Hveitibrauðsdagar Hareide: „Leikmönnum þykir mjög vænt um þjóðina“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2023 08:00 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Arnar Åge Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, kynnti í gær leikmannahóp liðsins fyrir hans fyrsta verkefni þar sem Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal. Hann tók við liðinu um miðjan apríl og segir fyrstu mánuði í starfi hafa verið ánægjulega. Uppselt varð á innan við klukkustund á leikinn við Portúgal en á blaðamannafundi gærdagsins sagðist Hareide hlakka til að hefna sín á stjörnunni Cristiano Ronaldo. „Ég þarf að hefna mín á Cristiano Ronaldo því ég man að í Malmö, þegar við spiluðum á móti þeim í Meistaradeildinni, þá átti hann ekki skot á mark í 44 mínútur en svo skoraði hann. Hann hreyfði sig ekkert, hann stóð bara þarna og svo féll boltinn fyrir fætur hans og hann skoraði,“ „Þetta er það sem menn segja, allir vita að hann skorar mörk. En það mikilvægasta gegn Portúgal er að tala ekki um Cristiano Ronaldo, við þurfum að einbeita okkur að eigin leik, okkar liði og leggja okkur fram,“ „Vonandi verður svo stormur af norðvestri, eða vestri, það gæti líka hentað. Því ég held að honum líki ekki loftslagið. Hann er vanari loftslaginu í Sádi-Arabíu, svo vonandi ...“ sagði Hareide á fundinum. Líst afar vel á starfið Fyrri leikur verkefnisins er við Slóvakíu sem er Íslandi afar mikilvægur. Hareide tók við liðinu um miðjan apríl og hefur nýtt tímann til að móta byrjunarlið fyrir þann leik. Hann kveðst þá njóta sín vel í starfi og talar vel um land og þjóð. „Þetta hafa verið eins og hveitibrauðsdagar því þetta hefur verið áhugavert. Ég hef talað við leikmennina, séð þá spila á Íslandi þrisvar á tímabilinu og mér þykir þetta áhugavert,“ sagði Hareide í viðtali við Stöð 2. „Leikmönnum þykir mjög vænt um þjóðina og þeir vilja spila fyrir Ísland. Fólkið sem vinnur hjá KSÍ er harðduglegt fólk og þeir íslensku leikmenn sem ég hef þjálfað í gegnum tíðina hafa verið harðduglegir leikmenn og það er auðvelt að vinna með þeim. Þeir vilja spila fótbolta og vonandi gerum við það þann 17. júní,“ segir hann jafnframt. Með klárt byrjunarlið í huga Aðspurður um hvort hann hafi byrjunarlið í huga fyrir fyrsta leik segir Hareide: „Já, ég hef það. Ég er með skýra hugmynd í hausnum og vonandi verða allir heilir svo við getum notað þá þann 17.“ segir Hareide. Um Albert Guðmundsson „Nei ég hef ekki gert það enn en ég mun tala við hann í dag þegar hann mætir á æfingu. Ég er ánægður með að hann er heill heilsu og sé snúinn aftur í hópinn,“ sagði þjálfarinn um Albert Guðmundsson, framherja Genoa á Ítalíu, en hann hafði verið út í kuldanum hjá Arnari Þór Viðarssyni, forvera Hareide. „Hann hefur spilað vel með Genoa og skoraði frábært mark í síðasta leik tímabilsins. Hann hefur staðið sig vel með þeim og ég veit að önnur lið eru að skoða hann svo við sjáum til hvaða tilboð hann fær í framtíðinni.“ Aðspurður hvort Albert væri hluti af framtíðarplönum þjálfarans sagði Hareida: „Algjörlega. Ég tel hann vera frábæran leikmann og við þurfum bara að finna gott hlutverk fyrir hann í liðinu. Hann getur ollið andstæðingnum vandræðum, það er mikilvægast í þessu öllu saman.“ Mark Ronaldo og ummæli Hareide af fundinum má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má sjá viðtalið við hann í heild. Klippa: Viðtal við Åge Hareide Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Sjá meira
Uppselt varð á innan við klukkustund á leikinn við Portúgal en á blaðamannafundi gærdagsins sagðist Hareide hlakka til að hefna sín á stjörnunni Cristiano Ronaldo. „Ég þarf að hefna mín á Cristiano Ronaldo því ég man að í Malmö, þegar við spiluðum á móti þeim í Meistaradeildinni, þá átti hann ekki skot á mark í 44 mínútur en svo skoraði hann. Hann hreyfði sig ekkert, hann stóð bara þarna og svo féll boltinn fyrir fætur hans og hann skoraði,“ „Þetta er það sem menn segja, allir vita að hann skorar mörk. En það mikilvægasta gegn Portúgal er að tala ekki um Cristiano Ronaldo, við þurfum að einbeita okkur að eigin leik, okkar liði og leggja okkur fram,“ „Vonandi verður svo stormur af norðvestri, eða vestri, það gæti líka hentað. Því ég held að honum líki ekki loftslagið. Hann er vanari loftslaginu í Sádi-Arabíu, svo vonandi ...“ sagði Hareide á fundinum. Líst afar vel á starfið Fyrri leikur verkefnisins er við Slóvakíu sem er Íslandi afar mikilvægur. Hareide tók við liðinu um miðjan apríl og hefur nýtt tímann til að móta byrjunarlið fyrir þann leik. Hann kveðst þá njóta sín vel í starfi og talar vel um land og þjóð. „Þetta hafa verið eins og hveitibrauðsdagar því þetta hefur verið áhugavert. Ég hef talað við leikmennina, séð þá spila á Íslandi þrisvar á tímabilinu og mér þykir þetta áhugavert,“ sagði Hareide í viðtali við Stöð 2. „Leikmönnum þykir mjög vænt um þjóðina og þeir vilja spila fyrir Ísland. Fólkið sem vinnur hjá KSÍ er harðduglegt fólk og þeir íslensku leikmenn sem ég hef þjálfað í gegnum tíðina hafa verið harðduglegir leikmenn og það er auðvelt að vinna með þeim. Þeir vilja spila fótbolta og vonandi gerum við það þann 17. júní,“ segir hann jafnframt. Með klárt byrjunarlið í huga Aðspurður um hvort hann hafi byrjunarlið í huga fyrir fyrsta leik segir Hareide: „Já, ég hef það. Ég er með skýra hugmynd í hausnum og vonandi verða allir heilir svo við getum notað þá þann 17.“ segir Hareide. Um Albert Guðmundsson „Nei ég hef ekki gert það enn en ég mun tala við hann í dag þegar hann mætir á æfingu. Ég er ánægður með að hann er heill heilsu og sé snúinn aftur í hópinn,“ sagði þjálfarinn um Albert Guðmundsson, framherja Genoa á Ítalíu, en hann hafði verið út í kuldanum hjá Arnari Þór Viðarssyni, forvera Hareide. „Hann hefur spilað vel með Genoa og skoraði frábært mark í síðasta leik tímabilsins. Hann hefur staðið sig vel með þeim og ég veit að önnur lið eru að skoða hann svo við sjáum til hvaða tilboð hann fær í framtíðinni.“ Aðspurður hvort Albert væri hluti af framtíðarplönum þjálfarans sagði Hareida: „Algjörlega. Ég tel hann vera frábæran leikmann og við þurfum bara að finna gott hlutverk fyrir hann í liðinu. Hann getur ollið andstæðingnum vandræðum, það er mikilvægast í þessu öllu saman.“ Mark Ronaldo og ummæli Hareide af fundinum má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má sjá viðtalið við hann í heild. Klippa: Viðtal við Åge Hareide
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Sjá meira