„Má vel vera að þetta komi sérfræðingunum eitthvað á óvart“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2023 22:36 Guðni skaut létt á sérfræðinga eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar FH sigruðu Selfoss 2-0 á heimavelli í Bestu deild kvenna í fótbolta nú kvöld. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum og situr í 5. sæti deildarinnar. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, segir frammistöðuna í fyrri hálfleik hafa skilað liðinu þremur stigum í dag. „Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að þessum sigri. Liðið var vel undirbúið og var klárt á þessum grunnþáttum; baráttu, vilja og dugnaði“ Selfoss situr í neðsta sæti deildarinnar, hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu það sem af er móts og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Við mættum liði Selfossar, sem við vissum að væri sært, en ætlaði sér að taka þrjú stig á móti okkur nýliðunum. En þetta er Kaplakrikavöllur og það er erfitt að koma hingað.“ Eftir algjöra yfirburði í fyrri hálfleik leiddi FH leikinn 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Selfyssingar komu út í seinni hálfleik af krafti og það virtist halla aðeins undan fæti hjá FH. Þá gerði þjálfarinn þrefalda breytingu á liði sínu. „Það er ekki ástæðan fyrir þrefaldri breytingu [að liðið hafi byrjað seinni hálfleik illa], ef að leikir okkar eru skoðaðir sést að við gerum nánast alltaf fimm skiptingar. Við viljum nota og nýta mannskapinn, við spilum af mikilli ákefð eins og sást í fyrri hálfleik og vildum bara ferskar lappir inn á, það er ástæðan fyrir breytingunum. Þær sem fóru útaf stóðu sig vel.“ Stigasöfnun FH í upphafi móts hefur vakið athygli, þær eru nýliðar Bestu deildarinnar og var af flestum spáð falli fyrir tímabil. En kemur það þjálfara liðsins á óvart hversu vel hefur gengið í upphafi móts? „Nei alls ekki, það má vel vera að þetta komi sérfræðingunum eitthvað á óvart að sjá lélegasta lið deildarinnar vera að safna stigum en það kemur FH liðinu ekki á óvart, alls ekki“ sagði Guðni kokhraustur að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
„Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að þessum sigri. Liðið var vel undirbúið og var klárt á þessum grunnþáttum; baráttu, vilja og dugnaði“ Selfoss situr í neðsta sæti deildarinnar, hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu það sem af er móts og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Við mættum liði Selfossar, sem við vissum að væri sært, en ætlaði sér að taka þrjú stig á móti okkur nýliðunum. En þetta er Kaplakrikavöllur og það er erfitt að koma hingað.“ Eftir algjöra yfirburði í fyrri hálfleik leiddi FH leikinn 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Selfyssingar komu út í seinni hálfleik af krafti og það virtist halla aðeins undan fæti hjá FH. Þá gerði þjálfarinn þrefalda breytingu á liði sínu. „Það er ekki ástæðan fyrir þrefaldri breytingu [að liðið hafi byrjað seinni hálfleik illa], ef að leikir okkar eru skoðaðir sést að við gerum nánast alltaf fimm skiptingar. Við viljum nota og nýta mannskapinn, við spilum af mikilli ákefð eins og sást í fyrri hálfleik og vildum bara ferskar lappir inn á, það er ástæðan fyrir breytingunum. Þær sem fóru útaf stóðu sig vel.“ Stigasöfnun FH í upphafi móts hefur vakið athygli, þær eru nýliðar Bestu deildarinnar og var af flestum spáð falli fyrir tímabil. En kemur það þjálfara liðsins á óvart hversu vel hefur gengið í upphafi móts? „Nei alls ekki, það má vel vera að þetta komi sérfræðingunum eitthvað á óvart að sjá lélegasta lið deildarinnar vera að safna stigum en það kemur FH liðinu ekki á óvart, alls ekki“ sagði Guðni kokhraustur að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira