gylfi, sem verður 34 ára í september, á að baki 78 A-landsleiki. Hann skoraði í þeim 25 mörk og er einu marki frá markametinu sem Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson deila.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12