„Þetta er að okkar mati möguleg eignaupptaka“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2023 11:52 Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM. BHM Heildarsamtök launafólks skoða nú hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar sem tekur gildi hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um næstu mánaðamót. Kolbrún Halldórsdóttir, sem er nýtekin við sem formaður BHM, sagði í viðtali um málið í Bítinu í morgun þetta mál hafi lengi verið til umræðu og að fólk hefði vitað að skerðingar á lífeyri væru yfirvofandi meðal annars vegna hækkandi lífaldurs íslensku þjóðarinnar. „Þetta er bara mjög þungt og erfitt mál og varðar svo ótrúlega stóran hóp fólks,“ sagði Kolbrún. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá Gísla B. Árnasyni, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni og lífeyrisþega, sem ætlaði sér ekki að taka skerðingunum þegjandi og hljóðalaust og hefur ákveðið að höfða mál gegn ríkinu. Hann fór á eftirlaun í desember 2022 og er einn af þeim sem lífeyrisþegum sem sér nú fram á 4,1 prósenta skerðingu. Hlusta má á viðtalið við Kolbrúnu Halldórsdóttur, formann BHM í heild sinni að neðan. Um næstu mánaðamót kemur til framkvæmda skerðing á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga LSR. Skerðingin nemur að meðaltali 9,9 prósentum. Sem dæmi þá nemur skerðingin rúmum 12 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er 25 ára en 6,6 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er sextugur. Með lagabreytingu 2017, sem þessi breyting hvílir á, var sett inn ríkisábyrgð fyrir allra elsta hópinn, þannig mun ekkert breytast hjá 83 prósent, það er að segja þeirra sem taka lífeyri í dag. Þrátt fyrir að lengi hafi verið vitað í hvað stefndi brá fólki þegar tilkynnt var um skerðingarnar sem verða að meðaltali 9,9 prósent. „Þetta er rosalegt. Þetta er alveg svakalegt og þetta er, að okkar mati, möguleg eignaupptaka,“ segir Kolbrún en allt frá því að LSR tilkynnti um að skerðingarnar kæmu til framkvæmda hafa fjölmargir velt fyrir sér hvort stéttarfélögin muni láta reyna á lögmæti fyrir dómstólum landsins. Höfðaði mál Kennarasamband Íslands höfðaði mál gegn ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna árið 2017 en Landsréttur vísaði því frá vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á skaða því skerðingarnar höfðu þá ekki tekið gildi. Staðan mun, eins og gefur að skilja, breytast um næstu mánaðamót. Kolbrún var spurð hvort reynt verði lá lögmæti skerðingarinnar í ljósi þessara vendinga. „Nú erum við […] heildarsamtökin í samráði um að hvað gert verði og það er eitt af því sem er til skoðunar og tekin verður ákvörðun um.“ Málið keyrt í gegn Kolbrún var spurð hvort nóg hafi verið gert til að reyna að sporna gegn skerðingunum en hún svaraði því til að málið hafi verið keyrt í gegn. „Þótt öll heildarsamtök launafólks hafi sett hælana niður frá fyrsta degi þá er bara skriðþunginn í málinu þannig að þetta hefur bara verið keyrt áfram,“ segir Kolbrún. Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. 5. júní 2023 21:31 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
„Þetta er bara mjög þungt og erfitt mál og varðar svo ótrúlega stóran hóp fólks,“ sagði Kolbrún. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá Gísla B. Árnasyni, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni og lífeyrisþega, sem ætlaði sér ekki að taka skerðingunum þegjandi og hljóðalaust og hefur ákveðið að höfða mál gegn ríkinu. Hann fór á eftirlaun í desember 2022 og er einn af þeim sem lífeyrisþegum sem sér nú fram á 4,1 prósenta skerðingu. Hlusta má á viðtalið við Kolbrúnu Halldórsdóttur, formann BHM í heild sinni að neðan. Um næstu mánaðamót kemur til framkvæmda skerðing á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga LSR. Skerðingin nemur að meðaltali 9,9 prósentum. Sem dæmi þá nemur skerðingin rúmum 12 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er 25 ára en 6,6 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er sextugur. Með lagabreytingu 2017, sem þessi breyting hvílir á, var sett inn ríkisábyrgð fyrir allra elsta hópinn, þannig mun ekkert breytast hjá 83 prósent, það er að segja þeirra sem taka lífeyri í dag. Þrátt fyrir að lengi hafi verið vitað í hvað stefndi brá fólki þegar tilkynnt var um skerðingarnar sem verða að meðaltali 9,9 prósent. „Þetta er rosalegt. Þetta er alveg svakalegt og þetta er, að okkar mati, möguleg eignaupptaka,“ segir Kolbrún en allt frá því að LSR tilkynnti um að skerðingarnar kæmu til framkvæmda hafa fjölmargir velt fyrir sér hvort stéttarfélögin muni láta reyna á lögmæti fyrir dómstólum landsins. Höfðaði mál Kennarasamband Íslands höfðaði mál gegn ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna árið 2017 en Landsréttur vísaði því frá vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á skaða því skerðingarnar höfðu þá ekki tekið gildi. Staðan mun, eins og gefur að skilja, breytast um næstu mánaðamót. Kolbrún var spurð hvort reynt verði lá lögmæti skerðingarinnar í ljósi þessara vendinga. „Nú erum við […] heildarsamtökin í samráði um að hvað gert verði og það er eitt af því sem er til skoðunar og tekin verður ákvörðun um.“ Málið keyrt í gegn Kolbrún var spurð hvort nóg hafi verið gert til að reyna að sporna gegn skerðingunum en hún svaraði því til að málið hafi verið keyrt í gegn. „Þótt öll heildarsamtök launafólks hafi sett hælana niður frá fyrsta degi þá er bara skriðþunginn í málinu þannig að þetta hefur bara verið keyrt áfram,“ segir Kolbrún.
Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. 5. júní 2023 21:31 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. 5. júní 2023 21:31